Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.7.2007 | 13:46
Þegar siðferði er þröngvað uppá saklausa...
...gerast hlutir eins og þetta.
Þetta er mjög gott dæmi um rétttrúnað eins og ég hafði skrifað um í færslu fyrr í dag.
Brot gegn frelsinu. Brot gegn frjálsum eigin vilja einstaklinga.
Þetta er verra en orð fá lýst.
Fæstir sjálfbyrgjungar sem vilja nauðga sínum eigin skoðunum um lífið á alla aðra ganga þetta langt. En þetta er hættan við rétttrúnað.
![]() |
Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2007 | 10:02
Ég er svo aldeilis hneysklaður...
...á því að Lögreglan komist upp með að ryðjast inn á fullorðið fólk sem er bara að reyna að skemmta sér!
Hvað næst? Ef einhver feministi lýsir því yfir að endaþarmsmök séu ofbeldi gegn kvenkyninu í heild sinni og þau verða gerð ólögleg, mega einstaklingar þá búast við því að Rasslögregludeild rísi upp og ryðjist inn á fólk til þess að athuga hvort rétt gat sé ekki örugglega valið? (bæði hjá gagn og samkynhneigðum pörum.)
Mér skildist þegar ég öðlaðist sjálfræði 16 ára að aldri (sem var tekið af mér af bjúrókrötum skömmu seinna og veitt aftur þegar ég varð 18 ára, alltaf gaman að möppudýrum), að ég hefði þar með fullt frelsi yfir eigin gjörðum svo lengi sem þær gerðu ekki á hlut annarra. Ég hélt að það væri grundvallaratriði í lýðræðisríkjum að þegnarnir bæru sem mesta ábyrgð á sér sjálfir og á meðan að enginn hlyti skaða af, væri vart um glæpi að ræða.
En svona var ég barnalegur, að trúa því að við hefðum sjálfsákvörðunarrétt.
Svo er víst ekki í dag, á tímum bókstafstrúar pólitískrar réttsýnar.
Ég held að fæstir þeir siðgæðisverðir og postular sem boða slíka stefnu geri sér grein fyrir því hvaða fordæmi þeir eru að setja. Að þröngva sínu siðferði uppá aðra. Líkt og í hverri annarri nauðgun.
Þetta er sama hugarfar og einkennir öfgasinnaða Múslima og Kristna, sem vilja gjarnan skipta sér af þér meira en þú kannski vilt.
Móðir mín lenti eitt sinn í því í Suður Þýzkalandi að vera kölluð hóra af eldri konum í kaþólikkabúrkum, fyrir það eitt að vera íklædd hlýrabol í 35° hita.
Ég veit ekki til þess og efast stórlega um það að móðir mín hafi stundað slíka iðju, en hvað gaf þessum konum leyfi til þess að ráðast með slíkum dylgjum að móður minni (sem í minni bók er dýrlingur)? Jú. Rétttrúnaður.
Sami rétttrúnaður og gefur Íslömskum ofstopamönnum leyfi til þess að ráðast með ofbeldi á fólk sem er ekki Allah þóknanlegt. Sami rétttrúnaður og margir innan raða feminista halda úti með ofbeldi gegn löglegum rekstri, dylgjum gegn saklausu fólki (fólk eru jú saklaust til sekt er sönnuð, en rétt eins og hjá W. Bush er Habeas Corpus gleymt pólitísku rétttrúarfólki).Næst geta allskonar öfgatrúarhópar fengið að þröngva sínu siðferði upp á Íslendinga og þá verður þetta lýðræðisríki ekki upp á marga fiska
Annars getur líka verið að Vinstri-Grænir séu svona mikið á móti súlustöðum þar sem súlurnar eru úr áli...
![]() |
Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2007 | 18:30
Joðið.
Faðir minn hváði fyrir skömmu þegar hann rak dökkbrún augun í öftustu síðu Blaðsins, þar sem vitnað var í síðustu færslu þessa bloggs.
Þannig er málinu farið að joðið er tilvísun í vef og sviðsnafn sem ég hef notað í nokkur ár; Jimy (samansett úr tveimur uppáhalds gítarista minna, Jimmy Page og Jimi Hendrix).
Guðjón Zatan, einn minna kærustu vina, segir mig safna skammstöfunum eftir hentugleika, sem er ekki fjarri, enda JEVBM ágæt leng, þó lengi megi á sig blómum bæta.
Skondið samt að vera birtur svona í leyfisleysi, þó svo ég geri mér grein fyrir því að einhverstaðar í smáu letri hafi örugglega verið klausa um að vitna megi í bloggið af alls kyns spámönnum og konum sem í hreinni aðdáun á orðfærni minni vilja rífa orð mín úr samhengi og láta mig líta út fyrir að vera, til að mynda, forhertur kynþáttahatari eða karlremba.
Sem betur fer er fólk sem þekkir mig betur en svo og gerir sér grein fyrir því að ég er hvers manns hugljúfi og því sem næst fordómalaus - en hver sá sem segist algjörlega fordómalaus hlýtur að teljast hræsnari, því við höfum öll okkar fordóma hvort sem þeir teljast til jákvæðra fordóma (dæmi: allir svertingjar kunna að dansa og asíubúar eru góðir í stærðfræði) eður neikvæðra (dæmi: Austur Evrópubúar stunda allir vændi, þamba vodka og eru kommúnistar).
Ef ekki væri fyrir það fólk sem skilur mig betur en þeir sem ætla að ég sé illa innrætt manneskja, held ég að ég væri ekki að þessu (en reyndar nýt ég talsverðra vinsælda annarstaðar á vefnum sem pistlahöfundur og rökræðufíkill) þar sem nafnlausar árásir þrífast á netinu - frá heiglum sem ekki hafa í sér manndóm - eða í tilviki feminista kvendóm - til þess að koma fram undir nafni og standa við orð sín.
Þeir sem hafa "blaðað" í gegnum færslur mínar hér á þessu annars ágæta Moggabloggi hafa vonandi lesið næst fyrstu færsluna hér sem birtist undir titilinum "Hugleiðing um Frelsið".
Sú grein ber rök fyrir mínum stjórnmálaskoðunum sem líkjast helst skynsamlegum anarkisma - miðju frjálshyggja.
Ég vil biðja þá sem móðgast og kippa sér upp yfir gífuryrðum mínum að lesa þá grein til þess að skilja hvað ég er að fara.
Nú þegar ég er búinn að koma þessu frá mér vil ég segja:
Lögleiðum eiturlyf, vændi, súludans, klám og reykingar á stöðum í einkaeign (svo lengi sem eigandinn vill það).
Bönnum hræsni, ofbeldi og glæpamannaframleiðslu ríkisins.
25.6.2007 | 10:03
Stórtap fyrir kynfrelsið í landinu.
Ef ég kýs að dansa fyrir konuna mína verð ég núna að bjóða nágrönnum mínum eða hennar í heimsókn. Það má ekkert svona einka...
(Bara spaug)
Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta á að vera rosalega gott fyrir konurnar í landinu, en erum við ekki að hefta frelsi þeirra með þessu? Væri það ekki konum frekar í hag að hafa þetta val? Eigum við ekki bara að stíga skrefið til fulls og klæða þær í Búrkur og banna þeim að fara úr húsi?
Górillu-Feministar, þið eruð Talebanar á öfugum forsendum.
Hver sá sem styður konur, jafnrétti og kynfrelsi styður klám en ofbýður ofbeldi og með því að þrýsta því neðanjarðar verður til meira ofbeldi.
Þið hafið búið til nýjan glæpavettvang.
Til hamingju.
![]() |
Einkadansinn líður undir lok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2007 | 14:35
Ég veitekki...
Ég leyfi mér að stórefast um að þetta komi til með að virka.
Hef litla trú á bönnum...
En.
Ég vona það bara þeirra vegna og barnanna sérstaklega að þetta komi til með að skila góðum niðurstöðum.
![]() |
Áfengi og klám bannað á svæðum ástralskra frumbyggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2007 | 10:01
Til hamingju stelpur.
Þá er það bara að fara að einbeita sér að jafnrétti kynjanna "þriggja"... kk, kvk og transgendera, en ekki bara því að mála allt bleikt.
Persónulega ofbýður mér yfirborðshyggjan sem er í gangi í þjóðfélaginu og að launamunur sé oftar en ekki byggður á yfirborðslegum þáttum í stað þess að byggja hann á raunverulegri hæfni einstaklinga.
Ég er lítill, ljós og loðinn eins og einhver orðaði það og er líka brosmildur (á stundum) á því von á því að hafa lægri laun en helmingi heimskari fúllyndur dökkhærður sláni fyrir sömu vinnu. I feel your pain! Ég skal berjast gegn þessu með ykkur fram til síðasta blóðdropa og styðja jafnrétti framar öllu.
En að ég fari að kjósa einhvern á forsendum kyns eða kynferðis gerist ekki á næstunni.
Fyrir utan það.
Elska ykkur flestar.
Til hamingju með daginn.
![]() |
Málum bæinn bleikan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2007 | 12:45
Er þetta ekki frekar seint í rassinn gripið?
... það eru mjög takmarkaðar líkur á því að hætt verði við úr þessu.
Mig langar líka að vita með hvernig fararskjótum þetta fólk komst austur, hvort það á yfir höfuð einhvern tæknibúnað og hvort sá hátæknibúnaður sé unninn úr tilhoggnum steini, tréi og mold, hvort þetta fólk sé hlynnt frekari losun á gróðurhúsalofttegundum vegna kolavirkjanna sem nýttar yrðu til þess að starfrækja slíkt álver erlendis (nema ef um kjarnorku væri að ræða) og hvort þau hafi yfir höfuð nokkrar aðrar lausnir í atvinnumálum á Austurlandi?
Ég held að þetta sé klassískt dæmi um einhverskonar einsmálefniskommúnisma sem einfaldlega meikar ekkert sens og þegar fólkið sem er yfirleitt vænstu aðilar -en kannski ekki skörpustu tólin í skúrnum - er ynnt eftir svörum um ástæður þessara alheimbjörgunar-hvalavinaskoðana sinna kemur maður að tómari kofa en hjá hollvinasamtökum al-Qaída í NYC...
![]() |
Mótmælendur við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2007 | 09:06
Klassískt dæmi...
...um galla þess kerfis sem nú er búað við og það að stríðið gegn fíkniefnum er ekki að virka.
Hversvegna ekki?
Jú. Sökum þess að;
a) Fíkniefnaneytendum fjölgar og það er ekki vegna þess að við erum að verða verra fólk heldur vegna þess að neðanjarðarstarfsemin sem af banninu stafar setur þetta í hendurnar á óvönduðum einstaklingum sem selja börnum.
b) Verðið heldur áfram að pumpast upp á meðan lögreglan heldur aðgerðum sínum áfram (framboð/eftirspurn) og það kemur niður á neytendum sem sökkva sér dýpra í skuldir, afbrot og jafnvel smygl til að bjarga eigin skinni.
c) Fjármagnið sem er í þessu neðanjarðarhagkerfi er allt á höndum stórglæpamanna í stað þess að vera í höndum annað hvort löglegra einkaaðila eða ríkisvaldsins (sem væri vænlegra til að byrja með) og því koma engar skatttekjur af þessu, skatttekjur sem nýta mætti til forvarna, meðferðarúrræða og afplánunarsjóða fyrir fíkniefnaneytendur sem fremja afbrot. (Mér þykir það ótækt að saklausir skattgreiðendur þurfi í sífellu að greiða fyrir sjálfskaparvíti fólks). Einnig væri minna um ofbeldisverk í þessum málaflokki þar sem skuldarar gætu átt von á rukkurum á lá intrum frekar en einhverjum Önnum sem berja fólk með kylfum...
Ég verð hinsvegar að lýsa því yfir að ég vona að KBG finni sér betri farvatn en Kólað, því það kemur bara til með að brenna upp tilfinningar og hæfileika hans.
Hitt er svo annað mál að þrátt fyrir að fjölmiðlafrelsið skuli ekki skert hér á Íslandi þá þykir mér þetta vera enn eitt dæmið um sálarlausar fjöldaskemmtunaraftökur sorprita. KBG er búinn að gera sig að almannaeign með þátttöku sinni í Idol, en það breytir því ekki að hann, fjölskylda hans og vinir eiga líka rétt á einkalífi alveg eins og við hin.
Hefur mál og prentfrelsið leyfi til þess að svipta menn ærunni áður en þeir eru dæmdir? Hefur þessi dómstóll götunnar rétt á því að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins og grýta menn sem eru augljóslega ekki að ógna samfélaginu með ofbeldi - eins og um stórhættulega flóttamenn væri að ræða? Er þetta réttlætanlegt?
![]() |
Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2007 | 16:35
Fyrir aðdáendur ritskoðunar:
Frank hét maður af kyni Zöppunga - fæddur í BNA um miðbik síðustu aldar.
Hann barðist hatrammlega gegn siðferðislögreglunni og vil ég vekja athygli á baráttu hans með þessum þremur myndböndum (annað er í tveimur brotum , þriðja í fjórum);
Crossfire 1986
Crossfire 1987 I
Crossfire 1987 II
Zappa í þingumræðum 1985:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
7.4.2007 | 20:35
Æðislegt.
Ég er bara orðinn Populär...ekki slæmt, í ljósi þess að viss stjórnmálahreyfing sem oft mælist hærra en flokkurinn sem ég tilheyri er þarna 37 sætum fyrir neðan mig.
Máské að ég ætti að fara í sérframboð...
...nah. Ég er hvorki vælukjói né það svakalega athyglissjúkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)