...í alvöru?

Á meðan ég óska þessu fólki til hamingju með þennan árangur þá verð ég að segjast steinhissa á því að enginn hafi tekið eftir því að fólk sem berst á móti loftslagsmengun og loftslagshlýnun (og afleiðingum hennar, heimskautaísbráðnun) heiti Loftur Hreins og Ísafold Jökuls...

 

Það er ekki nema von að þetta standi þeim nærri. 

 

Hinsvegar hef ég alltaf vissar efasemdir varðandi endurvinnslu, þósvo að hún komi til með að verða nauðsyn og það sé nauðsynlegt að þróa hana þá er hún dýr og orkufrek og eyðir oft meiri orku og mengar því loftslagið meira en urðun...

 


mbl.is Á grænni grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Skondið þetta með nöfnin... Fattaði það ekki þegar ég las þessa ekkifrétt...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 23.11.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég nenni ekki einu sinni að lesa fréttina, þannig að ég hef ekki enn tekið eftir þessu, enda kominn með alvarlegt ofnæmi fyrir endurvinnslu-umhverfisfasistum. Þeir geta tekið þessar grænu tunnur sínar og troðið þeim upp í básúnuna á sér.

Ingvar Valgeirsson, 24.11.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: Morten Lange

Þetta hef ég mjög erfitt með að trúa, að endurvinnsla sé orkufrekari en að urða, og svo að vinna og flytja hrárefni í stað þess að endurnyta. Kannski gildir þetta um ákveðna tegundu af hráefni / úrgangi og á ákveðnum stöðum eða við ákveðnar ástæður.

Hefur þú tilvitnun í góða úttekt til stuðnings þessu sem þú heldur fram ? 

Morten Lange, 25.11.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta á við um allt nema ál.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.11.2007 kl. 07:17

5 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir athugasemdin í  gestabókinni hjá mér.

Sé til hvort ég nenni að hala niður "skemmtileg" mynd upp á  100 MB, sem mér finnst að öllum líkindum ekkert skemmtileg, og án vísbendingar um innihaldi. Sooooríí 

Varðandi nöfnin Loftur  Hreinsson, og Ísafold Jökulsdóttir:  jú maður tók eftir þessu þegar fyrsti greinin birtist, eða hugsanlega þegar greinaröðin var "auglýst" :-)   Mér finnst annars þetta ansi góð skrif, nema það að greinarnir ná einna helst til þeirra sem eru þegar sannfærðir.  Þeir voru einum of langir, að ég held, og í frekar litlu mæli sett upp þannig að maður gat skoppað á milli atriða, eða náð í aðalatriðum með því að láta augun renna yfir síðuna. Svo  var þessi umsnúningur hjá þeim ansi hröð, en þjónar kannski framsetninguna samt. Mjög gott framtak í heildina, í mínum augum.

En aftur að endurvinnslu : Ég fann tilvitnun sem styður það sem þú segir, að einhverju marki :

Kafli í Wikipedíu-grein um endurvinnslu. 

En kaflinn í heild lendir einhversstaðar á milli þess sem við tveir segjum.  En svo er reyndar spurning hver lausnin sé ? Halda áfram með "Business as usual", eða gera eins og flestir forsprakkar endurvinnslu benda á : Ekki siður en að endurvinna, ætti að  reyna að draga úr ónauðsýnlegri neyslu, til að ganga minna á vistkerfum og auðlindum og þar með okkar sjálfra til heilla ? 

María sem er þekkt í umhverfisgeiranum hér, og ber eftirnafnið Maack, mundi líklega vera sammála þessu  :-)  

Morten Lange, 26.11.2007 kl. 10:17

6 Smámynd: Morten Lange

Morten Lange, 26.11.2007 kl. 10:19

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já... ég er reyndar á því að það eigi ekki að tala um endurvinnslu eins og hún sé heilagur sannleikur á meðan þetta er mál sem er í endalausri rannsókn. Eins og þú sérð þá er ég hlynntur endurvinnslu, en ég er reyndar á því að millivegurinn hljóti að vera nær sannleikanum heldur en umhverfiskommúnisminn sem við sjáum spretta upp í dag. Sjáðu til, umhverfisverndarhreyfingin er hætt að snúast jafn mikið um umhverfisvernd og hún ætti að gera og farinn að vera harður andkapítalismi.

Bið að heilsa Mæju frænku... hver þeirra sem þetta nú er (þær heita allar María í ættinni ;-)) 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.11.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband