Dónaskapur, mannasiðir og heilbrigð skynsemi...

Sett inn sem svar við færslu Guðsteins Hauks/ Zeriaph Slæmir mannasiðir Íslendinga

 

Hér fylgir svarið:

Eggert skrifar:

  • En það eitt að tala meðan maður er að borða þykir henni ekki góðir borðsiðir. Satt best að segja er ég henni hjartanlega sammála og er að taka mig á í þeim efnum. Mér sjálfum hefur ekki þótt neitt tiltakanlega falleg sjón að horfa uppí ginið á fólki sem er að matast en blaðrar útí eitt.

Það er munur á því hvort þú sýnir tuggða fæðu þeim sem sitja með þér til borðs, en tilgangur þess að borða saman er að efla vináttu fólks, koma á skoðanaskiptum, láta sér líða vel saman og sanna hið fornkveðna að maður sé manns gaman.
Ef ég byði stelpu út að borða og hún segði ekki orð á meðan við snæddum liði mér illa - eins og að ég hefði gert eitthvað af mér eða sagt eitthvað rangt, eins býst ég við að það sama ætti við ef ég þegði...

Mannasiðir eru menningartengdir og trúartengdir oft, oft tengdir við gamla hjátrú (salt yfir öxlina...) og oftar en ekki algjör vitleysa og siðapostulaskapur.
Því þetta hlýtur nefnilega alltaf að vera huglægt mat og siðferðislegt og þar af leiðandi ekki hægt að segja að einn né annar sé ókurteis vegna einhverja pínulítilla faux-pas.

Mér þykir það eimmitt heilber dónaskapur að þykjast vera betri eða verri eftir einhverjum litlum kurteisisvenjum og bulli.

F**ndinn hafi það! Mestu framfarir í mannlegu samfélagi, þær lýðræðislegu og einstaklingsfrelsislegu framfarir sem hafa orðið í samfélagi okkar hafa komið til vegna þess að fólk neitaði að vera kurteist og hlýðið og hætti að hlusta á gamlar bábiljur sem eru bara settar til þess að viðhalda Status Quo ástandi.

Mér þykir afar dónalegt að ætla að Íslendingar séu dónar. Íslendingar eru vissulega óheflaðir sveitamenn, en sveitamenn að hætti Íslendinga eru mun líklegri til þess að þykja vænt um bjálfan á næsta bæ heldur en ofuryfirborðsfágaður Frakki, Þjóðverji eða Breti sem hefur aldrei talað við manninn í næstu íbúð og hefur enga samkennd með honum.

Tökum aðeins á þessum lista þínum:

  • Ég þakka yfirleitt fyrir mig, þegar þess er krafist, en stundum er hrein og klár vitleysa að þakka einhverjum fyrir illa unnin störf. Má jafnvel segja að það sé meiri dónaskapur að láta þann einstakling halda að hann sé að gera eitthvað rétt í staðin fyrir að leiðrétta hann.
  • Konur eru ekki heilagar kýr og það er dónaskapur í dag að láta eins og þær séu óhæfar um einföld viðvik sjálfar. Það hinsvegar breytir því ekki að við eigum að reyna að láta fólkinu í kringum okkur líða vel, óháð kyni.
  • Einhver sagði einhverntíman að Kanar horfðu upp til kvenna, Bretar horfðu niður til kvenna en Frakkar horfðu á konur. Ég fer í síðasta hópinn. Ég horfi á konur í heild sinni. Ef konan hefur eitthvað að fela skal hún ekki vera að flagga því.
  • Það er vissulega löstur að vera laus við samkennd, en það eru líka þröngsýni og fordómar, sem eimmitt mjög margir Íslendingar eru haldnir. Ég er alinn upp við mjög skátaleg gildi og ef ég sé að einhver er í vanda reyni ég að hjálpa, en það breytir því alls ekki að sökum útlits míns er mér jafnan ekki hjálpað þegar ég er fastur upp í fúlum læk án árar. Ég vænti þess að ungir menn, sérstaklega ungir menn með hanakamba og í leðurjökkum lendi aldrei í vandræðum og því hafi fólk sjaldnast séð það...
  • Þetta er einfaldlega ekki satt. Umferðardónaskapur er almennur um allan heim. Sökum þess að við sjáum yfirleitt ekki framan í einstaklinginn sem gaf okkur ekki séns eða svínaði á okkur sjáum við jafnan ekki þau litlu svipbrigði sem maður afsakar sig jafnan með fótgangandi. Þetta er talinn höfuðástæða svokallaðs road-rage.
  • Hvað tailgating varðar er hefur það lítið sem ekkert með kurteisi eða mannasiði að gera, þetta er hreint og klárt öryggismál. Það að skjóta af byssu útí loftið væri ekki talin ókurteisi heldur hrein og klár tilraun til þess að slasa einhvern af kæruleysi. Ég myndi ekki kalla það dónaskap heldur glæpsamlegt.
Það er nefnilega ekki orðalagið sem gerir einstaklinga að dónum, það er hver merking orðanna er. Fallegasta orðgljálfur réttlætir ekki hatursáróður, viljiru öskra að þú elskir heiminn 'djöfulli, fjandi mikið', er það ekki dónaskapur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki argasti kvenrembubragur af því að setjast bara þegar kerlingin er sest... eru kerlingar einhverjar puntdúkkur eða drottningar, að það megi ekki horfa á þær or nuthing... horfa bara á nefið á þeim.

Persónulega kem ég fram við fólk algerlega óháð kyni... eða svona hér um bil, konur eru jú meira augnayndi en karlar í mínum huga... en ég kem samt fram við þær alveg eins.. nema náttlega spúsu

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 12:59

2 identicon

Hmm það var nú engin ástæða fyrir þig til að láta það ógert að birta þessa færslu í kommentunum hjá Hauk enda er þetta snyrtilega orðað hjá þér. Málefnaleg og góð færsla þó svo að ég og kannski eh aðrir séu ekki sammála henni í einu og öllu. Þó skil ég rök þín að hluta og er að einhverju leiti sammála.

Annars máttu ekki skilja það sem svo að borðhaldið eigi að vera án samræðna Bara kyngja fyrst og tala svo.

Hvernig heldur þú annars að hlutirnir gengu fyrir sig ef að það væru engar umgengisreglur til staðar? Ég myndi ekki vilja búa við svoleiðis heimilishald.

kveðja

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Reglurnar eru óþarfar að mestu.

Eina þörfin sem ég sé fyrir reglur er sú regla að bera virðingu fyrir sjálfum sér og það að kúga ekki aðra...

...svo lengi sem maður hefur það að leiðarljósi ætti allt að vera í lagi.

En já... ég passa mig á því að hafa textann sem snyrtilegastan í þeim tilgangi að fleiri en þeir sem eru mér sammála geti lesið mig án þess að súpa hveljur og missa með því marks á megininntaki textans.

Takk fyrir góð comment.

PS 

Veistu DrE. ég pissa ekki sitjandi nema að það sé sérstaklega kveðið á um það eða að ég er að gera eitthvað annað samstundis. Ég var fæddur með eitthvað til þess að miða með og því um að gera að nýta það.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.8.2008 kl. 13:16

4 identicon

Já það er ágætt að virða sjálfan og kúga ekki aðra.

En veistu að lög og reglur eru yfirleitt nauðsynlegar útaf öllum hinum sem að virða enga nema sjálfa sig og kúga alla aðra í kringum sig.

Tökum til að mynda fyrir það að leysa vind, prumpa, freta, reka við eða hvaða nafni menn vilja kalla þann gerning. Þetta er jú vita nauðsynlegt þegar svo ber undir. En þarf maður að gera það innan um annað fólk rétt eins og margir gera og finnst það bara alltílagi. Jafnvel hreinlega fyndið.

Er geðslegt að hugsa til þess að einhver mólikúl sem voru fyrir einhverjum sekúndum síðan í rassgatinu á annarri manneskju séu komin uppí nefið á manni?

Mér finnst það bara engan vegin fyndið og langt í frá að vera siðlegt.

Held það hafi verið Pýþagórast sem sagði að "Maðurinn væri mælikvarði allra hluta". Þá hefur hann líka vafalaust átt við það huglæga mat sem við setjum á siðferði og það sem er rétt og rangt. Heldur þú að það samfélag myndi fúnkera þar sem hver og einn myndi ákveða svona prívat og persónulega fyrir sig hvað væri gott og gilt í mannlegum samskiptum. Ég er sammála þér í því að stundum finnst manni fulllangt gengið en þurfa ekki að vera til staðar vissar grundvallarreglur til að fara eftir?

Takk sömuleiðis fyrir gott tilsvar.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð færsla Einar, ég tek undir með Eggerti, hún málefnanleg og vel fram sett. Þótt ég sé ekki alveg sammála henni. Ég held að munurinn sé sá, að ég er ekki alinn upp hér á landi að öllu leyti. Og vandist því allt annari menningu og siðum. En það er tekið skýrt fram í grein minni að um er að ræða venjur Kanadamanna borið saman við íslendinga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2008 kl. 13:40

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jamm, mikið rétt og það er mjög þörf umræða um mannasiði í okkar þjóðfélagi, en þeir mega aldrei taka yfir frá sjálfstæðri hugsun og því að gera það sem er rétt.

Mannasiðir geta nefnilega verið svo margskonar og ólíkir eftir menningarheimum, en það hlýtur ávalt að vera rétt, sama hvar það er, að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til þess að bera virðingu fyrir öðrum.

Sjáið til. Ef þú berð virðingu fyrir sjálfum þér, þá ertu ekki að fara að skaða eða kúga aðra, það myndi væntanlega ekki henta þér því hvurslags ofbeldi og /eða kúgun er nefnilega haldið sömu lögmálum og kurteisin; kostar ekki neitt og færð það margfalt til baka.

Ég er ekki að tala um kurteisi eins og það að prumpa ekki á almannafæri. Það er reyndar grundvallarmisskilningur að fúla lyktin stafi af saurgerlum eða mólekúlum slíks eðlis í loftinu heldur er um brennisteinsnitur sem gerlaflóra þarmanna skapar að ræða, það er eitthvað sem enginn ræður við, heldur vildi ég að fólk prumpaði og kveikti svo á eldspýtu en að safna gasi í meltingarkerfið, slíkt yrði bara til þess að menn væru meiri vindbelgir. Skyldi þetta útskýra ýmislegt á Alþingi?

Kurteisi hlýtur alltaf að vera afstæð. Í Kína þótti það sjálfsögð kurteisi að sóða sem mest út á meðan borðað var og að leyfa matnum, því annars gæfi maður í skyn að húsráðandi væri ekki að skammta þér nóg.

Á Grænlandi þótti sjálfsögð kurteisi að sama skapi að ropa hátt og snjallt eftir matinn og helst, ef þú varst gestkomandi, áttir þú að þiggja hvílu og bólfarir með konu húsráðenda.

Svo hafa menn verið drepnir fyrir minna í öðrum menningarheimum.

Reglurnar eigum við að setja okkur sjálf.

Hversu langt viljum við ganga í samskiptum við annað fólk og hvernig viljum við að okkur sé tekið?

Það er aðalatriðið. Við getum tæpast látið stjórnast af fornaldasiðum,  því þótt að þeir hafi jafnvel virkað vel á dögum forfeðra okkar, þróast samfélagið ávalt þó þessar siðareglur geri það ekki og þar af leiðandi verða siðareglurnar úreldar og því er það undir okkur komið að sjá hvað við á nútildags.

Góðar stundir.

Kv.

JEVBM. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.8.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

"Einhver sagði einhverntíman að Kanar horfðu upp til kvenna, Bretar horfðu niður til kvenna en Frakkar horfðu á konur. Ég fer í síðasta hópinn. Ég horfi á konur í heild sinni. Ef konan hefur eitthvað að fela skal hún ekki vera að flagga því."

Tek undir með þér. Ef stelpurnar eru að glenna á okkur brjóstin verða þær að taka því þó mönnum standi. En í mínu tilviki þarf ég að hella smá viagra í blöndunginn áður.

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 16:43

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

....þú gerir nú aðeins meira en að horfa, kúturinn minn........hehehehehe

Haraldur Davíðsson, 6.8.2008 kl. 17:34

9 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Ja hérna hvað það er vandræðalegt þegar enginn segir neitt , kannski er bara mismunandi hvernig fólk en mér finnst einhvernvegin að ef að fólk er að vanda sig of mikið þá verður það svo tilgerðalegt en auðvitað þarf einhverja siði að hafa. eigðu svo góðan dag.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:47

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þú líka Emma mín og takk fyrir fésbókaraddið.

Halli minn, ekki vera að þessu Böggi...

Sigurður, gott ef ekki að það verði svipað farið með mig þegar og ef ég kemst á þinn aldur. En gleðilegt samt að Pfizer hafi fundið upp Viagrafossa.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.8.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband