Færsluflokkur: Dægurmál
30.4.2008 | 09:47
Stríðshaus.
Hér fyrir skemmstu birti ég myndband eitt afgamalt (einu ári eldra en ég) með hljómsveitinni UK Subs (upprunalega the Subversives) sem hét því fagra nafni 'Warhead'.
Hljómsveit ein, mun yngri, frá Pueblo de Nuestra Senora la Reina del los Ángeles de Porciúncula (LA) heitir OTEP, rétt eins og söngkona þeirrar sveitar, hin kollesbíska Otep Shamaya sem mundar silkimjúk raddbönd sín með gaddavír og bárujárni.
Sú hljómsveit er ekki síður pólitísk en hinir bresku undirróðursmenn sem ég minntist á hér að ofan og eiga þau lag sem heitir sama nafni og lagið sem ég birti með UKSubs um daginn, Warhead.
Það lag á heldur betur við í dag, í því ástandi sem heimurinn er.
Ég vil tileinka þetta lag öllum þeim sem selt hafa Íslendinga sem viljugar hórur undir hernaðarbrölt stórveldanna, fíflin sem halda að umsókn okkar um SÞ sé eitthvað annað en sóun á peningum og þeim ákveðnu Quislingum sem halda því virkilega fram að Ísland geti læknað öll heimsins mein, á meðan heimur versnandi fer hérlendis, sem og erlendis.
Og segið svo að fólk semji ekki mótmælasöngva lengur!
Warhead (eVIl J./Otep Shamaya)
Why?
The king of lies
Is alive
Look around
Look inside
Infidel
It begins here, it ends now
The prince must pay
His head or the crown
Rob the poor, slaughter the weak
Distort the law, perfect deceit
Do I need a gas mask?
Should I get inoculated?
Will this war last?
Will we be incincerated?
False gods
Death squads
Blind
This is a catastrophe
Weapon systems activated
Puritans have invaded
This is a catastrohpe
To protect against the threat
Order must be kept
Do I need a gas mask?
Should I get inoculated?
Will this war last?
Will we be incincerated?
False gods
Death squads
Blind
The elephants march to war
Concede
Conform
Concede
Conform
Deny the big lie
My tribe
Join me
An alliance of defiance, in the warhead
An alliance of defiance
All are welcome here
Give me your tired, give me your sick, give me your indulgence and decadence
He lied, they died, keep the peasants terrified
This is a catastrophe
You must lead if they get me
On my command
Break free
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2008 | 15:29
Já... æji bara...
...mig langaði að athuga viðbrögð fólks við þessu og ef að þetta
hneyskslar einhvern, af hverju þá?
Ég vil vekja athygli á því að þessi vara sem er á þessari mynd fæst hvergi þar sem myndin er tilbúningur og notar sér aðeins LeGo vörumerkið sem er skrásett eign LeGo samsteypunnar í tilgangi tjáningar á ástandi heimsins í póst 9-11 og Múhammeðsmynda skoðanalögreglu hálf-fasísku ástandi hysteríukasta öfgatrúaðra vanvita af öllum trúarbrögðum og illmenna og þeirra sem afsaka yfirgang þeirra með grindhoruðum og ónýtum skriðurökum og barnalegri sýn á heiminn sem felst í því að reyna að ná fram samfélagsstjórnun á þann máta sem sjá mátti í Kaþólskri miðalda Evrópu og Múslimaríkjum sbr Íran og Saúdí-Arabíu í dag.
Eins vil ég benda á að Morgunblaðið, Mbl.is og Blog.is (sem eru allt skráð vörumerki) bera ekki ábyrgð á neinu. Aldrei. Nokkurntíman.
Ég spyr hver skoðun þín er, ágæti lesandi, ekki eitthvað sem þú apar uppúr næstu stefnuræðu hugsunarlögreglu pólítískrar réttsýnar eða þröngsýnna klerka. Ég spyr hver þín skoðun er og af hverju, ekki hvað einhver annar hefur um málið að segja.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)