Stríðshaus.

Hér fyrir skemmstu birti ég myndband eitt afgamalt (einu ári eldra en ég) með hljómsveitinni UK Subs (upprunalega the Subversives) sem hét því fagra nafni 'Warhead'.

Hljómsveit ein, mun yngri, frá Pueblo de Nuestra Senora la Reina del los Ángeles de Porciúncula (LA) heitir OTEP, rétt eins og söngkona þeirrar sveitar, hin kollesbíska Otep Shamaya sem mundar silkimjúk raddbönd sín með gaddavír og bárujárni.
Sú hljómsveit er ekki síður pólitísk en hinir bresku undirróðursmenn sem ég minntist á hér að ofan og eiga þau lag sem heitir sama nafni og lagið sem ég birti með UKSubs um daginn, Warhead.
Það lag á heldur betur við í dag, í því ástandi sem heimurinn er.

Ég vil tileinka þetta lag öllum þeim sem selt hafa Íslendinga sem viljugar hórur undir hernaðarbrölt stórveldanna, fíflin sem halda að umsókn okkar um SÞ sé eitthvað annað en sóun á peningum og þeim ákveðnu Quislingum sem halda því virkilega fram að Ísland geti læknað öll heimsins mein, á meðan heimur versnandi fer hérlendis, sem og erlendis.

Og segið svo að fólk semji ekki mótmælasöngva lengur!


Warhead (eVIl J./Otep Shamaya)

Why?
The king of lies
Is alive
Look around
Look inside
Infidel
It begins here, it ends now
The prince must pay
His head or the crown
Rob the poor, slaughter the weak
Distort the law, perfect deceit

Do I need a gas mask?
Should I get inoculated?
Will this war last?
Will we be incincerated?
False gods
Death squads
Blind

This is a catastrophe
Weapon systems activated
Puritans have invaded
This is a catastrohpe
To protect against the threat
Order must be kept 

Do I need a gas mask?
Should I get inoculated?
Will this war last?
Will we be incincerated?
False gods
Death squads
Blind

The elephants march to war
Concede
Conform
Concede
Conform
Deny the big lie
My tribe
Join me
An alliance of defiance, in the warhead
An alliance of defiance
All are welcome here
Give me your tired, give me your sick, give me your indulgence and decadence
He lied, they died, keep the peasants terrified
This is a catastrophe
You must lead if they get me
On my command
Break free


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég held nú að heimurinn fari skánandi en ekki versandi. T.d. eru Repúblikanar búnir að missa bæði neðri og efri deild þingsins í USA og hafa aldrei verið eins littlir. Núverandi forsetaefni Repúblikana viðurkennir amk þróunarkenninguna, sem Bush gerði ekki, og er mun frjálslyndari maður (þó hann sé samt sem áður versti íhaldsdurgur. Ég er að meina í samanburði við Georg Runna erki-íhald).

Þessi meinta kreppa er aðallega hystería. Kúberjar mega núorðið kaupa farsíma, og kannski fá þeir ferðafrelsi á næstu árum. Berlínarmúrinn féll árið 1991. Lífsgæði eru meiri nú en áður fyrr. Fólk drapst um tvítugt að meðaltali í Evrópu fyrir iðnbyltingu, úr hlutum eins og tannpínu. Við erum helvíti heppin. 

Sindri Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 05:22

2 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 4.5.2008 kl. 02:33

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvort heimur fari skánandi eða versnandi.  Á níunda áratugnum beið fólk eftir því að tvíeykið Reagan-Thatcher heyrfi á braut.  Rokkarar sungu um að allt myndi breytast til batnaðar þegar valdatíð þeirra væri að baki.  Þegar Thatcher hrökklaðist úr embætti sendi Paul McCartney frá sér lagið "All My Trials" þar sem hann söng um að raunum sínum væri lokið (hann hafði staðið í harðvítugri deilu við Thatcher vegna lokunar sjúkrahúsa í Skotlandi).

  Ég held að Brúskur sé verri maður en Reagan og liðið í kringum hann hættulegra.  Hafa ekki fleiri látist í hernaði síðustu ár en til að mynda fyrir 7 - 8 árum?

Jens Guð, 4.5.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband