Enn heldur áróðurinn áfram.

Vissulega má taka undir það sjónarmið að verðlag hérlendis sé ekki almenningi til hagsbóta, en hvað er við því að gera? Ganga Fjórða Ríkinu á hönd og þá verður allt betra þegar hún €vra er komin heim?

Ég held ekki.

Verðbólga er ekki óþekkt innan  EU. Í mörgum aðildarríkjum er verðbólga á svipuðu róli og hérlendis. Þar ber sérstaklega að nefna Eystrasaltslöndin

Í mörgum ríkjum innan EU hækkaði vöruverð við upptöku €vrunnar. Meðal annars hækkaði verðlag víða tvöfalt í Hollandi við upptöku €vru í stað Gyllinis.

Það sem ber að athuga fyrst og fremst hérlendis eru að mínu mati fimm atriði:

Of margir milliliðir í innflutningi.

Háir tollar.

Háir skattar. 

Lélegt samkeppniseftirlit.

Léleg neytendasamtök.



Ekki láta þennan hræðsluáróður glepja ykkur.
Það verður ekkert  betra við að sagt verði 'zimzalabimm og  júró!'.

Íslendingar þurfa sjálfir að taka til í sínum eigin heimagarði og stjórnmálamenn að axla ábyrgð á þeirri óstjórn sem hér er.
Það gerir það enginn annar fyrir okkur.



86. gr (Almennra hegningarlaga).
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he he haltu áfram að berja hausnum við steininn... stingdu hausnum í sandinn og svo framvegis...  Þessar tölur skipta fólk miklu meira máli ein eitthvað fullveldiskjaftæði og stolt.

Óskar Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Krónur, verðlag, kaupmáttur.

Rétt Einar, þessi þjóð er fullfær um að bjarga sér sjálf. Rangar áherslur er ein ástæðan fyrir háu matarverði. Við leggjum allt kapp á að fá sem ódýrast drasl, eins og síma, leikjatölvur, cd og annan "óþarfa ", en sættum okkur við að punga út fyrir nauðsynjum á meðan.

Ég bjó á Englandi lengi og sá þar aðra aðferð.  Matvæli eru tiltölulega ódýr, (miðað við kaupmátt), en draslið er dýrt. Bílar, bensín, tryggingar, ýmislegt sem við viljum leggja áherslu á er fokdýrt.

En ef þú vilt sleppa því, þá ertu ekkert að þurfa yfirdráttarlán til að kaupa í matinn. Nei, að ganga í ESB væru landráð.

Við liggjum á dýrmætustu söluvöru í heimi. Vatni.

Við höfum ótrúlega möguleika á sviði orku og eldsneytis, gætum verið sjálfbær með það .

Að selja / gefa þessa möguleika væru stórkostleg svik við framtíðina

Því það er varla nokkur svo einfaldur að halda að við fáum einhverju ráðið um þetta, ef við göngum í ESB? Mér er alveg sama hvað Brüsselbáknið segir, þetta verður alltaf spillt, sjálfhverft og stýrt af peningavaldinu. Eins og komið hefur fram, ef ESB væri land að sækja um aðild að ESB, þá væri það ekki gjaldgegnt, sökum ólýðræðislegra stjórnunarhátta. FRIÐUR ( á okkar eigin forsendum )

Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Gulli litli

madur telst til fagfjárfesta ef madur kaupir kjúkling á Íslandi...thad er eitthvad bogid vid thetta er thad ekki??

Gulli litli, 20.5.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jú að sjálfsögðu er dýrt hérna á Íslandi. Það breytir því ekki að við bjuggum þetta vandamál til og við getum leyst það, án þess að ganga í EU.

Óskar minn, ég bið að heilsa hinum Quislingunum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.5.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, sumir þingmenn Samfylkingar hafa talað um að ef við göngum í ESB lækki tollar á innflutt matvæli - en þeir eru í ríkisstjórn og hafa tök á að lækka tollana án þess að ganga í sambandið. Hvernig væri bara að lækka tollana og vera hress?

Falleg hjá þér tilvitnunin þarna síðast. Tók sig upp gamalt bros.

Ingvar Valgeirsson, 21.5.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Gott að vita það Óskar, að ekki bara lítir þú á fullveldið sem söluvöru, heldur stolt þitt líka! Það er það sem ég segi, Evrópumellur, að þið getið selt á ykkur rassgatið ef þið viljið, gerið það bara ekki hér. Ef Lýðveldið Ísland er ekki nógu gott fyrir ykkur getið þið bara farið.

Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband