Bíddu... hverju fjand...

...ans máli skiptir það þó JGS hafi verið þarna? Þetta var um 80 manna hópur sem þarna fór inn. JGS átti ENGAN þátt í því að þessi aðgerð var framkvæmd.

En jæja. Því fleiri því betra.

Það eru þó talsverð vonbrigði að Þóra skuli klippa fréttina þannig að JGS sé aðalmálið, því hann var það svo sannarlega ekki og mér þykir það frekar slöpp fréttamennska að falla fyrir því að einhverjir svona stjörnustælaglaumgosar komi og athyglin sé öll á því að hann sé á staðnum.

Þetta er ein af ástæðum þess að við berum svo mörg grímur. Athyglin á að vera á mótmælunum, ekki á einstaka aðilum sem mæta á þau.

 

JGS, ég bið þig næst að koma með klút eins og við hin... (hehehe það er þá líklegt Bandit)

 

 


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Gauti Hauksson

Þetta er það besta sem gat komið fyrir þessi mótmæli

Allir sterkir mótmælahópar eiga sinn "pólistíska" talsmann.

 JGS er flottur í það - hann veit um allt bullið og gefur mótmælum ykkar VIGT.

Vel að verki staðið hjá ykkur og bara plús að JGS var með.

 KV

Vésteinn Gauti Hauksson, 17.12.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Takk fyrir það, en NEI.
JGS er alveg jafn sekur og hinir auðmennirnir.

Þessi hópur er raunar ekki skipulagður hópur sem slíkur og frábiður sér 'talsmenn'. Við erum hvert og eitt okkar eigin talsmaður.

kv.

Jólakötturinn.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Vésteinn Gauti Hauksson

Caos er gott en skipulagt Caos er betra........

Vésteinn Gauti Hauksson, 17.12.2008 kl. 14:01

4 identicon

Sæll, Til að byrja með langar mig að segja að ég er rosalega ánægður með þessi mótmæli og kraftinn í fólkinu, verð samt að játa það mér til skammar að ég hef ekki tekið þátt heldur bara anskotast inní stofu eða kaffistofuni.

En ég á svoldið bágt með að skilja þetta hjá þér !
Er eitthver skilirði sem þarf að uppfylla til að mega mótmæla með ykkur ?
Ég hefði haldið að mótmælendur myndi fagna því að einhver sem hefur góða contancts, lætur sjá sig og styði mótmælin því þrátt fyrir allt þá er þetta notturlega politík og það er stöðugt verið að reyna gera lítið úr mótmælum, þó ykkur finnist hann ekki vera aðalnúmerið (sem hann er ekki), þá er hann fréttamatur!
Þetta er allavegna í fyrsta sinn sem fyrirsögnin er ekki "ungmenni safnast saman" krakkar ráðast á lögreglur" eða eitthvað álika rugl.
Í hvort sem þú telur hann hafa eitthvað dubíus á bakvið það að hann vilji taka þátt í mótmælunum takið því fagnandi og nýtið það.
Spillinginn stendur þétt saman og passar bakið á hverjum öðrum og vonast til að við fólkið munum ekki gera það sama !

Ég mun virða þann spillingarsel sem fyrstur sér af sér, leysir frá skjóðuni og kemur yfir í lið með fólkinu.

Ómar (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

hver er eiginlega tilgangurinn með þessum klútum?

Það eina sem mér dettur í hug er að fólk sem felur á sér andlitið skammast sín fyrir aðgerðir sínar og er ekki tilbúið til þess að láta eigið nafn standa þar undir.

Kannski er ég að misskilja eitthvað... einhver?

Björn Leví Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 16:50

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einar - er Jón Gerald auðmaður? Ég veit að hann var í bissniss, en flokkast hann sem bónafæd auðmaður? Var hann ekki bara einn af þeim sem fór illa út úr bissniss við Bónusfeðgana? Það gerir menn ekki að glæpón, heldur fórnarlambi.

Svo eru ekki allir auðmenn sekir. Svona tala bara afturhaldskommar. Segjum til dæmis að ég sem slíkur myndi finna upp lyf gegn krabbameini og græða gnótt... hvað væri ég þá sekur um?

Ekki kalla alla auðmenn glæpóna. Það að eiga hafsjó af fé gerir menn ekki að glæpamanni. Ef maður notar peninginn til að græða meira fé á vafasaman hátt og setur banka, og í framhaldinu land, á hausinn - þá má hinsvegar alveg skoða málið.

Svo held ég að það sé bannað að bera grímur hérlendis. Er samt ekki alveg viss.

Ingvar Valgeirsson, 17.12.2008 kl. 17:21

7 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Hvað er annars afturhaldskommi? Fólk hefur notað þetta orð ansi mikið undanfarið og ég er bara ekki alveg viss hvað býr þar að baki?

Þetta hljómar allavega eins og einhvers konar stimpill sem notandi orðsins setur á einhvern annan í þeim tilgangi að gera lítið úr málflutningi þess aðila. Áhrif slíkra stimpla eru einnig áhugaverðir... en aðalatriðið er svo sem hvað stimpillinn þýðir.

... ég bara spyr.

Björn Leví Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 17:29

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bjössi, klútarnir eru í þessum tilgangi:

A) Sýna samstöðu.

B) Þekkjast síður af myndavélum og vera ekki spekkaður af pressuni eða lögguni sem leiðtogi.

C) Hjálpa til að halda á manni hlýju ef kalt er úti.

Sem dæmi...

...svo eru margar mismunandi aðstæður hjá fólki hví það ber grímuna.

Hversvegna eru auðkennisnúmer lögreglumanna ekki sýnilegri? Hversvegna má sérsveitin bera grímur?

Ef þeir mega það, megum við það líka.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 20:06

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ingvar, JGS er yfirlýstur stuðningsmaður Davíðs og það er eitur í beinum þeirra sem að þessum mótmælum komu.

Eins vil ég benda þér á að sjálfsbyrgingsafturhaldssjallasmjörkúkar ættu ekki að vera að rífa kjaft þegar vinir þeirra þora að fara út og berjast gegn skuldsetningu barna þeirra, í stað þess að taka skuldafeninu opnum örmum.

Ef ég rændi eitt stykki ömmu af veskinu og færi svo og stæli nammi af ungabarni yrði ég settur inn, dæmdur.

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þetta lið er búið að  ræna nær alla aldraða Íslendinga ævistarfinu og ræna börnin þín mögulegum framtíðararði; hneppa þau í þrældóm með skuldum.

Ekki eru allir auðmenn glæponar, ég get alveg tekið undir það, en ég get hinsvegar bent þér á að í Kapítalisma á að þrífast ábyrgð. Þ.e. þú greiðir fyrir þínar skuldir og tekur ábyrgð á þeim áhættum sem þú tekur, það eru rökin fyrir því að arður háttsettra bankamanna var svona svívirðilegur, ef þeir geta ekki drullast til að taka ábyrgð og láta fólkið í landinu borga, erum við þá ekki að tala um Kínverskan kommúnisma hérna?

Kommi!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 20:12

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ómar! Ég gleymdi að svara þér!

Nei, utan að skilyrði er þó að standa með þeirri aðgerð sem fer fram því sinni.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 22:08

11 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

A) Sýna samstöðu.

- skrítið samstöðutákn...

B) Þekkjast síður af myndavélum og vera ekki spekkaður af pressuni eða lögguni sem leiðtogi.

- what?! Ef þú ert ekki tilbúinn til þess að standa fyrir það sem þú hefur að segja eða gera til hvers ertu þá að því? Djös bull..

C) Hjálpa til að halda á manni hlýju ef kalt er úti.

- Aah, loksins ástæða sem eitthvað vit er í.

... og ég heiti Björn, ekki Bjössi.

Björn Leví Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 23:18

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fyrirgefðu viðurnefninguna.

A & B) Alls ekki, þetta er máské hluti af hugsjón sem þú skilur ekki, ég er tilbúinn að standa fyrir það sem ég hef að segja. Hef ég einhverstaðar falið hver ég er? Nei. Ég er með þessa grímu vegna þess að hver ég er skiptir ekki máli. Aðalatriðið er hvað við erum að segja, ekki hver við erum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.12.2008 kl. 00:46

13 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Ég persónulega hætti að bera klút þegar lögreglan hættir að taka ljósmyndir af mótmælendum, hver skildi tilgangurinn á bakvið það vera? hmm...

Davíð S. Sigurðsson, 18.12.2008 kl. 02:27

14 identicon

Kleópatra tók þátt í mótmælum...  miklu flottara en einhver Jón híhí en því fleiri sem mæta því betra.  En það virðist vera fjölmiðlum óskiljanlegt að við erum ekki þarna til að upphefja okkur sem einhverjar frelsishetjur, við erum þarna til að sækja fram réttlæti okkar sem íslendingar.

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:23

15 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ekkert mál :)

Það er alveg rétt að það er ekki aðalatriðið hver maður er heldur það sem maður segir. Nafnleysi er hins vegar tvíeggja vopn.

1. Ef hver þú ert getur haft áhrif á það hvernig fólk skilur það sem þú ert að segja þá getur nafnleysi verið réttlætanlegt til þess að einungis málflutningurinn standi fyrir sínu.

2. Ef málefnið er "vafasamt" þá getur verið gott að skýla sér á bak við nafnleysi til þess að forðast neikvæðan dóm.

Seinna tilvikið er því miður algengara og vegna þess þá er fólki hættara á að tileinka nafnleysi þann eiginleika þegar þess háttar málflutningur er við hafður. 

Björn Leví Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 02:38

16 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Því miður...

...enda sjáum við það oft á netinu, mjög mikið af fólki sem skýlir sér undir nafnleyd til þess að sverta náungann. Merkilegt nokk, yfirleitt er það fólkið sem krítiserar hvað háværast að maður beri á sér grímu, þó ég hafi ekki farið í grafgötur með það að ég sé einn þessara mótmælenda.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.12.2008 kl. 12:21

17 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hef nú ekki heyrt af því fyrr að Jón Gerald Sullumbul sé einhver sérstakur vinur Davíðs. Eina sem ég man eftir að hafa heyrt um kynni þeirra er þegar Davíð sór og sárt við lagði að hann þekkti manninn ekki hætishót í fréttatíma í sjónvarpinu.

En Einar, biddu þá í hópnum sem brjóta eitthvað eða skemma að taka niður grímuna á meðan, ellegar skilja eftir nafnspjöld svo hægt sé að senda reikning fyrir skemmdum.

Varðandi afturhaldskommatalið, þá var meiningin sú að aðeins svoleiðis fólk liti á alla sem ættu slatta af peningum sem glæpamenn, þá fyrir það eitt að eiga pening. Það er hinsvegar allt í lagi að kalla þá glæpóna ef þeir hafa gert eitthvað af sér, t.d. komið landi á hausinn. Ég bara veit ekki til þess að Jón Gerald falli í þann hóp.

Ingvar Valgeirsson, 19.12.2008 kl. 14:13

18 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

ach, þannig :) ... takk fyrir útskýringuna.

Björn Leví Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 14:51

19 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég skal gera það og fá hvern þann sem stundar rúðubrot að stíga fram og við skulum standa saman að samskotum til þess að greiða þessar rúður.

Sjálfur hef ég ekki brotið rúðu síðan ég var 14 ára gutti í Smáranum í Kópavogi og við strákarnir brutum rúður í húsi sem til stóð að rífa.

En, ég geri þetta ekki fyrr en þeir sem skulda rúmlega 3.500.000 sinnum meira greiða það sjálfir í stað þess að láta það falla á BÖRNIN ÞÍN. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.12.2008 kl. 18:51

20 identicon

ég skal borga í pott fyrir þær rúður sem hafa verið brotnar þegar þeir hafa borgað sínar skuldir ... ekki málið :) samt var ég því miður ekki á staðnum í þetta skipti

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:26

21 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Aha - það þarf semsagt ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum fyrr en allir aðrir hafa gert það? Auðvitað er þetta hugarfarið sem kemur til með að bjarga landinu.

Ingvar Valgeirsson, 20.12.2008 kl. 18:29

22 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ingvar, láttu ekki eins og fífl, því þú ert það ekki.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.12.2008 kl. 14:38

23 Smámynd: ThoR-E

Sæll.

Ég gat ekki sent þér skilaboð til baka ... þannig að ...

Ég er vel til í þennan aðgang, hljómar mjög vel.

Þú kannski sendir mér nánari uppl. 

kv.

ThoR-E, 22.12.2008 kl. 17:59

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband