26.5.2008 | 12:50
Freiheit.
Já elskurnar mínar. Ég er frjáls eins og fuglinn.
Ég er að hætta í dagvinnunni minni, sem þýðir að ég þurfi ekki framar að vakna eldsnemma á morgnana og brölta í strætóskýli og borga tæpan þrjúhundruð kall fyrir far sem er lengi á leiðinni - far sem aðrir fá frítt, greitt af skattpeningum okkar.
Ég verð væntanlega ekki útkeyrður alla daga og að drepast úr þreytu, ég get því malað og teygt mig þangað til að ég nenni útúr húsi farið svo út á röltið að breima.
Og ég heyri ykkur spyrja í vantrú, hvernig ætlar drengurinn að lifa dýrtíðina?
Jú.
Eins asnalega og það kann að hljóma fyrir ykkur;
Rokk og ról!
Ég er búinn að átta mig á því að ég þarf ekki að bakbrjóta mig daglega til þess að draga andann. Ég get lifað þægilegu lífi án áhyggja ef ég beini mér á réttar brautir.
Og ég er kominn með regluleg gigg sem ættu að borga nóg til þess að fóða mig og kisurnar mánaðamóta á milli án þess að ég þurfi að leggja á mig einhverja streitu og stresstengda sjúkdóma.
Maður þarf ekki að taka þátt í vitleysunni til þess að lifa hana af - og kemst enginn úr þessari veröld á lífi, svo mikið er víst. Ég verð kannski ekki ríkur á meðan, en fuck; ég verð hamingjusamur og áhyggjulaus og mér er það miklu dýrmætara en skotsilfur.
23.5.2008 | 14:23
Gaman að því.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 11:46
Lítið ljóð en gagnrýnið.
Skrifað á öldurhúsi eftir fótboltaleik.
Fjandinn!
-er ekki til.
en hann eigi ykkur
alla sem einn,
allar sem eina,
öll sem eitt
-sem finnið ekkert
betra en fótbolta
að ræða á barnum á miðvikudagskvöldi.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2008 | 10:29
Útlitsgreining...
Ég er ekki ósáttur við að sjá Mailer, de Funes og Barrymore þarna, enda eintómir snigglingar, þó þeir séu nú kannski ekki beint líkir mér útlitslega, en ég skil ekki alveg þetta með Baryshnikov þar sem við erum ekkert líkir og ég ekki góður dansari...
...er eiginlega sama um hina.
Vil samt taka það fram að ég hef alltaf verið meira cool en Jon BonJovi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2008 | 11:58
Kviksyndi
Það er erfitt að toppa textagerð David Bowie. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé flestum um megn. Einhvernvegin virðist manninum vera einkar lagið að semja merkingarfulla og magnþrungna texta og oft þá allra bestu þegar hann var uppá sitt beyglaðasta og í allsvakalegri neyslu. Þetta sýnir sig fyrir mér sérstaklega á plötunum Hunky Dory, Low, Lodger, Heroes og Scary Monsters & (Super Creeps), en þessar plötur eru 5 bestu plötur Bowie að mínu mati.
Undanfarna daga er ég búinn að vera að hlusta á Hunky Dory og þar leynast ótrúlega góðir textar, sérstaklega þegar hugsað er til þess að hann er rétt 24ra ára gamall þegar platan kemur út árið 1971. Platan inniheldur mörg ólík lög sem eiga það sameiginlegt að innihalda næst að óaðfinnanlega textagerð. Meðal laga má telja Changes, Oh you pretty things (sem er innblásið af Friedrich Nietzsche og Aleister Crowley- Gotta make way for the Homo Superior), The Bewlay Brothers (sem er hálf-sjálfsævisögulegt og inniheldur vísanir til bróður Bowies, Terry, sem þjáist af geðklofa) Life on Mars? og lagið sem ég hef póstað hér fyrir neðan, Quicksand.
Ég held að það sé fátt annað að segja um þetta lag og þessa plötu. Sjaldan eða aldrei hefur tónlist lýst því jafn vel, að vera handan góðs og ills.
I'm closer to the Golden Dawn
Immersed in Crowley's uniform of imagery
I'm living in a silent film
Portraying Himmler's sacred realm of dream reality
I'm frightened by the total goal
Drawing to the ragged hole
And I ain't got the power anymore
No I ain't got the power anymore
I'm the twisted name on Garbo*'s eyes
Living proof of Churchill's lies I'm destiny
I'm torn between the light and dark
Where others see their targets
Divine symmetry
Should I kiss the viper's fang
Or herald loud the death of Man
I'm sinking in the quicksand of my thought
And I ain't got the power anymore
Don't believe in yourself
Don't deceive with belief
Knowledge comes with death's release
I'm not a prophet or a stone age man
Just a mortal with the potential of a superman
I'm living on
I'm tethered to the logic of Homo Sapien
Can't take my eyes from the great salvation
Of bullshit faith
If I don't explain what you ought to know
You can tell me all about it on the next Bardo
I'm sinking in the quicksand of my thought
And I ain't got the power anymore.
*Mögulega er hér átt við Juan Pujol
Hrein snilld, að mínu mati.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2008 | 17:43
Enn heldur áróðurinn áfram.
Vissulega má taka undir það sjónarmið að verðlag hérlendis sé ekki almenningi til hagsbóta, en hvað er við því að gera? Ganga Fjórða Ríkinu á hönd og þá verður allt betra þegar hún vra er komin heim?
Ég held ekki.
Verðbólga er ekki óþekkt innan EU. Í mörgum aðildarríkjum er verðbólga á svipuðu róli og hérlendis. Þar ber sérstaklega að nefna Eystrasaltslöndin
Í mörgum ríkjum innan EU hækkaði vöruverð við upptöku vrunnar. Meðal annars hækkaði verðlag víða tvöfalt í Hollandi við upptöku vru í stað Gyllinis.
Það sem ber að athuga fyrst og fremst hérlendis eru að mínu mati fimm atriði:
Of margir milliliðir í innflutningi.
Háir tollar.
Háir skattar.
Lélegt samkeppniseftirlit.
Léleg neytendasamtök.
Ekki láta þennan hræðsluáróður glepja ykkur.
Það verður ekkert betra við að sagt verði 'zimzalabimm og júró!'.
Íslendingar þurfa sjálfir að taka til í sínum eigin heimagarði og stjórnmálamenn að axla ábyrgð á þeirri óstjórn sem hér er.
Það gerir það enginn annar fyrir okkur. 86. gr (Almennra hegningarlaga). Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
![]() |
Verð á mat 64% hærra en í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.5.2008 | 13:33
Complete Control.
Ég var að bæta inn lagi hérna til hægri.
Complete Control e. The Clash.
Ég vil tileinka þetta lag öllum þeim sem eru hlynntir því að vera fjarstýrt, til að mynda frá Brussels.
They said release remote control
But we didnt want it on the label
They said, fly to amsterdam
The people laughed but the press went mad
Ooh ooh ooh someones really smart
Ooh ooh ooh complete control, thats a laugh
On the last tour my mates couldnt get in
Id open up the back door but theyd get run out again
At every hotel we was met by the law
Come for the party - come to make sure!
Ooh ooh ooh have we done something wrong?
Ooh ooh ooh complete control, even over this song
They said wed be artistically free
When we signed that bit of paper
They meant lets make a lotsa mon-ee
An worry about it later
Ooh ooh ooh Ill never understand
Ooh ooh ooh complete control - lemme see your other hand!
All over the news spread fast
Theyre dirty, theyre filthy
They aint gonna last!
This is joe public speaking
Im controlled in the body, controlled in the mind
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2008 | 13:33
Mér er hugsað...
...til orða Thomasar Jefferson þegar hann reit "A little revolution now and then is a good thing; the tree of liberty must be refreshed from time to time with the blood of patriots and tyrants".
(Í bréfi til William Stephens Smith, 13/11/1787)
Þó ég vilji ekki að óska neinum dauða (nema kvótakerfinu og þeim Quislingum sem vilja ofurselja okkur Brussels), þá er alveg kominn tími til þess að við, hinar vinnandi stéttir Íslands rísum upp og minnum á að ríkisstarfsmenn, ríkisstjórnin, alþingi, lögreglan og allt heila bjúrókratið á að vera að VINNA FYRIR OKKUR. Ekki öfugt.
Það er kominn tími til þess að minna á að við sem eigum að hafa nægilegt vit til þess að láta smápeninga nægja mánaðamótanna á milli í landi með okurleiguverði (ég er með góðan samning þó), okurmatvælaverði (sem er hærra en í Noregi þó þeir hafi hærri laun) og hlægilegu benzínverði, höfum líka vit á því hvenær verið er að taka okkur ósmurt í óæðri endann að sódómískum sið yfirvalda og hástéttar og að við tökum þessu ekki þegjandi endalaust. (Þá er ég ekki að meina þá sem stunda sódómsku sér til skemmtunar og lífsfyllingar, heldur sífelldri niðurlægingu og nauðgun ríkisvaldsins á okkur og veskjum okkar).
