Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.6.2008 | 16:18
Stjórnmálaskýring...
...á kvenlegum nótum, fyrir karlmenn sem snaraðir eru í kvikmyndahús...
Ég var að hugsa um daginn (sem veit aldrei á gott) þegar ákveðin þriggja tíma ræma var sett í sýningu í bíóhúsum um allan heim.
Ræma þessi er byggð á feikivinsælum kvenmiðuðum sjónvarpsþáttum sem hétu uppá Íslensku 'Beðmál í Borginni'.
Ég hef ekki látið tæla mig til þess að glápa á þessa ræmu, en þegar ég var í sambandi fyrir þónokkru var ég sjanghæaður af minni þáverandi til þess að horfa á nokkra þætti.
Í þáttum þessum eru fjórar konur miðpunktur athyglinnar og minnti þetta mig á gamla fjórflokkakerfið hérlendis.
Carrie Bradshaw; aðalsöguhetja þessara þátta er tvímælalaust Alþýðuflokkurinn sálugi, eða núlifandi systir hans Samfylkingin. Hún er ekki viss hvar hún stendur í lífinu og hvort hún eigi að stökkva í djúpu laugina með millanum sínum eða að sinna alþýðudrengjum, hún veit ekki alveg hvað hún vill, þessi elska.
Samantha Jones; uppáhalds karakterinn minn í þessum þáttum er þó ekki uppáhalds stjórnmálaflokkurinn minn, hún er kynferðislega sjálfstæð kona sem gerir það sem henni sýnist í beðmálum sínum á meðan flokkurinn sem hún speglar hérlendis er vissulega sjálfstæður í skoðanatöku og leggst með hverjum sem hann sýnist, maddamma Framsókn.
Charlotte York; hin bláblóðga Karlotta á ekki jafn miklum vinsældum að fagna bólleiðis, en er íhaldsöm með afbrigðum og vill aðeins bláblóðgan aðal í beð sitt og það til frambúðar. Sjálfstæðisflokkurinn er að sama skapi aðeins fyrir aðallinn og á mun meiri vinsældum að fagna en Karlotta speglun hans, en hversvegna það er... ...tja. Maður spyr sig?
Miranda Hobbes; Sterka framakonan Miranda á sér hreina speglun á Íslandi, bæði í dag og gamla fjórflokknum, meiraðsegja er hún með sama hárlit og formaður arftaka Alþýðubandalagsins, Vinstri Hreyfingunni Grænu Framboði. Henni virðist uppsigað við karlmenn og gæti mögulega snúið sér alfarið til kynsystra sinna.
Miranda eignaðist son á sínum tíma með Steve Brady, (Frjálslynda Flokknum) (sem var alinn upp af alkohólískri móður (nauð Íslensku þjóðarinnar vegna kvótakerfisins)) og heitir hann Brady Hobbes (Íslandshreyfingin Grænt Framboð).
Ég vona að þessar vangaveltur mínar stytti karlmönnum sem neyðast til þess að horfa á þetta drama stundirnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.6.2008 | 16:06
Trúfrelsi í einu elsta lýðræðisríki veraldar...
...er því miður af skornum skammti.
Hérlendis, sem og í öðrum vestrænum löndum reynir hin svokallaða kristna hægristefna að halda uppi völdum kirkjunnar með boðun á eingyðistrúarbrögðum sem hafa úrkynjast í gegnum aldirnar.
Hin Íslenska Ríkiskirkja hefur sjálf stundað stefnusvig innan mótmælendastefna, verið Lúthersk og Evangelísk og tilheyrt hinni Heilögu Germönsku Kirkju (sem sr Adolf Hitler stofnaði á sínum tíma).
Áður en mótmælendatrú var neydd uppá landan var hér stétt Kaþólskra presta sem gekk um með sínu offorsi, áður en Kaþólska kirkjan, þ.e. sú Rómverska var stofnuð 1062 nægði okkur að kalla okkur kristna til þess að sleppa við að vera nauðgað, myrt og nídd af norrænum höfðingjum sem höfðu tekið upp þessi eyðimerkurtrúarbrögð í þeim tilgangi að sameina Norðurlönd - enda henta þessi trúarbrögð einkar vel til þess að réttlæta einræði, það er jú aðeins (þrí-)einn Gvuð sem skapaði þetta alltsaman og stýrir þessu öllu ljóst og leynt... ekki satt? Það er bara einn páfi... sem hentar líka alveg rosalega vel. Miðstýring valds.
Ég veit að þetta er einföldun á sögunni, en ef ég ætlaði að rekja söguna í einni bloggfærslu með öllum sínum bugðum og beygjum, entist mér ekki aldur til.
Miðstýring.
Hljómar Stalínískt, ekki satt?
Eða jafnvel Nazískt. Einn Guð, ein kirkja, einn páfi... þjóð, ríki, Führer...
Á sama tíma og valdaklíkur vesturlanda reyna að halda lyginni gangandi flytjast aðrir aðdáendur eyðimerkurmýta meir og meir til vesturlanda og halda sinni trú og vilja meina vestrænu fólki í frjálsum löndum að tjá sig eins og það vill, enda skiljanlegt að eyðimerkurtrúarbrögðin vilji vera jafn rétthá. En það er bara ekki svoleiðis, elskurnar mínar. Við eigum ÖLL að vera jafn rétthá...
...og það er ekki hægt með því að neyða umburðarlyndi uppá fólk, fólk verður að finna umburðarlyndið innra með sér. Það er ekki hægt með því að neyða ein eyðimerkursiðferðisgildi eða önnur uppá þjóð, ef þú vilt trúa er það þitt mál, en á ekki að tengjast ríkisrekstri og ríkisreknum skólum í landi sem á að heita trúfrjálst og hafa undirritað mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna þar sem ákvæði eru um trúfrelsi.
Það er ekki hægt með því að leyfa kirkjunnar mönnum að komast inn fyrir skóla sem eiga fyrst og fremst að kenna menningu og vísindi, ekki innræta trúarbrögð.
Þjóðkirkjan er úreld stofnun og það er raunar móðgandi fyrir alla trúfrjálsa sem og þá sem játa aðra trú en kristni að í gunnfánum allra norðurlandana sé kross - en það hefur minna vægi en það sem hér um ræðir.
Alþingi Íslendinga, sem fyrst var sett sem löggjafavald árið 930 af heiðnum mönnum, (enda auðvelt að trúa á fulltrúarlýðræði þegar guðirnir skipta tugum) er sett nútildags í Kristinni kirkju. Þjóðsöngur okkar byrjar á þeim hvimleiða frasa 'ó Guð vors lands'. Það er ekki heldur aðalatriðið.
Jesúmafían vill leynt og ljóst stýra öllum siðferðisatriðum Íslensku Þjóðarinnar, vill hafa áhrif á börnin áður en þau eru nógu menntuð til þess að sjá í gegnum ævintýralegar lygar þeirra og vill umfram allt, samkvæmt orðum Karls útlendinga og trúfrjálsrahatara Sigurbjörnssonar meina að þeir sem ekki játa Kristna trú á forsendum REICHSKIRCHE teljist ekki Íslendingar og í besta falli annars flokks þegnar.
Ég veit hvar mér rennur blóðið til skyldunnar. Til frelsis og jafnréttis, lýðræðis og tjáningarfrelsis á Íslandi, því ögrum skorna landi sem hefur fóstrað mig og allt mitt fólk frá fornöld. Sé ég ekki Íslendingur sökum þess að ég játa ekki eyðimerkurtrú eftir forsendum Kalla í kuflinum þá vil ég ekki vera Íslendingur, þó ég rísi í hvert sinn sem ég heyri þjóðsönginn, taki að ofan og setji hönd á brjóst mér.
Það er mér meira virði að ég og minn hugur, mín trú og mitt sinni sé frjálst heldur en þessi þjóð og þetta sem er mér þó svo margt, en þarna brýtur báran. Ég er fyrst og fremst Einar, ekki þjóðin sem ég elska.
Karl útlendinga og trúfrjálsrahatari Sigurbjörnsson ætti að taka þessi orð sín aftur. Þessi orð þar sem hann særir hvern þann Íslending sem ekki er honum sammála í lífsskoðun. Þar sem þessi RÍKISSTARFSMAÐUR segir að við séum ekki Íslendingar þar sem við erum ekki eins og hann.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta er máské titlingaskítur sem ég er að telja hér til, en þessi maður sem er með milljón á mánuði úr þínum vasa lesandi góður, sagði þig ekki Íslending nema að hann fái að heilaþvo og innræta þig.
Ef hér ræddi um stjórnmálaflokk, Ríkisflokkinn, einskonar kommúnískan flokk sem trúði á einræðisherra sem væri á huldu og hefði ekki látið sjá sig í þúsundir ára myndi hver sjá hvílík svívirða er á ferð.
Karl, ég er ekki trúaður, en við fósturjörðina sem ég stend á, við hafið sem umlýkur þetta land mitt sver ég að ég er meiri Íslendingur en þú verður nokkurntíman - því ég trúi á lýðræði og frelsi, en ekki kreddueinræðisherra á himni.
Sjá þér hórseka nöðrukyn, þér hafið gert hús feðra minna að kommúnistaríki.
Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.6.2008 | 22:10
Skilaboð til Svarthöfða:
(Þá mannsins sem er klæddur sem Darth Vader:) Þú ert hrein snilld.
Ég ætla að vona að fólk hafi séð húmorinn í þessu.
Prestastefna hófst með messu í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2008 | 18:29
Svona spurningalisti einhverskonar.
1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?
Já. Mér finnst það...
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?
Mér væri það heiður að vera vinur minn.
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?
Nei. Aldrei.
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?
Ég er alltaf að láta plata mig í einhverskonar vitleysu.
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
Hollenskur morgunverður, appelsínusafi, steikt skinka, spælt egg og Heineken.
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?
Ekki ef ég er í mokkasínum.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ?
Ég skal síst segja það sjálfur.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
Karamellu og bananasjeik.
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?
Ég hreinlega veit það ekki.
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ?
Ég nota mjög lítið varalit.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?
Ég er í dökkbláum Levis, 26"X35" og bláum Adidas tennisskóm, stærð 42.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?
Niðinn af tölvunni og högg mín á lyklaborðið.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR?
Ég þekki hana ekki persónulega, aðeins af vefnum, en mér sýnist allt á öllu að þetta sé príðisstúlka, enda Austfirðingur.
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?
26. ÞINN HÁRALITUR ?
Sandrauður... erh... eða svoleiðis. Ljóst afbrigði af rauðum.
27. AUGNLITUR ÞINN ?
28. NOTARÐU LINSUR ?
29. UPPÁHALDSMATUR ?
Til þess að vera fullkomlega heiðarlegur verð ég eiginlega að segja Murphy's Irish Stout -enda máltíð í glasi. En þegar ég fæ mat hjá mömmu er ég ægilega sáttur, enda er mamma besti kokkur í heimi. Ég er nefnilega það blessaður að fæðast hjá foreldrum sem eru bæði lærð í matargerð, þ.e. pabbi er menntaður matsveinn og mamma menntuð húsmóðir svo það rekur á furðu að ég sé ekki akfeitur - enda þyngdist ég um 20 kg síðast þegar ég bjó á hótel mömmu.
Já.
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?
Ég hreinlega veit það ekki.
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?
Sjá 34.
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?
Ég er ekki með músarmottu. Músin mín er í búri.
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?
42. HVAR FÆDDISTU ?
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ?
Ég get bara ekki svarað því, enda lítið um spennu þegar ég er búnað svara þessu sjálfur.
3.6.2008 | 19:52
Fimmtudaginn!
(Textinn sem hér fylgir á eftir er staðlað auglýsingaform frá mér.)
...Er ég að spila á tveimur stöðum.
Annarsvegar er ég að spila á menningarhátíð Grand Rokk einhverntíman á milli 21:00 og 23:00 þar sem ég mun spila einn með kassagítar einhver 3-4 lög af plötunni 'Phoenix Last Burn' sem ég (Keeping the Darkness at Bay) er með í smíðum.
Síðar um kvöldið (frá u.þ.b. 23:00) mun sukksöngvasveinadúettinn 'Sound & Fury' skipaður mér og Haraldi nokkrum Bowie á the English Pub og munum við spila tökulög í bland við einhver frumsamin lög.
Ég vona að þið sjáið ykkur fært að mæta sem flesk og egg.
The coming Thursday (5th of June) I will be gigging at two places.
At the first gig I will take the stage sometime between 21:00 and 23:00 and I wont give it back (haha). I will be playing some selected numbers of 'Keeping the Darkness at Bay's coming album 'Phoenix Last Burn' alone accompanied by my own acoustic.
Later on that same evening (23:00+) yours truly and one master H. Bowie will take the stage at the English Pub and play covers in mix with a few original numbers.
I hope all will either be there or some sort of polygonal forms.
31.5.2008 | 13:53
Ég ætla að fá eina hjúkku, takk.
Lagið Night Nurse eftir Gregory Isaacs af samnefndri plötu, (en er þekktara í flutningi hjá Einfaldlega Rauðum frá árinu 1988 (af plötunni Blue)) er tilvísun í klámfengna ímynd hjúkrunarfræðinga. Á ekki að banna það lag bara?
I dont want to see no doc
I need attendance from my nurse around the clock
Because there s no prescription for me
Shes the one the only remedy
Má ég þá frekar segja hvað ég vil heldur en að þurfa að verða fyrir barði ritskoðunarsinna? Þetta er nefnilega buuuull.
Þó að vissulega megi leiða að því rök að stereotýpun starfsstétta hljóti alltaf að vera neikvæð þá eru margar aðrar staðalímyndir sem eru alveg jafn neikvæðar og jafnvel meira niðrandi en klámfengin ímynd hjúkrunarfræðinga. Til að mynda drykkfelldir sjóarar og kokkar etc, óheiðarlegir bifvélavirkjar og bílasalar, bólugrafnir forritarar og heimskar fyrirsætur.
Allra átta hafa nú þegar birt aðra mynd á vefsíðu sinni og í þetta sinn af karlkyns læknum.
Svo ég grípi til feminísks tepruskapar vil ég benda á að þeir ýta undir neikvæðar staðalímyndir af karlmönnum og þá sérstaklega læknum. Maðurinn til hægri heldur um mjaðmir sínar, stelling sem þekkt er úr klámheiminum og virðast allir þessir læknar vera að springa úr greddu og tilbúnir að skoða hvern sem er náið og innilega.
Eins má sjá að læknarnir tveir til hliðar standa í röð, sem er tilvísun í hópreiðar úr klámheimum og ýtir einnig undir þá staðalímynd að læknar séu reiðubúnir til þess að taka sjúklinga sína í hópreið...
...eða ekki.
Hvernig væri nú að fara að einbeita sér að alvöru vandamálum í stað þess að mála skrattann á vegginn?
Kvartað undan auglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 12:57
Óvart.
Ég ætlaði nú ekkert að fara, en svo var hringt í mig og mér boðinn miði.
Ég sagði bara takk og við sjáumst í kvöld Robbi Herbegiskall. (Zimmer-mann...?)
Enn til miðar á Dylan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 12:50
Freiheit.
Já elskurnar mínar. Ég er frjáls eins og fuglinn.
Ég er að hætta í dagvinnunni minni, sem þýðir að ég þurfi ekki framar að vakna eldsnemma á morgnana og brölta í strætóskýli og borga tæpan þrjúhundruð kall fyrir far sem er lengi á leiðinni - far sem aðrir fá frítt, greitt af skattpeningum okkar.
Ég verð væntanlega ekki útkeyrður alla daga og að drepast úr þreytu, ég get því malað og teygt mig þangað til að ég nenni útúr húsi farið svo út á röltið að breima.
Og ég heyri ykkur spyrja í vantrú, hvernig ætlar drengurinn að lifa dýrtíðina?
Jú.
Eins asnalega og það kann að hljóma fyrir ykkur;
Rokk og ról!
Ég er búinn að átta mig á því að ég þarf ekki að bakbrjóta mig daglega til þess að draga andann. Ég get lifað þægilegu lífi án áhyggja ef ég beini mér á réttar brautir.
Og ég er kominn með regluleg gigg sem ættu að borga nóg til þess að fóða mig og kisurnar mánaðamóta á milli án þess að ég þurfi að leggja á mig einhverja streitu og stresstengda sjúkdóma.
Maður þarf ekki að taka þátt í vitleysunni til þess að lifa hana af - og kemst enginn úr þessari veröld á lífi, svo mikið er víst. Ég verð kannski ekki ríkur á meðan, en fuck; ég verð hamingjusamur og áhyggjulaus og mér er það miklu dýrmætara en skotsilfur.
20.5.2008 | 17:43
Enn heldur áróðurinn áfram.
Vissulega má taka undir það sjónarmið að verðlag hérlendis sé ekki almenningi til hagsbóta, en hvað er við því að gera? Ganga Fjórða Ríkinu á hönd og þá verður allt betra þegar hún vra er komin heim?
Ég held ekki.
Verðbólga er ekki óþekkt innan EU. Í mörgum aðildarríkjum er verðbólga á svipuðu róli og hérlendis. Þar ber sérstaklega að nefna Eystrasaltslöndin
Í mörgum ríkjum innan EU hækkaði vöruverð við upptöku vrunnar. Meðal annars hækkaði verðlag víða tvöfalt í Hollandi við upptöku vru í stað Gyllinis.
Það sem ber að athuga fyrst og fremst hérlendis eru að mínu mati fimm atriði:
Of margir milliliðir í innflutningi.
Háir tollar.
Háir skattar.
Lélegt samkeppniseftirlit.
Léleg neytendasamtök.
Ekki láta þennan hræðsluáróður glepja ykkur.
Það verður ekkert betra við að sagt verði 'zimzalabimm og júró!'.
Íslendingar þurfa sjálfir að taka til í sínum eigin heimagarði og stjórnmálamenn að axla ábyrgð á þeirri óstjórn sem hér er.
Það gerir það enginn annar fyrir okkur.
86. gr (Almennra hegningarlaga). Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.5.2008 | 13:33
Complete Control.
Ég var að bæta inn lagi hérna til hægri.
Complete Control e. The Clash.
Ég vil tileinka þetta lag öllum þeim sem eru hlynntir því að vera fjarstýrt, til að mynda frá Brussels.
They said release remote control
But we didnt want it on the label
They said, fly to amsterdam
The people laughed but the press went mad
Ooh ooh ooh someones really smart
Ooh ooh ooh complete control, thats a laugh
On the last tour my mates couldnt get in
Id open up the back door but theyd get run out again
At every hotel we was met by the law
Come for the party - come to make sure!
Ooh ooh ooh have we done something wrong?
Ooh ooh ooh complete control, even over this song
They said wed be artistically free
When we signed that bit of paper
They meant lets make a lotsa mon-ee
An worry about it later
Ooh ooh ooh Ill never understand
Ooh ooh ooh complete control - lemme see your other hand!
All over the news spread fast
Theyre dirty, theyre filthy
They aint gonna last!
This is joe public speaking
Im controlled in the body, controlled in the mind
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)