Og vandamálið er...?

Nú hef ég oftar en ekki verið sakaður um að vera ölkær þó ég geti alltaf eins og allir aðrir bent á einhvern verri. En ég fæ mér reglulega 1-3 kollur eftir vinnu og kem mér svo bara heim. (ekki daglega þó, en 2-4 sinnum í viku)

Eins reyki ég. Að meðaltali 1 pakka á dag, en það er annars eðlis.

Ég drekk til þess að... hmm...
...mér finnst stout bjór góður, svo ég drekk hann væntanlega þess vegna. 

En ég þekki fólk sem drekkur til þess að gleyma. Það er einatt fólkið sem drekkur óhóflega.

Er þetta ekki bara þjóðráð? Drekktu 2-5 á dag og ætlunarverkið tekst að lokum...?
Það væri frekar tilgangslaust að drekka til þess að gleyma ef það virkaði svo ekki.

 

 

Annars dettur mér í hug annar vinkill á þessa frétt.

Hversvegna greinast drykkjumennirnir fyrr en aðrir? Vegna þess að þeir líða fyrir sjúkdóminn fyrr, eða fara þeir fyrr til læknis... (Læknir, ég gleymdi lifrinni minni einhverstaðar, þaddna... já... hvar er ég aftur?) 

Annars er ég bara hress og lítið að gera í vinnuni.

Best að skella sér í sígó og hugleiða hvað lífið væri leiðinlegt ef ég gleypti upp allar þessar viðvaranir.
Ég vil ekki verða of mikil byrgði of lengi sem gamalmenni (þótt ættirnar mínar lifi oftast ti níræðs í tilfellum karlmanna og tíræðs í tilfellum kvenna) og ætla því að stytta mér systematískt aldur með reykingum og óhollri skemmtan hverskonar, kjötáti, öldrykkju og lífsnautnum til þess að börnin mín ófæddu drukkni ekki í sköttum þegar að því kemur.


mbl.is Drykkja flýtir fyrir Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst líka gott að fá mér einn til tvo bjóra á kvöldi, vandi mig á þetta í Danmörku.  Það er bara allt í lagi að mínu mati.  En það er líka eins og þú segir af því að það er bara notalegt að sitja í eldhúsinu með kertaljós og sinn elskulega og spjalla, og tæma eina kollu eða svo. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er einhleypur og bý einn, þannig að ég kíki á ógæfugáfumennasamsætisölhúsið Grand Rokk á Smiðjustíg.

Einn af fáum börum þar sem er næstum alltaf hægt að komast í góðar rökræður. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.4.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hehe.

Einar minn. Þetta var nú létt baun, en það er nett móðgandi þegar trúleysingjar eins og ég erum vændir um að þetta sé allt bara í nösunum á þeim. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.4.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband