...Jæja strákar mínir!

Sko, ég er ekki sammála aðferðum bílstjóranna, en þeir eru þó almennt með friðsæl mótmæli, en ekki óeirðir...

 

...sem réttlætir að sjálfsögðu það að óeirðalögreglan sé mætt á staðin, tilbúin að hleypa öllu í bál og brand ef þess þarf.

 

Ég held að við Íslendingar ættum að vara okkur á fasískum tilhneygingum stjórnvalda, þá sérstaklega Björns Bjarnasonar og hans undirmanna, Heinrichs Stefáns Eiríksonar og félaga...

 

Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að löggur er menn eins og hverjir aðrir, en þeim hefur oft verið innrættur einhverskonar fasismi sem felst í því að þeir eigi að vernda ríkisvaldið fyrir borgurunum, og það er ver.

Ágætur ungur maður lenti eimmitt í því að vera handtekinn af þessum annars ágætu verndurum og þjónum íslensku þjóðarinnar fyrir að spyrja þá að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur; 'strákar, finnst ykkur þið ekki líta út eins og fasistar íklæddir óeirðabúningum á friðartíma?'

Svarið sem hann fékk var bensli og sekt uppá 10.000 kr...

 

 

 

 

 

 

...sem ég mun alltaf neita að borga.Bandit


mbl.is Hóta kylfum og táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Að hvaða leiti eru þeir að vernda ríkisvaldið með þessu?

 Nei, þeir eru að vernda mig og þig, fólk sem vill fá að komast leiðar sinnar á eðlilegan máta.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 23.4.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jú, að vissu leiti get ég tekið undir það sjónarmið og ég er, eins og ég sagði, ekki sérstaklega hrifinn af né sammála aðgerðum eða mótmælum bílstjóranna, en það breytir því ekki að lögreglan hefur á undanförnum misserum sýnt auknar fasískar tilhneygingar gagnvart landanum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.4.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég mæli með því að þú gerir eins og ég, takir strætó.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.4.2008 kl. 11:17

4 identicon

Enda hafa mótmælin verið friðsamleg hingað til. En hver henti fyrsta steininum núna? Voru það ekki mótmælendur?

Maður hefur alveg fundið það undanfarið að mótmælendur hefðu ekkert haft á móti því að lenda í smá ryskingum við lögregluna, svona til að ná að safna samúð almennings. Lögreglan hefur fundið eins aðrir að harka er að færast í leikinn og þeir verða skiljanlega að búast til þess að takast á við það.  

Margret (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Varst þú á staðnum Margret?

Hefur þú annað en orð Lögreglunnar fyrir þessu? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.4.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bensli?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.4.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bensli eru ströppur einskonar, plastbönd sem lokast við að þrengja þau.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.4.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband