29.7.2008 | 13:20
Árnað óheilla. Opið bréf til Hr. Johnsen.
Árni minn. Ég er nú ekki eins algjör andstæðingur þinn stjórnmálalega og ég var þegar ég var unglingur.
Þá man ég að ég hreinlega þoldi þig ekki, enda var ég talsvert vinstrisinnaðari og bláeygri þá.
Sem betur fer eltist það af mér.
En þú ert ennþá sama fíflið.
Hefur ekki stjórn á skapi þínu á útihátíðum, kallar mig og aðra trúleysinga ofdekraða og lætur að því liggja að við séum vart Íslendingar, enda dýrkum við augljóslega kölska...
...lætur hafa þig að fífli með því að kæra konu fyrir að segja eitthvað sem alþjóð veit og missir þig svo í ritdeilur við konu sem hefur unnið sér það til frægðar að klæða sig í svan...
Í svan, Árni Johnsen!
Ég sem hélt að þú hefðir lært eitthvað af því að vera stungið á betrunarhælið hvar þú lærðir skúlptúr...
...og við það að fá uppreisn æru...
...og ætlaru virkilega að vera það vitlaus, Árni Johnsen, að draga svona smáatriði fram í dagsljósið, eitthvað úr viðtali á útvarpsrás sem enginn með meira en hálfa sellu hlustar á?
J'accuse hr. Johnsen!
J'accuse!
Ég mæli með því að þú takir til baka þessi eftirfarandi ummæli þín til baka:
Þá er látið undan dekurrófum, trúleysingjum og stjórnleysingjum víða um heim, fólki sem hugsar mest um sjálft sig en síður um að sinna náunganum af kærleik og góðvild. Fólki sem hugsar ekki mikið um það að rækta lítillæti, þakklæti og auðmýkt, sem er nú grundvallaratriði í því að maður sé manns gaman* án þess að nokkur skemmist.
Því ég er viss um að ég sé þakklátari, lítillátari og auðmýkri en þú, og ekki eins og þú, dekurrófa Dlistans, dæmdur glæpamaður sem hefur sýnt að þrátt fyrir að hafa tekið út refsingu sína og hlotið uppreista æru sé hann lítilmannlegur, hrokafullur, iðrast ekki gerða sinna, skertur allri auðmýkt og þakklæti fyrir að fá að taka ennþá þátt í samfélaginu sem hann rændi. Þó að ég sé trúlaus og nánast stjórnleysingi, þá held ég að ég skaði samfélagið minna en þú, Árni Johnsen.
Ritað er:
Hús mitt á að vera lýðræðislega kjörið löggjafavald skipað einstaklingum sem er annt um alla landsmenn, en ér hafið gjört það að ræningjabæli.
*Eins þætti mér vænt um, sem meðlimur í Ásatrúarfélaginu að þú færir ekki að leggja Hávamál við hégóma eins og þu gerir þarna.
Árni stefnir Agnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"J'accuse hr. Johnsen!"
Djöfull er það orðið lélegt þegar hvaða fífl sem er getur skreytt sig með lánsfjöðrum af þessari stærðargráðu.
jonni (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:35
Alltaf gott að fá kristilegt siðgæði beint af Árna :)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 13:44
Já Jonni, það er orðið djöfulli lélegt.
Svo er líka lélegt þegar menn eins og Árni Johnsen vitna í Hávamál. Það er vissulega leiðinlegt þegar menntastig þjóðar er komið á þann level að hvaða ómenntaða fífl sem er þekkir bæði Hávamál og Dreyfusmálið / Zola...
Líka frekar lélegt þegar aular sem koma fram undir nafnleynd reyna að gefa í skyn að maður sé fífl.
~^~^~
Dr: það er alltaf gaman að tvöföldu siðgæði.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.7.2008 kl. 13:49
Ertu búinn að ráða lögfræðing, just in case? Þú kannar hann fífl, en Agnes kallaði hann bara hálfgert stórslys. Kannski er það "hálfgert" sem fór í hann. Hann vill vera eða ekki vera. Ekkert það á milli...
Villi Asgeirsson, 29.7.2008 kl. 13:53
Ég ætla rétt að vona það.
Það væri nú alveg eftir honum að spila svo kjánalegan leik.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.7.2008 kl. 14:00
Verslunarmannahelgin framundan og sjálfvirki sleppibúnaðurinn vafalaust tilbúinn. Hvað er kallinn búinn að lemja marga þar og aldrei kunnað að skammast sín fyrir það eða nokkuð annað ræfilsgreyið. Agnes er algjör snilli.
Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:01
Eru þið Páll Óskar í félagi nei alveg rétt hann er nýbúin að taka steluþjófinn í sátt, Árni hefur voðalega mikið efni á yfirlýsingum um það hvernig á að haga sér.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 30.7.2008 kl. 00:06
PWN!
Davíð S. Sigurðsson, 30.7.2008 kl. 22:04
Einar; Árni sagði þetta í ræðu á Alþingi í vor, í umræðum um kristileg gildi í grunnskólum...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.7.2008 kl. 02:43
Árni Johnsen er stórslys og smánarblettur á samfélaginu, smekklaus, siðlaus, laus við alla ábyrgðartilfinningu og samvisku........
.....og nú má hann stefna mér.
Haraldur Davíðsson, 31.7.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.