ÞETTA ER LÍKA TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ MINNA BB OG GESTAPO Á AÐ RÍKISVALDIÐ EIGI AÐ ÓTTAST ÞEGNANA EN EKKI ÖFUGT.
Það er kominn tími til þess að minna á að við borgum fjandans gasbrúsann og að við höfum réttindi á mótmælum, réttinn til samsöfnuðar, rétt til þess að vera ekki laminn í klessu af lögreglumönnum, rétt til þess að HLÝÐA EKKI.
Við höfum rétt til þess að ákveða að fordæmi hverra við förum.
Þessara manna:
Eða þessara:
![]() |
Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2008 | 12:34
Írsk Hátíð.
Eins og ég hef minnst á áður, er ég áhugamaður um Írland og Írska menningu. Ég held að við sem höfum áhuga á Írskri menningu og þessu ættum að taka okkur leiguflug til Dublin og detta í það þar í stað þess að taka þátt í þessari fásinnu og þessu Stjórnarskrár og mannréttindabroti sem Akraneskaupstaður ætlar að fremja í eftiröpun frá Akureyri.
Þetta er náttúrulega eitthvað það asnalegasta sem heyrst hefur á Íslenskri grundu frá því að Samfylkingin setti síðast fram stefnuskrá sína.
Í alvöru? Er kaupstaðnum stætt á að fremja þetta heimskupar og útiloka fullorðið fólk sem hefur aldur til þess að drekka frá þessari hátíð eingöngu á grundvelli aldurs?
Ég myndi meina að þetta væri gróft brot á mannréttindum þessara einstaklinga, auk þess sem þau eru ekki hættuhópurinn á fjölskylduhátíðinni 'Írskum dögum'.
Ég hefði haldið að það væru frekar börnin sem væru í eftirdragi með blindfullum fjölskyldumeðlimum sem væru í hættu, ættu það á hættu að lenda í allskyns hættum Írskrar menningar eins og drykkju, söng og ljóðagerð.
Eru Írskir dagar fjölskylduhátíð? Stafar hættunni og ónæðinu algjörlega frá þessum fimm ára aldurshópi krakka frá 18-23? Fuck!?! Ég er 27 og ég get verið djöfulli leiðinlegur þegar ég er drukkinn og það sama á við um flesta vini mína. Damn. Eruð þið það vitlaus að halda því fram að þessi hópur sé sá sem er til vandræða? Þetta eru aldurstengdir fordómar. Ég þekki fullt af fólki yfir fimmtugu sem kann EKKERT með áfengi að fara og syngja hátt og falskt þegar þau eru komin í glas. Eigum við ekki að banna þeim líka?
HAFIÐ ÞIÐ EITTHVAÐ VIT Á ÍRSKRI MENNINGU EÐA ÍRSKUM ÞJÓÐARARFI?
Smá glossary:
Cúchúlaínn.
Fyrst ber að nefna Cúchúlaínn sem er einskonar Egill Skallagrímssson þeirra Íra. Drepið alveg fullt af fólki frá blautu barnsbeini og barnaði margar konur fyrir fermingu. Drakk eins og svampur eftir það og hélt uppteknum hætti þar til einhver náði að drepa hann. Hann er þjóðhetja Kelta og á víst að rísa aftur.
Það er skemmst frá því að segja að hann hefur ekki komið aftur frá því að hann dó síðast, en það er allt í lagi. Hann og Jésú taka næstu rútu saman til baka.
And in the Euston Tavern you screamed it was your shout
But they wouldn't give you service so you kicked the windows out
They took you out into the street and kicked you in the brains
So you walked back in through a bolted door and did it all again
At the sick bed of Cuchulainn we'll kneel and say a prayer
And the ghosts are rattling at the door and the devil's in the chair (Shane MacGowan - the Sick bed of Cuchulaínn)
Brendan Behan.
Það á nú kannski vel við að minnast á eitt bestu skálda 20 aldarinnar.Brendan Behan í þessu samhengi fjölskylduhátíða. Sagan segir að þegar Behan var 8 ára hafi gömul kona sagt við hann þar sem hann var á gangi ásamt
ömmu sinni eftir gott fyllerý: "Að sjá barnið afmyndað svona". Amma Behan svaraði í snatri " Hann er ekkert afmyndaður, hann er bara fullur!".
Brendan Behan var í fangelsi stóran hluta unglingsára sinna vegna hlutdeildar í sprengjugerð fyrir IRA.
It's not that the Irish are cynical. It's rather that they have a wonderful lack of respect for everything and everybody. B.Behan.
Eitt sinn var Behan á gangi á O'Connell Street í Dublin þar sem hann hitti Tommy O'Reilly. Oreilly var mjög hissa að sjá ekki hóbóinn vin sinn heldur mjög snyrtilega klæddan Behan í Armanifötum og með silkiklút. "Himnarnir opnist, Behan" Sagði O'Reilly, " Ertu alveg hættur að drekka?"
"NEI!" svaraði Brendan "Ég hef gengið til liðs við Alcoholics Anonym og drekk því undir dulnefni!!"
Shane MacGowan.
Shane Patrick Lysaight MacGowan er flestum tónlistarspekúlöntum þekktur sem söngvari the Pogues, maðurinn með fornaldartennurnar.
Þessi undurfagra sál sem lifir undir hrjúfu yfirborðinu hefur látið margar perlurnar streima úr penna sínum eins og 'Streams of Whiskey' og 'Boys From the County Hell' en það eru færri sem vita að hann er brottfluttur Íri. Þ.e. meirihluta ævi sinnar hefur hann eytt í London og nærsveitum. Það breytir því alls ekki að þegar hann var fjögurra ára gamall var hann í sveit á Írlandi hjá ömmu sinni og móðursystur og fleirum og gaf móðursystir hans honum fyrsta hálfpottinn af Guinness þegar hann var þessara fjögurra vetra. Hún gaf honum líka sígarettur og tók af honum loforð um að Shane skyldi aldrei dýrka djöfulinn.
'On the first day of March it was raining, it was raining more than anything, I've ever seen.
Stay on the other side of the road, cause you could never tell. We thirst like a gang of devils -
Af MacGowan er það helst að frétta að hann er ennþá fullur, en stefnir á að fara í fyrsta skipti til tannlæknis á komandi mánuðum.
Ég held ég endi þetta með seinni hluta af upprunalegum texta Írska þjóðlagsins 'Lanigans Ball'.
Það er um slagsmál og fyllerí á jarðarför.
Six long months I spent up in Dublin, Six long months doing nothing at all,
Six long months I spent up in Dublin, Learning to dance for Lanigan's Ball.
She stepped out and I stepped in again, I stepped out and she stepped in again,
She stepped out and I stepped in again, Learning new steps for Lanigan's Ball.
The boys were merry, the girls all hearty
Dancing around in couples and groups,
An accident happened, young Terrance McCarthy
He put his foot through miss Finnerty's hoops.
The craythur she fainted, and roared, "Bloody Murder,"
Sent for her brothers and gathered them all.
Carmody swore he'd go no further
'Til he had revenge at Lanigan's Ball.
In the midst of the row miss Kerrigan fainted,
Her cheeks at the time as red as a rose.
Some of the lads declared she was painted,
She took a small drop too much, I suppose.
Her sweetheart, Ned Morgan, so powerful and able,
When he saw his colleen stretched out by the wall,
Tore the left leg from under the table
And smashed all the Chaneys at Lanigan's Ball.
Boys, oh boys, 'twas then there were runctions.
I got a kick from big Phelim McHugh.
I soon replied to his introduction
And kicked up a terrible hullabaloo.
Casey, the piper, was near being strangled.
Squeezed up his pipes, chanters and all.
The girls and boys they got all entangled
And that put an end to Lanigan's Ball.
(Þess ber að geta að Brooks Acadamy er fangelsi í Dublin)
OG þið hálfvitarnir sem ætlðuðuð að kalla þetta fjölskylduhátíð, ég skora á ykkur að gera þetta þá að ÍRSKRI fjölskylduhátíð með fullum smápöttum að detta um útum allt.
Eða jafnvel ekki. Hvernig væri að leyfa fullorðnu fólki að mæta og SKEMMTA SÉR Á LÖGLEGAN MÁTA?
Til skipuleggjenda þessarar hátíðar og menningarmála og safnanefnd Akraneskaupstaðar vil ég segja:
![]() |
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2008 | 20:04
Geburt einer Nation
Hér er myndband hljómsveitarinnar Laibach með sérstakri útsetningu á 'One Vision' eftir Queen.
Þetta hlýtur að teljast einhver mesta snilld ever.
Hvað finnst ykkur?