21.7.2008 | 13:47
Prófaðu nýtt og betra MSHeróín.
MS er jú fyrirtæki sem notar sömu aðferðir og dópsalar, þú byrjaðir á skitnum 95 pakka, fórst í 98 og svo 2000, NT, XP og nú Vista...
....þeir halda áfram að styrkja skammtinn af óhollustu og gera þig háðari og háðari þar til að þú getur ekki losað þig undan armi hugbúnaðarþvingunar.
Bráðum hætta MS að þjónusta annað en Vista. Það er erfitt að fá tölvu í dag sem er með eitthvað annað.
Hérna lýgur Halldór framkvæmdastjóri upp í opið geðið á þjóðinni, ríkisstjórninni og auðvitað gerir hann það, það eru hans hagsmunir, hans skilda gagnvart hlutafjáreigendum, hans hlutverk sem framkvæmdastjóri.
Þeir rukka jú tæpa 130$ fyrir uppfærsluna, ég geri mér grein fyrir því að það eru einhverjir samningar við ríkið um leyfið fyrir hverja tölvu, en ætlar maðurinn að segja okkur að ÓKEYPIS forrit séu dýrari en það?
Og svo veltir fólk því fyrir sér afhverju við getum ekki borgað heilbrigðis og menntastéttum mannsæmandi laun.
![]() |
Allt opið og ókeypis? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2008 | 16:45
Public Image Ltd.
Já...
...um daginn lék ég í auglýsingu. Ekkert sérstakt við það svosum, ég er náttúrulega fallegur maður og því ekki óeðlilegt að ég nái mér í smá aukapeninga við það að vera fallegur.
Það skemmtilega við þetta er að ég var að leika í auglýsingu fyrir stórfyrirtækið Voðafónn. Pönk-auglýsingu.
Mér bregður fyrir í kannski 3 sekúndur í það heila, samtals, í myndbandi hljómsveitarinnar Rass við lagið, og svo auglýsingunni sjálfri og svo eitthvað í bakgrunni meiking of myndbands.
Ég veit að það hljómar kjánalega, en mér fannst allt í lagi að leika sjálfan mig í auglýsingu. Ég var, eftir allt, í eigin fötum, ekkert gert við hárið á mér, ekkert sminkaður, bara ég sjálfur, en ég geng oft í leðurjakkanum mínum, og ég nota föt þangað til að þau eru hætt að vera föt og eru bara henglar og er með stutt hár sem jafnan er úfið... það finnst fólki voða pönk.
Líka það að ég er, eins og pabbi minn orðaði það 'með járnarusl hangandi framan í' höfði mínu. Göt í eyrum, vör og nefi. Þetta finnst fólki líka voða pönk.
Ég hlusta líka voðalega mikið á pönk, bæði nýtt og svo alveg proto-pönk, þ.e. tónlist sem var pönk áður en hugtakið var til, sbr New York Dolls, MC5, Stooges etc.
Ekkert merkilegt við það, en fólki finnst það voða pönk.
Rétt eins og allir fölsuðu hanakambarnir og litlu leðurjakkarnir sem fólkið í þessari auglýsingu er skreytt.
En það er ekki pönk.
Ég er ekki að segja mig meiri pönkara en aðra, en pönk er ekki einkennisbúningur.
Það er grundvallar misskilningur.
Pönk er nefnilega einstaklingsstefna par exelans. Pönkið snýst um að finna sjálfan sig hvernig sem maður vill, gera það sem manni sýnist og vera ekki í eilífðar feluleik hins tómlega hjarðsamfélags.
John nokkur Lydon, einnig þekktur sem Rotten, sem var söngvari Sex Pistols, sýndi eftir upplausn þeirrar annars ágætu sveitar, snilldar takta, með seinni hljómsveit sinni Public Image Ltd. sem gaf meðal annars út þetta ágæta lag, sem fjallar eimmitt um sorglega yfirborðshyggju plötubransans og hvernig pönkið varð almennri ímynd að bráð.
The Public Image:
Hello. Hello. Hello. Hello. Hello. Hello.
Ha, Ha, Ha, Ha, Ha.
You never listen to word that I said
You only seen me
For the clothes that I wear
Or did the intrest go so much deeper
It must have been
The colour of my hair.
Public Image.
What you wanted was never made clear
Behind the image was ignorance and fear
You hide behind his public machine
Still follow the same old scheme.
Public Image.
Two sides to every story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
I will not be treated as property.
Public Image.
Two sides to evrey story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
It's not a game of Monopoly.
Public Image.
Public Image you got what you wanted
The Public Image belongs to me
It's my entrance
My own creation
My grand finale
My goodbye
Public Image.
Public Image.
Goodbye.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
7.7.2008 | 15:36
Góð sjálfsblekking...
...er gulli betri.
Ég hygg að flestir hérna geri sér ekki grein fyrir því að þessir svokölluðu umhverfishippar eru ekki að boða umhverfisvernd heldur and-kapítalisma. Sem er jú alveg gott og blessað eða öllu heldur, væri alveg gott og blessað, ef þeir kæmu fram undir réttum merkjum og reyndu ekki að skemma eignir annarra í sífellu.
Það er nefnilega vandamálið. Þó að það séu mörg góð rök gegn þessum virkjunum og álverum á forsendum andkapítalisma þá eru fá sem engin haldbær umhverfisrök gegn þeim.
Málið er einfaldlega það að ein svona verksmiðja mengar minna hérlendis en hún myndi í Kína eða Chíle. Fjandinn. Það er enginn að hætta að nota tölvur eða farsíma (sem er jú annað sem sama fólk mótmælir, heimsvæðingin, og svo notar það helstu tæki heimsvæðingarinnar, síma og tölvur, sem búa til fullt af úrgangi við framleiðslu), það er enginn að hætta að nota flugvélar, álhlaupahjól, bjórdósir, sjónvörp, bíla, niðursuðudósir utan um tófú og annað eins hippafóður...
...ál er því miður nauðsynlegt í nútímanum.
Sam vinur minn stakk reyndar upp á sniðugu atriði um daginn. Það væri sniðugt að koma upp stórum ökrum af sólarrafhlöðum í Afríku, í námunda við námurnar þaðan sem mestur Báxíð-Eir (Bauxite Ore) er unninn, þá væri hægt að knýja álver með öruggri og hreinni orku án þess að það þyrfti að flytja Báxíðeirinn á milli landa á stórum mengandi skipum. Mjög sniðugt. En ekki sérlega líklegt á næstu árum og ég er nokkuð viss um að þessi 'illu heimsveldi' sem kommúnistarnir í umhverfisverndargærunum berjast svo ötullega á móti, kæmust upp með ýmis lögbrot þarlendis þar sem verkalýðshreyfingin er sama og engin.
Við getum ályktað að ólíklegt sé á næstu áratugum að hrein orka verði beisluð í þriðja heiminum, hvar erfitt er að komast yfir hreint drykkjarvatn og mikil fátækt ríkir. Þá getum við leitt það að líkum að þessir ágætu þriðjaheimsbúar sem annars ynnu við álver, (svo hipparnir og hræsnararnir þurfi ekki að sjá iðnað hérlendis) ynnu við álver sem væri knúið af kolum eða olíu, sem er hvort tveggja margfalt viðurstyggilegri og óhreinni orka en fallvatnsvirkjanirnar okkar, sem Björk, Ólöf Arnalds og tjúhúararnir í Sigur Rós voru svo upptekin við að segja óhreinar og mengandi á tónleikunum um daginn. Ég skrifaði grein um það þá helgi.Persónulega finnst mér það sérstaklega athugavert við þetta fyrirkomulag fyrir austan að erlendum fyrirtækjum sé beinlínis gefin orkan okkar, en það breytir því ekki að frændur mínir á austurlandi eru ekki lengur atvinnulausir og eignir þeirra eru allt í einu virði einhvers annars en sárra minninga.
Við á Íslandi búum við ótrúleg skilyrði.
Hér er hlýrra en víðast hvar á sömu breiddargráðu um heiminn. Hér er ógrynni ferskvatns úr bergi og fallvatna úr hverju fjalli. Hér er menntun með því besta sem við þekkjum um heiminn. Hér eru verkalýðshreyfingarnar talsvert sterkari en í Congó og því ólíklegt að farið yrði með íslenska verkamenn eins og druslur, nema þegar um sjávarútveg er að ræða og þrjótarnir tveir Davíð og Dóri eru með í spilinu...
Ég hygg því að álver á Íslandi séu ekki aðeins þjóðhagslega hagkvæm hedur líka umhverfisvænni og mannvænni kostur en víðast annarstaðar.
Hverju er þá verið að mótmæla?
Jú.
Kapítalismanum.
Það væri nú gaman ef þessir huglausu hippar stigu nú fram fyrir það sem þeir standa í raun, í stað þess að skreyta sig stolnum fjöðrum umhverfisverndar.
Ég minnist þess nefnilega ekki að Kína, SSSR, Kórea, Kúba eða Víet-Nam séu/hafi verið sérstaklega mengunarlaus lönd...
...munið þið það?
![]() |
Saving Iceland með aðgerðabúðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2008 | 14:26
Ranghugmyndir
Willjálmur Smiðs er nú ekkert einsdæmi í þessum málum.
En hann er hinsvegar gott dæmi um mann með ranghugmyndir.
Sjáið til. Hann tilheyrir (víst ekki, síðari tíma ábending) hinum svokölluða Scientology söfnuði, sem hefur á Íslandi verið nefndur hinu agalega rangnefni 'Vísindakirkjan'. En það er svosum allt í lagi því Scientology er líka rangnefni. Scienta þýðir nefnilega vitneskja/kunnátta/þekking á Latínu og logy er dregið af gíska oðinu logos (λογος) sem þýðir rökhyggja/innri vitneskja. Svo ef við lítum á ástkæra ilhýra má sjá að þetta er hvorki vísindalegt né kirkja í þeirri merkingu sem germönskumælandi þjóðir setja í það kirkja/kirche/kerk/kirke = kristilegt guðshús/söfnuður. En það er nú reyndar alltaf öruggt að um öfugmæli er að ræða þegar er talað um kirkju og vísindi í sömu andrá sem góðan samnefnara.
Willi telur sig aldrei hafa rangt fyrir sér, ef marka má orð Jödu, konu hans. Það er nú svosem allt í lagi, maðurinn er jú eftir allt trúaður og eins og allir vita er það villutrú þegar maður breytir trúarbrögðum.
Skemmtilegt við þessa ágætu trú sem hafnar sálfræðingum algjörlega. Þeir trúa því eimmitt að mennirnir séu samlífisverur drauga geimvera sem illi geimstríðsherrann Xenu myrti í eldfjöllum Hawaii og þær sálir/draugar hafi sest í sálarlausa apa sem frá því urðu menn. Mennirnir innihalda svo ýmist lítið eða gífurlegt magn þessara sálna eða 'Thetans' eins og Lafayette Ron Hubbard kallaði þá.
Willa er hérna borin slöpp sagan af kjetlingunni hans. En til þess að láta þennan afburðaslappa og afburðahallærislega mann (hann er ekki tónlistarmaður, það er engin list í óhljóðum hans og það er varla hægt að kalla hann leikara ef maður hefur séð hann í bíómynd) líta aðeins betur út, þá er ég með lista af öðru fólki sem telur sig aldrei hafa rangt fyrir sér:
Benediktus XVI (Joseph Ratzinger)
Dalaii Lama (Tenzing Gyatso)
Ayatollah al Uzma (Naser Makarem Shirazi and Hossein Noori Hamedan)
Móðir Theresa (Agnes Gonxha Bojaxhiu)
Adolph Hitler
Benito Mussolini
Enver Hoxha
Joseph Stalin (Djúgasvílí)
Pol Pot
Idi Amin
Robert Mugabe
Maó Tse Túng
og...
...J. Einar V. Bjarnason Maack, þó mér gæti skjátlast með þann síðastnefnda.
En það er þó gott að Willi Smiðs er ekki eina fíflið í heiminum.
Tók einhver annar eftir því að einu fíflin sem þorðu að koma undir réttu nafni voru kommúnistar og fasistar?
Passið ykkur á dogmatískri trú elskurnar mínar, þið gætuð hætt að þróast.
![]() |
Will Smith telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.7.2008 | 13:53
Hjúkk. Það er eins gott.
Því annars gætu unglingar farið að stunda öruggt kynlíf, smittilfellum kynsjúkdóma fækkað, færri unglingsstúlkur orðið óléttar fyrir aldur fram, færri óvelkomin börn komið í heiminn og félagslegum og heilbrigðislegum vandamálum þarlendis fækkað.
Er þetta forsvaranlegt í landi eins og Ástralíu þar sem málfrelsi, trúfrelsi og rétturinn til þess að mótmæla eru til staðar í stjórnarskrá landsins og í sáttmálum sem það tilheyrir sbr Mannréttindasáttmála SÞ?
Það að leyfa einhverju fífli sem heldur því fram að hann sé málsvari einhvers löngu látins trésmiðs frá miðausturlöndum að vaða uppi með dólgslæti og dónaskap og troða sínum siðferðisgildum uppá fólk í frjálsu landi ætti ekki að vera afsakanlegt.
Ef sá trúarleiðtogi sem hér um ræðir væri Ayatollah en ekki Páfi, væri máliinu ekki öðruvísi háttað?
Á að leyfa yfirgang trúaðra framyfir þá sem eru að reyna að gera eitthvað gott í heiminum?
Áður en einhver jónvalsins kaþólikki eða annar eins ranghugmyndapési kommentar hérna með kjaft vil ég benda á að:
a) það er asnalegt að fylgja siðferðisreglum siðlausrar stofnunnar eins og Kaþólsku Kirkjunnar (sem þaggar nauðganir a börnum).
b) það er ennþá asnalegra að fylgja kynferðislegum siðferðisreglum manna sem þykjast hreinlífir og aldrei hafa stundað kynlíf.
c) það horfði öðruvísi uppá málin með fóstureyðingar ef dætrum ykkar væri nauðgað, ekki satt?
d) trúarstofnanir sem berjast á móti smokkanotkun bera beinlínis ábyrgð á örkumli, dauða og þjáningu milljóna manna sem ekki nota smokkinn.
![]() |
Engir smokkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 12:02
Kvöldtónleikarnir eru aldrei ókeypis.
Enda var þrusað lygum og áróðri yfir fólk í gær.
Ég fylgdist með tónleikunum, en ákvað þó að fara áður en Björk okkar Guðmundsdóttir fór á svið.
Ég var búinn að fá nóg af bulli.
Það var meðal annars gefin út sú tilkynning að Ísland væri undir árás stórfyrirtækja á álmarkaði og að ár og háhitasvæði væru aðal skotmörkin.
Gott og blessað, en þetta snýst meira um andkapítalisma en umhverfið. Það eru til mörg góð rök fyrir andkapítalisma, en umhverfið er ekki eitt af þeim.
Það var gefin út sú yfirlýsing að háhita og fallvatnsvirkjanir gætu verið mjög skaðlegar lofthjúpnum, en hvað er svosum ekki skaðlegt? Viðrekstur kúa mengar meira en fallvatnsvirkjanir og ég skil ekki hvernig það sé umhverfinu minna skaðlegt að halda tónleika á SVIÐI SEM GERT ER ÚR ÁLI!
Svo var þarna risasjónvarpsskjár, sem var flottur. Það kostaði samt umhverfið örugglega 2 tonn af úrgangi að framleiða hann.
Eins var fullt af hljóðfærum og svoleiðis þarna úr áli, næstum allar græjurnar sem byrjunarbandið notaði og trommusettið hans vinar hennar Ólafar Arnalds voru öll úr hráefnum sem eru unnin með námavinnslu...
...Meðaldagur hjá stórfyrirtæki var álíka mengandi og þessir hræsnaratónleikar.
En.
Tónlistin var ágæt, mér fannst tónlist þeirra Radium fín þrátt fyrir að hljóma eins og einhver væri að limlesta hnýsu, ég þoli ekki krútt svo ég ætla ekki að segja neitt um Ólöfu Arnalds, Sigur Rós stóðu sig eins og hetjur og voru ekkert að bulla um umhverfið milli laga, heldur gerðu það sem þeir gera best, tónlist og Björk...
...ég sá hana ekki, mér var orðið alltof kalt og kominn með leið á hippismanum, svo ég fór.
En takk fyrir góða tónleika í skjóli stjórnmálaáróðurs.
![]() |
30 þúsund manns á tónleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2008 | 14:25
Nú skal dansað umhverfis umhverfisjólatré...
Ég er að spá í að skella mér á þessa títtumræddu náttúrutónleika Bjarkar og Sigur Rósar núna eftir smá stund.
Ég vildi samt gjarnan fá að vita hversu mikið þessir tónleikar menga - því jú mikið af tölvum, rafbúnaði, mixerborðum og hljóðfærum hverskonar innihalda ál.
Það þarf að keyra þetta með raforku sem kemur úr virkjunum.
Það flugu 600 manns frá BNA hingað til þess að taka þátt í húllumhæinu, ég hef ekki hugmynd um hversu margir komu frá Evrópu.
Það vill líka gleymast að mennirnir eru partur af náttúrunni. Við erum dýr og okkar umhverfi er náttúrulegt, þó það sé búið að eiga við það. Myndi einhver segja að geitungur, maur eða býfluga í búi væri ekki á náttúrulegum slóðum? Mennirnir eru jú líka dýr og byggja talsvert stórar mauraþúfur. Hver verða áhrifin af þessum tugþúsundum einstaklinga sem ætla að fara í Laugardalinn á eftir. Hvað mun þetta fólk skilja eftir sig mikið af rusli, í okkar nánustu náttúru?
Ég held að fólk átti sig ekkert á því hvað það er að segja stundum. Sömu hippakjánarnir og væla yfir virkjunum og slíku mæla yfirleitt á móti heimsvæðingunni, en nota samt tölvur og síma sem eru partur af heimsvæðingunni. (Framleiðsla á einni fartölvu skilar af sér 75 kg af úrgangi, farsíma 15 kg. Borðtölva 125kg... mikið af drasli!) Ég nýt þess reyndar mjög að benda á að minn umhverfisvæni fararskjóti (hlaupahjól) er gerður úr áli... en það má liggja á milli hluta.
Ég veit það fyrir víst að hver einn og einasti einstaklingur sem stendur að þessum tónleikum hefur drukkið gosdrykki eða öl úr áldósum og kemur til með að gera það aftur. Sömu einstaklingar fljúga í álflugvélum sem skilja eftir sig haug af koltvísýringi...
...þetta heitir nefnilega hræsni og sjálfshól. Klappað á eigin bak í nafni náttúrunnar.
Ég vil frekar álver á Reyðarfirði þar sem frændur mínir geta starfað í vel launuðu starfi (sem er ólíklegt að ríkisstjórnin fökki upp eins og þeir gerðu með sjávarútveginn) sem knúið er af tiltölulega hreinni orku frá Kárahnjúkum, í stað þess að slíkt álver rísi í Suður Ameríku, Kína eða á Indlandi þar sem það yrði knúið með kolum eða olíu og ennþá meiri koltvísýringi sleppt í andrúmsloftið.
Það heitir að hugsa glóbalt og framkvæma lókalt. Það kostar meiri orku að endurvinna en framleiða nýtt. Sorry, þannig er það bara. Annars væri endurvinnsla reglan og enginn að framleiða ál!
En það er ekki skilningurinn á málinu í þessum bransa. Þetta hefur nefnilega jafn mikið með alvöru umhverfisvernd að gera og nærbuxurnar mínar koma kúgun kvenna í Miðausturlöndum við. Þetta er boðun á sósíalisma í nafni umhverfisverndar. Þetta er boðun á and- kapítalisma.
Allt í lagi. Fólk má hafa slíkar skoðanir og það er mér ekkert vandamál, en fökk...
...berið nú alvöru rök fyrir máli ykkar í stað þess að skreyta ykkur blómum og álfastimplum og flúra mál ykkar einhverjum dómsdagsspám ef ekki er skorin upp herör gegn kapítalisma og iðnaði.
Heimurinn verður ekki hreinni þó þú sjáir aldrei rusl - þú þarft að gera eitthvað í málunum.
27.6.2008 | 14:20
Í tilefni Flöskudags.
Eigiði nú góða helgi elskurnar!
25.6.2008 | 13:05
Æji... já... sleppið því bara.
Hvað er langt síðan Rúmenarnir þarna drápu veika manneskju með særingum... viljum við slíkt hér?
Ég held ekki.
Kemst samt ekki hjá því að hugsa um þennan skeðs:
![]() |
Enginn særingamaður hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 15:16
Málfrelsishetja fallin frá.
Það var fyrir um 45 árum eða svo þegar grínisti nokkur, Lenny Bruce að nafni, var handtekinn fyrir dónaskap á sviði og lögreglan tók að yfirheyra viðstadda.
Ungur maður neitaði að gefa upp skilríki og sagðist ekki trúa á slíkt. Fyrir það var hann handtekinn og leiddur í sama bíl og keyrði Bruce í burtu.
Sá maður hét George Carlin, sem barðist alla tíð frá þessu atviki, hvar hann varð fyrir barðinu á sjálfskipuðum siðferðispostulum, fyrir málfrelsinu og frelsi einstaklingsins, með hárbeittu gríni sem hefur meiri mátt en nokkur byssa.
There are 400,000 words in the English language, and there are 7 you can't say on television. What a ratio that is! 399,993...to 7. They must really be baaaad. They must be OUTRAGEOUS to be separated from a group that large. "All of you words over here, you seven....baaaad words". That's what they told us, right? "That's a bad word!!" Awwww. No bad words. Bad thoughts. Bad intentions, and wooooords. You know the seven, don't ya? That you can't say on TV? Shit, piss, fuck, cunt, cocksucker, motherfucker and tits. Huh? Those are the heavy seven. Those are the words that'll infect your soul, curve your spine, and keep the country from winning the war. Shit, piss, fuck, cunt, cocksucker, motherfucker and tits, wow! And tits doesn't even belong on the list! It seems like such a friendly word. Sounds like a nickname. "Hey Tits, come here man! Tits! Meet my friend Toots. Toots, Tits. Tits, Toots". Sounds like a snack...oh yeah, it is. Right. But I don't mean your sexist snack, I mean new Nabisco Tits. Corn Tits n' Sesame Tits n' Cheese Tits.....Tater Tits. Bet you can't eat just one!!
![]() |
Grínistinn George Carlin er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.6.2008 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)