Public Image Ltd.

Já...

...um daginn lék ég í auglýsingu. Ekkert sérstakt við það svosum, ég er náttúrulega fallegur maður og því ekki óeðlilegt að ég nái mér í smá aukapeninga við það að vera fallegur.

Það skemmtilega við þetta er að ég var að leika í auglýsingu fyrir stórfyrirtækið Voðafónn. Pönk-auglýsingu.

Mér bregður fyrir í kannski 3 sekúndur í það heila, samtals, í myndbandi hljómsveitarinnar Rass við lagið, og svo auglýsingunni sjálfri og svo eitthvað í bakgrunni meiking of myndbands.

Ég veit að það hljómar kjánalega, en mér fannst allt í lagi að leika sjálfan mig í auglýsingu. Ég var, eftir allt, í eigin fötum, ekkert gert við hárið á mér, ekkert sminkaður, bara ég sjálfur, en ég geng oft í leðurjakkanum mínum, og ég nota föt þangað til að þau eru hætt að vera föt og eru bara henglar og er með stutt hár sem jafnan er úfið... það finnst fólki voða  pönk.

Líka það að ég er, eins og pabbi minn orðaði það 'með járnarusl hangandi framan í' höfði mínu. Göt í eyrum, vör og nefi. Þetta finnst fólki líka voða pönk.

Ég hlusta líka voðalega mikið á pönk, bæði nýtt og svo alveg proto-pönk, þ.e. tónlist sem var pönk áður en hugtakið var til, sbr New York Dolls, MC5, Stooges etc.

Ekkert merkilegt við það, en fólki finnst það voða pönk. 

Rétt eins og allir fölsuðu hanakambarnir og litlu leðurjakkarnir sem fólkið í þessari auglýsingu er skreytt.

En það er ekki pönk.

Ég er ekki að segja mig meiri pönkara en aðra, en pönk er ekki einkennisbúningur.

Það er grundvallar misskilningur.

Pönk er nefnilega einstaklingsstefna par exelans. Pönkið snýst um að finna sjálfan sig hvernig sem maður vill, gera það sem manni sýnist og vera ekki í eilífðar feluleik hins tómlega hjarðsamfélags.

John nokkur Lydon, einnig þekktur sem Rotten, sem var söngvari Sex Pistols, sýndi eftir upplausn þeirrar annars ágætu sveitar, snilldar takta, með seinni hljómsveit sinni Public Image Ltd. sem gaf meðal annars út þetta ágæta lag, sem fjallar eimmitt um sorglega yfirborðshyggju plötubransans og hvernig pönkið varð almennri ímynd að bráð.

 

The Public Image:

Hello. Hello. Hello. Hello. Hello. Hello.
Ha, Ha, Ha, Ha, Ha.
You never listen to word that I said
You only seen me
For the clothes that I wear
Or did the intrest go so much deeper
It must have been
The colour of my hair.

Public Image.

What you wanted was never made clear
Behind the image was ignorance and fear
You hide behind his public machine
Still follow the same old scheme.

Public Image.

Two sides to every story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
I will not be treated as property.

Public Image.

Two sides to evrey story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
It's not a game of Monopoly.

Public Image.

Public Image you got what you wanted
The Public Image belongs to me
It's my entrance
My own creation
My grand finale
My goodbye

Public Image.

Public Image.

Goodbye.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Hver af þeim ertu??? Langar að sjá þig

Helga Dóra, 8.7.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það sést meðal annars í vanga minn í kjörbúðinni...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.7.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: arnar valgeirsson

pönk er ekki fatatýska.

en til hamingju með nýjan vettvang...

arnar valgeirsson, 8.7.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: arnar valgeirsson

djöfuls djöfull og andskoti. skrifaði tíska með ypsiloni. hálfviti...

arnar valgeirsson, 8.7.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: SeeingRed

Ég hef alltaf verið meira svona post-pönkari með industrial og rock/metal ívafi og hafði og hef litla þolinmæði fyrir pönk ala Sex Pistols, The Exploited og svo framvegis. PIL hef ég samt alltaf fílað í ræmur og er ánægður með stefnuna sem Lydon tók eftir Sex Pistols.

SeeingRed, 8.7.2008 kl. 21:02

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Man eftir sjónvarpsþætti um pönkið sem va í sjónvarpinu mínu fyrir einhverjum misserum. Þar var Henry Rollins að tala um pönkið og allt sem því fylgir. Hann sagði þar eitt sem ég er sammála en æði margir urðu fúlir yfir. Hann sagði að eftir að Clash og Sex Pistols hættu hafi meðlimirnir farið að gera miklu betri músík. Ég er allavega á því að PIL hafi verið miklu betri sveit en Pistols voru nokkurntíma.

Sagðirðu mér ekki um daginn að þú þyrftir að raka á þig kamb fyrir verkefnið? Ég var farinn að hlakka til að sjá þig svoleiðis.

Ingvar Valgeirsson, 8.7.2008 kl. 22:15

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já...

...nei. Þeir vildu mig bara eins og ég er! 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.7.2008 kl. 00:06

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Megas og Nylon.

*LMAO* 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.7.2008 kl. 12:02

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað varðar mig um isma og istanna þrugl um list.....

Haraldur Davíðsson, 9.7.2008 kl. 16:42

10 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

er ekki sammála mörgu sem þú skrifar en PÖNKIÐ er bara flott.

Áttu þetta ekki að vera 15 mínotur í frægð

En þið eruð allir mjög sætir í þessu myndbandi.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 9.7.2008 kl. 20:26

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Emma, áttu þá við núna eða yfir höfuð?

Það var áætun A. Warhol að áætla 15 mínútur... en ég meina... það er andskoti margt sem hefur breyst frá sjöunda áratugnum og þó ýmislegt sé til í því að allir verði einhverntíman frægir í 15 mínútur, þá er sá tími ekki ennþá kominn...

...ég vona þó að þetta hafi ekki verið mínar 15, ég er allavega búinn með 45 og vonast eftir innistæðu til þess að borga hinar 30+ mínúturnar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.7.2008 kl. 00:17

12 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Ja finnst þú alhæfa full mikið stundum ekki núna en hef gaman af að lesa bloggið þitt svo ertu svo ómótstæðilega myndalegur svona sem brennandi eldur

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.7.2008 kl. 08:33

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég verð að kíkja á þetta.

Sigurjón Þórðarson, 10.7.2008 kl. 09:34

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmmm... já...

Ég veit ekki... hipsum haps og efasemdir og hálfmók er eitthvað sem ég á erfitt með að tileinka mér í ritstíl. Máské að ég hafi lesið of mikinn Nietszche í gegnum tíðina. 

En þakka þér hrósið, ég er svona myndarlegur og brennandi dags daglega skilst mér...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.7.2008 kl. 11:58

15 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

já gæti verið Nietszche að kenna eins gott að vera með sólgleraugu.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.7.2008 kl. 13:45

16 Smámynd: Halla Rut

Frábær auglýsing.

Halla Rut , 11.7.2008 kl. 00:38

17 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Aldrei að vita hvenær frægðin byrjar, gæti verið í þessari auglýsingu, maður verður að fylgjasst með framhaldinu.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.7.2008 kl. 22:40

18 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hehehe.

Ég ætla nú að vona, elskurnar mínar, að ég geti unnið mér eitthvað annað til frægðar en þaðað hafa leikið í einni auglýsingu... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.7.2008 kl. 04:33

19 Smámynd: halkatla

þetta er eina skemmtilega auglýsingin um árabil

halkatla, 18.7.2008 kl. 10:24

20 Smámynd: SeeingRed

" Hvernig geturðu nefnt Sex Pistols og Exploited í sömu setningu, SeeingRed?

 Það er eins og segja "ég hef aldrei fílað Megas og Nylon".

 Ég spilaði reyndar einu sinni snóker við strákana í Exploited en að líkja þeim við Sex Pistols er fáránlegt.  John Lydon gerði marga ágæta hluti með PiL en fátt náði þeim hæðum sem Pistols náðu.  Hann er sammála því í dag."

Var nú alls ekki að bera Sex Pistols saman gæðalega, tók þessar tvær sem dæmi um þetta 3 hljóma pönk sem mér leiðist frekar sama hver flytur...Fræbblarnir gera það raunar skemmtilegar en aðrir og þá sjaldan sem hreinræktað Pönk fer í spilarann hjá mér eru það sú ágæta sveit, liklega eina pönlhljómsveitin sem ég á allt með.

Fannst alltaf Sex Pistols alltof mikið svona " tilbúið " dæmi og snjöll markaðssetning og textarnir samansafn frasa til að hneyskla.

SeeingRed, 18.7.2008 kl. 21:50

21 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Æji... hver ykkar sem er: ekki fara að væla yfir því hvað er pönk eða ekki, því það er ekki pönk að væla hver sé meira pönk en hinn

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.7.2008 kl. 21:53

22 Smámynd: SeeingRed

Nákvæmleg, enda fátt fánýtara en að flokka tónlist, annaðhvort fílar maður tónlistina eða ekki, sama í hvaða hólf flokkunarsinnar ákveða að hún eigi heima í.

SeeingRed, 18.7.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband