6.8.2008 | 12:38
Dónaskapur, mannasiðir og heilbrigð skynsemi...
Sett inn sem svar við færslu Guðsteins Hauks/ Zeriaph Slæmir mannasiðir Íslendinga
Hér fylgir svarið:
Eggert skrifar:
- En það eitt að tala meðan maður er að borða þykir henni ekki góðir borðsiðir. Satt best að segja er ég henni hjartanlega sammála og er að taka mig á í þeim efnum. Mér sjálfum hefur ekki þótt neitt tiltakanlega falleg sjón að horfa uppí ginið á fólki sem er að matast en blaðrar útí eitt.
Það er munur á því hvort þú sýnir tuggða fæðu þeim sem sitja með þér til borðs, en tilgangur þess að borða saman er að efla vináttu fólks, koma á skoðanaskiptum, láta sér líða vel saman og sanna hið fornkveðna að maður sé manns gaman.
Ef ég byði stelpu út að borða og hún segði ekki orð á meðan við snæddum liði mér illa - eins og að ég hefði gert eitthvað af mér eða sagt eitthvað rangt, eins býst ég við að það sama ætti við ef ég þegði...
Mannasiðir eru menningartengdir og trúartengdir oft, oft tengdir við gamla hjátrú (salt yfir öxlina...) og oftar en ekki algjör vitleysa og siðapostulaskapur.
Því þetta hlýtur nefnilega alltaf að vera huglægt mat og siðferðislegt og þar af leiðandi ekki hægt að segja að einn né annar sé ókurteis vegna einhverja pínulítilla faux-pas.
Mér þykir það eimmitt heilber dónaskapur að þykjast vera betri eða verri eftir einhverjum litlum kurteisisvenjum og bulli.
F**ndinn hafi það! Mestu framfarir í mannlegu samfélagi, þær lýðræðislegu og einstaklingsfrelsislegu framfarir sem hafa orðið í samfélagi okkar hafa komið til vegna þess að fólk neitaði að vera kurteist og hlýðið og hætti að hlusta á gamlar bábiljur sem eru bara settar til þess að viðhalda Status Quo ástandi.
Mér þykir afar dónalegt að ætla að Íslendingar séu dónar. Íslendingar eru vissulega óheflaðir sveitamenn, en sveitamenn að hætti Íslendinga eru mun líklegri til þess að þykja vænt um bjálfan á næsta bæ heldur en ofuryfirborðsfágaður Frakki, Þjóðverji eða Breti sem hefur aldrei talað við manninn í næstu íbúð og hefur enga samkennd með honum.
Tökum aðeins á þessum lista þínum:
- Ég þakka yfirleitt fyrir mig, þegar þess er krafist, en stundum er hrein og klár vitleysa að þakka einhverjum fyrir illa unnin störf. Má jafnvel segja að það sé meiri dónaskapur að láta þann einstakling halda að hann sé að gera eitthvað rétt í staðin fyrir að leiðrétta hann.
- Konur eru ekki heilagar kýr og það er dónaskapur í dag að láta eins og þær séu óhæfar um einföld viðvik sjálfar. Það hinsvegar breytir því ekki að við eigum að reyna að láta fólkinu í kringum okkur líða vel, óháð kyni.
- Einhver sagði einhverntíman að Kanar horfðu upp til kvenna, Bretar horfðu niður til kvenna en Frakkar horfðu á konur. Ég fer í síðasta hópinn. Ég horfi á konur í heild sinni. Ef konan hefur eitthvað að fela skal hún ekki vera að flagga því.
- Það er vissulega löstur að vera laus við samkennd, en það eru líka þröngsýni og fordómar, sem eimmitt mjög margir Íslendingar eru haldnir. Ég er alinn upp við mjög skátaleg gildi og ef ég sé að einhver er í vanda reyni ég að hjálpa, en það breytir því alls ekki að sökum útlits míns er mér jafnan ekki hjálpað þegar ég er fastur upp í fúlum læk án árar. Ég vænti þess að ungir menn, sérstaklega ungir menn með hanakamba og í leðurjökkum lendi aldrei í vandræðum og því hafi fólk sjaldnast séð það...
- Þetta er einfaldlega ekki satt. Umferðardónaskapur er almennur um allan heim. Sökum þess að við sjáum yfirleitt ekki framan í einstaklinginn sem gaf okkur ekki séns eða svínaði á okkur sjáum við jafnan ekki þau litlu svipbrigði sem maður afsakar sig jafnan með fótgangandi. Þetta er talinn höfuðástæða svokallaðs road-rage.
- Hvað tailgating varðar er hefur það lítið sem ekkert með kurteisi eða mannasiði að gera, þetta er hreint og klárt öryggismál. Það að skjóta af byssu útí loftið væri ekki talin ókurteisi heldur hrein og klár tilraun til þess að slasa einhvern af kæruleysi. Ég myndi ekki kalla það dónaskap heldur glæpsamlegt.
5.8.2008 | 11:23
Bætt á sig bleki...
...ég átti talsvert athygliverða helgi, og þó var Sunnudagurinn einna athygliverðastur, enda ekki oft sem maður hefur verið eins mikill harðhaus.
Ég vaknaði og fékk mér ljúffenga höfrungasteik í morgunmat - mæli sterklega með því - og fór svo og lét bæta á mig bleki og hefur nú galdrastafur bæst við, á hálsinn á mér.
Fenrisúlfur á hægri handlegg.
Miðgarðsormur á vinstri öxl.
3gja spíralarma triskelion á vintri öxl.
Fjandafæla á innanverðum vinstri handlegg (úr sömu galdrabók og Þórshamarinn sem ég fékk mér núna á Sunnudag).
Öfuguggi/ bandrún sem segir 'Loki' á hægri framhandlegg
Valknútur á hægri hendi.
Þórshamar á hálsinum.
Og þá er komið það sem er kommið...
...maður er bara wörk in progress eins og það heitir, annar triskelion á eftir að koma á hægri öxl (og spegla) stór galdrastafur kemur á bringuna á mér og það á eftir að fylla í Miðgarðsorminn og ditta að hinum eilítið...
...lengi getur maður á sig bleki bætt sko...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.8.2008 | 14:08
62- myndband.
Ekki það að mér sé ekki slétt sama um hvort menn hafi þessar upphæðir... fann mig bara knúinn til þess að röfla.
![]() |
Með 62 milljónir á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |