23.4.2008 | 11:03
...Jæja strákar mínir!
Sko, ég er ekki sammála aðferðum bílstjóranna, en þeir eru þó almennt með friðsæl mótmæli, en ekki óeirðir...
...sem réttlætir að sjálfsögðu það að óeirðalögreglan sé mætt á staðin, tilbúin að hleypa öllu í bál og brand ef þess þarf.
Ég held að við Íslendingar ættum að vara okkur á fasískum tilhneygingum stjórnvalda, þá sérstaklega Björns Bjarnasonar og hans undirmanna, Heinrichs Stefáns Eiríksonar og félaga...
Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að löggur er menn eins og hverjir aðrir, en þeim hefur oft verið innrættur einhverskonar fasismi sem felst í því að þeir eigi að vernda ríkisvaldið fyrir borgurunum, og það er ver.
Ágætur ungur maður lenti eimmitt í því að vera handtekinn af þessum annars ágætu verndurum og þjónum íslensku þjóðarinnar fyrir að spyrja þá að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur; 'strákar, finnst ykkur þið ekki líta út eins og fasistar íklæddir óeirðabúningum á friðartíma?'
Svarið sem hann fékk var bensli og sekt uppá 10.000 kr...
...sem ég mun alltaf neita að borga.
![]() |
Hóta kylfum og táragasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 16:44
Hmmm...
...ætli þessi gæi sé eitthvað skildur mér?
Gæti alveg séð sjálfan mig missa mig vegna svona tafa, þó þær eigi að vera í hag almennings eru þær að bitna á röngum aðilum.
Hvað ef þarf að flytja slasað eða mikið veikt fólk á spítala?
Hvað ef einhver þyrfti að fara með mikið veikt barn uppá bráðamóttöku?
Á það bara að vera rólegt og hinkra með það þangað til að vörubílsstjórarnir eru búnir að þvælast fyrir þeim sem síst skyldi?
![]() |
Missti stjórn á skapi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 14:54
Ég vil tileinka þetta myndband...
...Karli Sigurbjörnssyni, Birni Bjarnasyni Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum, Snorra í Betel, Jóni Val Jenssyni og öllum þeim sem telja að Íslendingar séu Kristin þjóð og vilja setja Kristin íhaldslög í ætt við Sharyalög, sem eru aðeins til hægri við Genghis Khan.*
*Meirihluti Íslendinga eru Kristnir á einhvern máta eða telja sig til Kristinna. Hinsvegar er óhæfa að segja að Íslendingar séu Kristin þjóð, því þá eru þeir sem ekki eru Kristnir ekki Íslendingar. Því var Ingólfur Arnarson ekki Íslendingur smkv. Birni Bjarnasyni og Karli Sigurbjörnssyni.
Núna er það bara málið að finna jafn gott myndband um Íslam, sem sökkar alveg jafn mikið.
22.4.2008 | 10:53
Fyrir nokkrum árum...
...var ég á námskeiði í grafískri uppsetningu.
Þá var farið í heimsókn til mbl.is og þeir kepptust við að fræða okkur um að þeir væru alltaf fyrstir með fréttirnar.
Nú er þetta búið að vera vitað af öllum bloggheimum síðan síðastliðinn fimmtudag...
...alltaf fyrstir með fréttirnar strákar!?!
Annars skil ég ekki þetta 'særandi' hugtak.
Mér þykir til að mynda mikið af því sem kemur fram í umræðu öfgafeminista særandi fyrir karlmenn yfir höfuð, en mér dytti ekki í hug að væla yfir því.
Mér þykir flest allt sem öfgatrúarpésar (sem ég hika núna við að nefna á nafn sökum þess að ég gæti verið krossfestur fyrir slíkan verknað) sem hampa páfagarði og segja alla þá sem fara ekki eftir pápískum reglum illa innrætta einstaklinga sem munu brenna í helvíti, mjög særandi fyrir alla þá sem eru ekki þrælar Páfagarðs, þar með mig og mína fjölskyldu. Ekki ætla ég að fara að gráta, sökum þess að ég virði málfrelsið og rétt þessara vanvita, rétt eins og annara, til þess að hafa sínar skoðanir.
Mér þykja margir hérna inni dónar, hálfvitar, hálfbakaðir laumufasistar og fífl, en ég ætla ekki að fara að væla yfir því.
Hví?
Jú. Því það að búa við frelsi er að taka á sig, ekki aðeins ábyrgð á eigin gjörðum og orðum, heldur líka að taka á sig umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra.
Ég umber þá skoðun öfgasinnaðra múslima að konur eigi að vera í búrkum, en þar sem ég er aðdáandi kvenna vil ég frekar sjá konurnar en tjöldin. Ég umber þá skoðun öfgakristinna manna að hommar og lesbíur séu ekki Jéhóva þóknanleg og brenni í Helvíti, en ég er raunsæjismaður og geri mér grein fyrir því að það er ekkert til sem heitir Jéhóví eða Helvíti og hlæ því bara að svona heimskulegum skoðunum.
Hinsvegar er það svo þegar fólk er farið að beita ofbeldi eins og hin fjölmörgu dæmi utanúr heimi sýna, með bæði múslima, kristna, kommúnista, fasista og... alskonar kreddupakk, að þegar slíkt fólk er farið að brjóta á réttindum annara til friðhelgis, frelsis, ákvörðunarréttar yfir eigin líkama og eigum og tjáningar þá erum við komin á hættulegar slóðir.
Viljum við leyfa ofbeldi í skjóli trúar? Ég er ekki að tala um nein trúarbrögð sérstaklega, en á meðal dýrkenda guðs Abrahams hafa fundist fjölmörg dæmi um ofbeldi undanfarin ár.
Viljum við sæmdarmorð á Íslandi?
Viljum við að það sé löglegt að berja homma á Íslandi?
Ég er á móti trúarfasisma.
Mér er sama hvort hann kemur frá Færeyjum eða Íran.
Og særandi er afstætt hugtak. Ég skil ekki hversvegna stórir hópar fólks eiga að móðgast yfir skrifum eins til tveggja einstaklinga. Ég myndi skilja þetta ef um einstakling væri að ræða, sbr gæti ég séð Egil Helgason móðgast yfir því sem ég skrifaði um hann í síðustu viku, en ég held að hann sé ekki að fara að krefjast þess að ég loki blogginu mínu vegna skoðanna minna á skoðunum hans á Bréfum til Láru.
Við lifum í frjálsu landi og það verða trúarfasistar af öllum tegundum að sætta sig við.
Sorry, það er bara svo.
Og munið svo börnin góð að óvinir óvina okkar eru ekki alltaf vinir okkar.
![]() |
Óánægja með lokun umdeilds bloggs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 15:53
Fyrir þá sem vilja ganga í ESB...
...vil ég benda á skemmtilegan and-Euro þingmann frá Bretlandi, Nigel Farage.
Hérna bendir hann á skemmtilega aðila innan evrópuráðsins.
Ég myndi í það minnsta hugsa mig um þrisvar áður en ég keypti notaðan bíl af nokkrum þeirra sem hann minnist á.
21.4.2008 | 10:59
Og vandamálið er...?
Nú hef ég oftar en ekki verið sakaður um að vera ölkær þó ég geti alltaf eins og allir aðrir bent á einhvern verri. En ég fæ mér reglulega 1-3 kollur eftir vinnu og kem mér svo bara heim. (ekki daglega þó, en 2-4 sinnum í viku)
Eins reyki ég. Að meðaltali 1 pakka á dag, en það er annars eðlis.
Ég drekk til þess að... hmm...
...mér finnst stout bjór góður, svo ég drekk hann væntanlega þess vegna.
En ég þekki fólk sem drekkur til þess að gleyma. Það er einatt fólkið sem drekkur óhóflega.
Er þetta ekki bara þjóðráð? Drekktu 2-5 á dag og ætlunarverkið tekst að lokum...?
Það væri frekar tilgangslaust að drekka til þess að gleyma ef það virkaði svo ekki.
Annars dettur mér í hug annar vinkill á þessa frétt.
Hversvegna greinast drykkjumennirnir fyrr en aðrir? Vegna þess að þeir líða fyrir sjúkdóminn fyrr, eða fara þeir fyrr til læknis... (Læknir, ég gleymdi lifrinni minni einhverstaðar, þaddna... já... hvar er ég aftur?)
Annars er ég bara hress og lítið að gera í vinnuni.
Best að skella sér í sígó og hugleiða hvað lífið væri leiðinlegt ef ég gleypti upp allar þessar viðvaranir.
Ég vil ekki verða of mikil byrgði of lengi sem gamalmenni (þótt ættirnar mínar lifi oftast ti níræðs í tilfellum karlmanna og tíræðs í tilfellum kvenna) og ætla því að stytta mér systematískt aldur með reykingum og óhollri skemmtan hverskonar, kjötáti, öldrykkju og lífsnautnum til þess að börnin mín ófæddu drukkni ekki í sköttum þegar að því kemur.
![]() |
Drykkja flýtir fyrir Alzheimer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 10:42
İOy Dios Mio!
¿Como en la mierda...
Ég meina... hvernig í fj... dettur nokkrum í hug að kjósa kaþólskan kommúnista í forsetastól...?
Nú er ég ekki að setja útá störf Fernandos Lugo fyrir fátæka, en ég á erfitt með að treysta mönnum sem játa trú sem er eins heit og Rómversk Kaþólsk trú fyrir málum sem eru ekki geistleg heldur veraldleg. Ég á ennþá erfiðara með að treysta mönnum sem hafa lýst yfir dálæti á Hugo Chavez, rauðliðanum hressa frá Venezuela...
...en það er ekki aðalvandamálið.
Þósvo að Lugo hafi eimmitt gert sitt besta til þess að færast frá stereotýpískum lýðskrumsstjórnmálamönnum Suður Ameríku (en samy lýst yfir dálæti á Chavez (¿WTF?)) þá brýtur hann í bága við 235 gr. Stjórnarskrár Paraguay sem segir að enginn smurður/vígður/innlimaður prestur nokkurra trúarbragða geti haldið veraldlegri stöðu sem kosið er um þarlendis og Jósef Benedikt Ratzinger Páfagaukur neitaði að taka við afsögn Fernandos, þósvo að honum sé aftur á móti meinað að stunda geistlega klerkavinnu, þá tilheyrir hann ennþá stétt hinna innlimuðu...
Ég þekki reyndar ekki forsendurnar fyrir áðurnefndri stjórnarskrárgrein, og er ekki viss um hvort að hún stangist á við mínar hugsjónir um frelsi og jafnrétti meðal manna (jafnvel þó þeir trúi á ímyndaðan kall uppá skýi), eða sé það skynsamlegasta sem ég hef heyrt frá S-Amerískum stjórnmálum fram til þessa.
Verður væntanlega athyglisvert að fylgjast með þessu.
![]() |
Biskup kjörinn forseti Paragvæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2008 | 13:41
Í minningu frænda og vinar.
"Never take your loved ones for granted: they
could be gone tomorrow"
At times we may fall, like we all tend to do but I'll reach out and find that
I've run into you, your strength is the power that carried me through, forever.
Your kindness for weakness I never mistook, I worried you often,
yet you understood that life is so fleeting, these troubles won't last forever.
Inspired me truly you did from the start to not be afraid and to follow my heart
-there's a piece of you with me they can't tear apart, forever.
Forever I'll find you, forever we'll be.
Forever your power and strength stays with me.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 09:27
Já...
...þar sem ég er rauðhærður og var því vitlaus unglingur get ég tekið undir það með Agli að það getur verið alveg rétt að rauðhærðir unglingar séu kannski eilítið vitlausari en aðrir unglingar, en ég ætla ekkert að segja um aðra.
Ég ætla þó að vona að við rauðhausarnir séum ekki allir vitlausir, leiðinlegir, smekklausir, uppivöðslusamir og umfram allt stjórnmálalega fatlaðir þegar komið er á Egils aldur.
En það er ekkert sem afsakar það að vera smekklaus hálfviti með ÖMURLEGAN bókmenntasmekk eins og Egill Helgason.
Egill, "Bréf til Láru" eftir Þórberg frænda minn er miklu betri heldur en nokkurt að því sjálfumglaða slefi sem þú ælir yfir samlanda þína vikulega, og 1000 sinnum betra heldur en nokkuð sem þú hefur afrekað að rita á blað, nokkurntíman.
Ég held að svona gagnrýnendatittir sem hafa ekkert gefið út af viti sjálfir ættu að vara sig þegar farið er út í verk einlægasta rithöfundar Íslands. Sérstaklega þegar til þess er litið að Egill er Laxness aðdáandi, og Laxness var ofmetið skrípi sem kunni ekki að skrifa á Íslensku og að það er þjóðinni til skammar sem og öllum norrænum löndum að hann skuli hafa fengið Nóbelinn þar sem það þótti ekki nógu pólítískt kórrétt á sínum tíma að yfirlýstur Nazisti eins og Gunnar fengi svíagullið.
Annars er ég bara hress.
![]() |
Óvarleg alhæfing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.4.2008 | 11:07
Jæja...
Þó að ég elski málfrelsið og í staðin fyrir að tala bara um það eins og flestir landar mínir sé ég tilbúinn að berjast fyrir það, þá stingur talsvert í augun að það sé ekkert mál að blogga um þetta, en svo var einhver þjósár Davið Beckham aðdáandi þarna uppi á Mbl.is sem lokaði á bloggmöguleikann um frétt af honum...
...hérna er tragísk frétt af raunum 17 ára stúlku sem ekki er sviðsljósmanneskja eins og fyrrnefndur Davíð Bekkskinka og er væntanlega bara ósköp venjuleg manneskja á viðkvæmu æviskeiði og hvorki við né hún þurfum á saurstorminum sem bloggheimar munu ausa yfir þessa frétt að halda.
Ég tek því undir með Hebba bloggvini mínum og er á móti bloggtengingum við svona fréttir.
![]() |
Ekki var brotið á stúlkunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |