OK...

...en hvað með okkur hin?

Væri ekki réttast að frítt væri í strætó fyrir alla til þess að:

a) draga meira úr svifryksmengun

b) draga úr koltvíoxíðsmengun

c) eyða bílastæðavandanum

d) auðvelda umferð og minnka einkabílanotkun landans?

 

Kannski er það ekki hagkvæmt að fólk fái frítt í strætó, en erum við ekki búin að borga nóg með sköttunum í verkefni sem er nú þegar borgað með af yfirvöldum (og þar af leiðandi okkur)? 


mbl.is Farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Alveg sammála þessu. Borgin/bæjarfélögin gætu borgað umsamið gjald fyrir hvern farþega og þannig væri tryggt að strætó reyndi að gera sem best og mest fyrir farþega sína og ná sem flestum með. Mér finnst bara eðlilegt að allir standi undir þessum kostnaði, hvort sem þeir nota þessa þjónustu eða ekki því það er í allra hag að sem flestir noti hana.

Jonni, 10.4.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er vel hugsunarvert finnst mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: kiza

Fleiri tillögur:

1) HENDA ÚT ÞESSU DRASL-"LEIÐAKERFI" SEM ER Í GANGI OG TAKA GAMLA KERFIÐ UPP AFTUR. Kjarneðlis-stærðfræði fölnar við hliðina á þessari steypu sem kallast leiðakerfi.

 2) Setja upp svipað system og er t.d. í Danmörku, þar sem maður getur fengið til baka af klinkinu sínu (hver gengur með 280kall á sér reglulega?  Meikar ekkert sens)  Þetta veldur ekki töfum og er mjög þægilegt.

3) ?????

4) PROFIT!!!! ;) 

kiza, 10.4.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Sammála því að kerfið sé drasl, óreglulegt og tyrfið eins og það nú er... Ég er samt ekkert á því að maður eigi að fá til baka af klinkinu, það eigi bara ekkert að þurfa að borga þetta...

Ég á örugglega inni skrilljón hjá strætó, enda oftast bara með hundraðkalla í vösunum... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.4.2008 kl. 15:34

5 identicon

Jóna: Kerfið er fínt, svo lengi sem þú ratar leiðina áður en þú notar strætó (gæti verið galli fyrir suma) . Varðandi skiptimyntina, þá hef ég fengið 1000 kr. skipt. Það var að vísu í hverfisvagni, veit ekki hvernig ástandið er í aðalvögnunum.

Það að kerfið sé óreglulegt er að mínu mati þvæla. Það er að vísu það sem að ég hélt áður en ég fékk skólakortið, en mín reynsla hefur verið sú að vagninn hefur aldrei verið meira en tveimur mínútum of seinn í mestu umferðinni, þ.e. á morgnana og á milli kl. 3:30 - 17:00.

Bjarki Rafn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:29

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já, en ég held að þú sért að misskilja hvað ég á við með hugtakinu 'óreglulegt'.

Vagninn minn, 12, sem ég tek á morgnanna til vinnu gengur stundum á 15 mín fresti, stundum á 30 mín fresti og gott ef ekki á 20 mín fresti e-ð inn á milli.

Það er eiginlega ómögulegt að muna hvenær vagninn er við enda götunnar minnar. Sami vagn er á bilinu 5-10 mínútum seinn þegar á heimleiðina er komið af ýmsum ástæðum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.4.2008 kl. 17:02

7 identicon

Frítt í Strætó fyrir alla. Vagnar á 15 mín fresti innan hverfa og svo hægt að hoppa inní þá sem fara á aðalstöðvar í öðrum hverfum og þá aftur 15 mín á milli þar.

Upphituð skýli og skýli allsstaðar ekki bara hjá skólum og gjaldmæla á bílastæðin hjá skólunum. Bæði fyrir kennarana og nemendurna.

Strætó fyrir háa sem lága. engin sér stæði fyrir ráðamenn, bara Strætó eða leigubíll á þeirra kostnað. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband