Grundvöllur lýðræðis og jafnréttis er...

...að við fáum öll að tjá okkur, sama hversu óviðurkvæmilega það er.

Ég get ekki séð með nokkru móti að þetta lag sé áróður fyrir nauðganir.

Var þá ekki eðalpönksálmurinn 'Í nótt' með Fræbbblunum boðun á heilögu nauðgunarstríði gegn konum?

Ég held að Femínistafélag Íslands ætti nú að fara af sínum háa hesti og stinga þessari fölsku siðferðisvitund upp í óæðri enda sína, sama af hvoru kyninu þetta annars ágæta fólk er.

Það er nefnilega staðreynd að þetta er aðför að lýðræðinu í gegnum tjáningarfrelsið, í nafni stjórnmálalegrar réttsýnar og kvenréttinda.

Ég sé ekki hvernig konur skaðast af þessum texta. Þessi texti er ekki um nauðgun eða hvatning til nauðgana. Ég hygg að það segi meira um FÍ og þeirra fylgissveina og meyjar að þau sjái nauðganahvatningu í orðum Baggalúts.

Þetta er ekki nýtt af nálinni. Kellingar af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina rembst eins og rjúpur við staura til þess að halda upp vissri siðferðisstýringu, siðferðisstýringu í orði, ekki á borði.

RIAA þurfti lengi vel að setja 'Parental Advisory Explicit Lyrics' á nánast allar plötur, þökk sé Tipper Gore og vinkonum hennar í PMRC.

Lög Megasar voru lengi vel bönnuð í útvarpsflutningi sökum grófra texta.

Hvernig stendur á að fólk sem tilheyrir svona bókstafstrúarbrögðum þarf í sífellu að troða sínu siðferðismati upp á aðra? Þá er ég að tala um bókstafstrú Kristinna, Múslima og Femínista, því að hjá FÍ er þetta löngu komið fram yfir heilbrigða trú á jafnrétti kynjanna (sem er samt vindmylla, það verða aldrei allir einstaklingar jafnir og þar sem bæði kynin eru skipuð einstaklingum verður aldrei algert jafnrétti, en við eigum að hafa sömu réttindi og tækifæri). 

Charles Manson vildi meina að Blackbird og Helter Skelter af 'The White Album' hefðu hvatt hann til morða og þess að stofna til heilags kynþáttastríðs. Var það Bítlunum að kenna að Manson var nöts?

Þá getur það ekki verið Baggalúti að kenna ef einhverjir illa uppaldir krakkar, hvort sem þeir séu nauðgarar eða femínistar, geta ekki hlustað á lag án þess að finna fyrir slíkri sinnissýki að halda að verið sé að hvetja til ofbeldis. 

Hljómsveitin Mammút gaf nýlega út lagið Svefnsýkt (mér finnst Mammút æðisleg, sú hljómsveit var lengi vel í næsta herbergi við bandið mitt) og í því er textinn:


Ég held mér undir þér og ég skal dansa bara og aðeins fyrir þig.
Ég skal syngja bara ef þú temur mig.
Ég verð undir þér og ég skal syngja bara og aðeins
fyrir þig og ég skal dansa bara ef þú hemur mig.

 

Hvað segir FÍ við þessu?

Er þetta ekki stuðlun að neikvæðum kynímyndum?

Hvað með texta Polly Jean Harvey?
'Rid of me':

'Lick my legs, I'm on fire, lick my legs of desire;
I'll tie your legs
Keep you against my chest
Oh, you're not rid of me
Yeah, you're not rid of me
I'll make you lick my injuries
I'm gonna twist your head off, see

Till you say don't you wish you never never met her?
Don't you don't you wish you never never met her?

 

Er ekki beinlínis verið að hvetja kvenfólk til nauðgunar á karlmönnum þarna?

 

Málið er bara mjög fjandi einfalt:

Á Íslandi, lýðræðislegu lýðveldi, skal vera málfrelsi.

Þó að þér líki ekki við textann, þá þarftu ekki að hlusta.

Segi þér einhver að þú sért of veikburða til þess að lifa við frelsi, er verið að gera þig að barni og það er meira niðurlægjandi en að einhverjir galgopar semji einhverja texta sem eru þér ekki að skapi.

Þess vegna er þessi ritskoðunarstefna FÍ niðurlægjandi fyrir konur, því ég veit að konur eru nógu sterkar til þess að lifa við frelsið. 


mbl.is „Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

PJ og fræbblarnir eru bara góður smekkur er þetta feministafélg ekki orðið að trúarsöfnuði var að spá hvort það væri tengt Gunnari í Krossinum er bara djöfullinn ekki bara kominn í þetta líka þetta er samsæri. En PJ með Hardly Wait er líka geggjað mmm Juliette Lewis líka flott þegar hún syngur það.  Afi minn var baðvörður.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 31.7.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Úff Einar, mörgum orðum eytt í vitleysingja......

Haraldur Davíðsson, 31.7.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

"Segi þér einhver að þú sért of veikburða til þess að lifa við frelsi, er verið að gera þig að barni"

Þessi setning er snilld! Lýsir forræðishyggju í hnotskurn!

Sindri Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband