Freiheit.

Já elskurnar mínar. Ég er frjáls eins og fuglinn.

Ég er að hætta í dagvinnunni minni, sem þýðir að ég þurfi ekki framar að vakna eldsnemma á morgnana og brölta í strætóskýli og borga tæpan þrjúhundruð kall fyrir far sem er lengi á leiðinni - far sem aðrir fá frítt, greitt af skattpeningum okkar.

Ég verð væntanlega ekki útkeyrður alla daga og að drepast úr þreytu, ég get því malað og teygt mig þangað til að ég nenni útúr húsi farið svo út á röltið að breima. 

Og ég heyri ykkur spyrja í vantrú, hvernig ætlar drengurinn að lifa dýrtíðina?

Jú.

Eins asnalega og það kann að hljóma fyrir ykkur;

Rokk og ról!

Ég er búinn að átta mig á því að ég þarf ekki að bakbrjóta mig daglega til þess að draga andann. Ég get lifað þægilegu lífi án áhyggja ef ég beini mér á réttar brautir.

Og ég er kominn með regluleg gigg sem ættu að borga nóg til þess að fóða mig og kisurnar mánaðamóta á milli án þess að ég þurfi að leggja á mig einhverja streitu og stresstengda sjúkdóma.

Maður þarf ekki að taka þátt í vitleysunni til þess að lifa hana af - og kemst enginn úr þessari veröld á lífi, svo mikið er víst.  Ég verð kannski ekki ríkur á meðan, en fuck; ég verð hamingjusamur og áhyggjulaus og mér er það miklu dýrmætara en skotsilfur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

jebb....

Haraldur Davíðsson, 28.5.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Þóra

Lokaniðurstaða! Velkominn í heim anti-leiðindavinnupúlara. Bara Loka á stressogpúl. Eru ekki morgnarnir dýrlegir eldsnemma klukkan tíu?

Þóra, 31.5.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég vakna eldsnemma um hádegi og geri hvað ég vil.

Lífið er yndislegt. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.5.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband