14.5.2008 | 12:34
Írsk Hátíð.
Eins og ég hef minnst á áður, er ég áhugamaður um Írland og Írska menningu. Ég held að við sem höfum áhuga á Írskri menningu og þessu ættum að taka okkur leiguflug til Dublin og detta í það þar í stað þess að taka þátt í þessari fásinnu og þessu Stjórnarskrár og mannréttindabroti sem Akraneskaupstaður ætlar að fremja í eftiröpun frá Akureyri.
Þetta er náttúrulega eitthvað það asnalegasta sem heyrst hefur á Íslenskri grundu frá því að Samfylkingin setti síðast fram stefnuskrá sína.
Í alvöru? Er kaupstaðnum stætt á að fremja þetta heimskupar og útiloka fullorðið fólk sem hefur aldur til þess að drekka frá þessari hátíð eingöngu á grundvelli aldurs?
Ég myndi meina að þetta væri gróft brot á mannréttindum þessara einstaklinga, auk þess sem þau eru ekki hættuhópurinn á fjölskylduhátíðinni 'Írskum dögum'.
Ég hefði haldið að það væru frekar börnin sem væru í eftirdragi með blindfullum fjölskyldumeðlimum sem væru í hættu, ættu það á hættu að lenda í allskyns hættum Írskrar menningar eins og drykkju, söng og ljóðagerð.
Eru Írskir dagar fjölskylduhátíð? Stafar hættunni og ónæðinu algjörlega frá þessum fimm ára aldurshópi krakka frá 18-23? Fuck!?! Ég er 27 og ég get verið djöfulli leiðinlegur þegar ég er drukkinn og það sama á við um flesta vini mína. Damn. Eruð þið það vitlaus að halda því fram að þessi hópur sé sá sem er til vandræða? Þetta eru aldurstengdir fordómar. Ég þekki fullt af fólki yfir fimmtugu sem kann EKKERT með áfengi að fara og syngja hátt og falskt þegar þau eru komin í glas. Eigum við ekki að banna þeim líka?
HAFIÐ ÞIÐ EITTHVAÐ VIT Á ÍRSKRI MENNINGU EÐA ÍRSKUM ÞJÓÐARARFI?
Smá glossary:
Cúchúlaínn.
Fyrst ber að nefna Cúchúlaínn sem er einskonar Egill Skallagrímssson þeirra Íra. Drepið alveg fullt af fólki frá blautu barnsbeini og barnaði margar konur fyrir fermingu. Drakk eins og svampur eftir það og hélt uppteknum hætti þar til einhver náði að drepa hann. Hann er þjóðhetja Kelta og á víst að rísa aftur.
Það er skemmst frá því að segja að hann hefur ekki komið aftur frá því að hann dó síðast, en það er allt í lagi. Hann og Jésú taka næstu rútu saman til baka.
And in the Euston Tavern you screamed it was your shout
But they wouldn't give you service so you kicked the windows out
They took you out into the street and kicked you in the brains
So you walked back in through a bolted door and did it all again
At the sick bed of Cuchulainn we'll kneel and say a prayer
And the ghosts are rattling at the door and the devil's in the chair (Shane MacGowan - the Sick bed of Cuchulaínn)
Brendan Behan.
Það á nú kannski vel við að minnast á eitt bestu skálda 20 aldarinnar.Brendan Behan í þessu samhengi fjölskylduhátíða. Sagan segir að þegar Behan var 8 ára hafi gömul kona sagt við hann þar sem hann var á gangi ásamt
ömmu sinni eftir gott fyllerý: "Að sjá barnið afmyndað svona". Amma Behan svaraði í snatri " Hann er ekkert afmyndaður, hann er bara fullur!".
Brendan Behan var í fangelsi stóran hluta unglingsára sinna vegna hlutdeildar í sprengjugerð fyrir IRA.
It's not that the Irish are cynical. It's rather that they have a wonderful lack of respect for everything and everybody. B.Behan.
Eitt sinn var Behan á gangi á O'Connell Street í Dublin þar sem hann hitti Tommy O'Reilly. Oreilly var mjög hissa að sjá ekki hóbóinn vin sinn heldur mjög snyrtilega klæddan Behan í Armanifötum og með silkiklút. "Himnarnir opnist, Behan" Sagði O'Reilly, " Ertu alveg hættur að drekka?"
"NEI!" svaraði Brendan "Ég hef gengið til liðs við Alcoholics Anonym og drekk því undir dulnefni!!"
Shane MacGowan.
Shane Patrick Lysaight MacGowan er flestum tónlistarspekúlöntum þekktur sem söngvari the Pogues, maðurinn með fornaldartennurnar.
Þessi undurfagra sál sem lifir undir hrjúfu yfirborðinu hefur látið margar perlurnar streima úr penna sínum eins og 'Streams of Whiskey' og 'Boys From the County Hell' en það eru færri sem vita að hann er brottfluttur Íri. Þ.e. meirihluta ævi sinnar hefur hann eytt í London og nærsveitum. Það breytir því alls ekki að þegar hann var fjögurra ára gamall var hann í sveit á Írlandi hjá ömmu sinni og móðursystur og fleirum og gaf móðursystir hans honum fyrsta hálfpottinn af Guinness þegar hann var þessara fjögurra vetra. Hún gaf honum líka sígarettur og tók af honum loforð um að Shane skyldi aldrei dýrka djöfulinn.
'On the first day of March it was raining, it was raining more than anything, I've ever seen.
Stay on the other side of the road, cause you could never tell. We thirst like a gang of devils -
Af MacGowan er það helst að frétta að hann er ennþá fullur, en stefnir á að fara í fyrsta skipti til tannlæknis á komandi mánuðum.
Ég held ég endi þetta með seinni hluta af upprunalegum texta Írska þjóðlagsins 'Lanigans Ball'.
Það er um slagsmál og fyllerí á jarðarför.
Six long months I spent up in Dublin, Six long months doing nothing at all,
Six long months I spent up in Dublin, Learning to dance for Lanigan's Ball.
She stepped out and I stepped in again, I stepped out and she stepped in again,
She stepped out and I stepped in again, Learning new steps for Lanigan's Ball.
The boys were merry, the girls all hearty
Dancing around in couples and groups,
An accident happened, young Terrance McCarthy
He put his foot through miss Finnerty's hoops.
The craythur she fainted, and roared, "Bloody Murder,"
Sent for her brothers and gathered them all.
Carmody swore he'd go no further
'Til he had revenge at Lanigan's Ball.
In the midst of the row miss Kerrigan fainted,
Her cheeks at the time as red as a rose.
Some of the lads declared she was painted,
She took a small drop too much, I suppose.
Her sweetheart, Ned Morgan, so powerful and able,
When he saw his colleen stretched out by the wall,
Tore the left leg from under the table
And smashed all the Chaneys at Lanigan's Ball.
Boys, oh boys, 'twas then there were runctions.
I got a kick from big Phelim McHugh.
I soon replied to his introduction
And kicked up a terrible hullabaloo.
Casey, the piper, was near being strangled.
Squeezed up his pipes, chanters and all.
The girls and boys they got all entangled
And that put an end to Lanigan's Ball.
(Þess ber að geta að Brooks Acadamy er fangelsi í Dublin)
OG þið hálfvitarnir sem ætlðuðuð að kalla þetta fjölskylduhátíð, ég skora á ykkur að gera þetta þá að ÍRSKRI fjölskylduhátíð með fullum smápöttum að detta um útum allt.
Eða jafnvel ekki. Hvernig væri að leyfa fullorðnu fólki að mæta og SKEMMTA SÉR Á LÖGLEGAN MÁTA?
Til skipuleggjenda þessarar hátíðar og menningarmála og safnanefnd Akraneskaupstaðar vil ég segja:
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook
Athugasemdir
gaman að þessari færslu, ég meika hinsvegar ekki fyrirsögnina á fréttinni og þori varla að lesa hana....
halkatla, 14.5.2008 kl. 12:59
Er þetta eitt af því sem kallast því mótsagnakennda nafni "jákvæð mismunun"? hverjum dettur svona kjaftæði í hug? Ég tek undir með þér; FUCK! FRIÐUR (með þeim sem ég hef velþóknun á )
Haraldur Davíðsson, 14.5.2008 kl. 13:28
Góður. ;) Ta Éire!
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:00
svalt...
Gulli litli, 15.5.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.