21.4.2008 | 10:42
İOy Dios Mio!
¿Como en la mierda...
Ég meina... hvernig í fj... dettur nokkrum í hug að kjósa kaþólskan kommúnista í forsetastól...?
Nú er ég ekki að setja útá störf Fernandos Lugo fyrir fátæka, en ég á erfitt með að treysta mönnum sem játa trú sem er eins heit og Rómversk Kaþólsk trú fyrir málum sem eru ekki geistleg heldur veraldleg. Ég á ennþá erfiðara með að treysta mönnum sem hafa lýst yfir dálæti á Hugo Chavez, rauðliðanum hressa frá Venezuela...
...en það er ekki aðalvandamálið.
Þósvo að Lugo hafi eimmitt gert sitt besta til þess að færast frá stereotýpískum lýðskrumsstjórnmálamönnum Suður Ameríku (en samy lýst yfir dálæti á Chavez (¿WTF?)) þá brýtur hann í bága við 235 gr. Stjórnarskrár Paraguay sem segir að enginn smurður/vígður/innlimaður prestur nokkurra trúarbragða geti haldið veraldlegri stöðu sem kosið er um þarlendis og Jósef Benedikt Ratzinger Páfagaukur neitaði að taka við afsögn Fernandos, þósvo að honum sé aftur á móti meinað að stunda geistlega klerkavinnu, þá tilheyrir hann ennþá stétt hinna innlimuðu...
Ég þekki reyndar ekki forsendurnar fyrir áðurnefndri stjórnarskrárgrein, og er ekki viss um hvort að hún stangist á við mínar hugsjónir um frelsi og jafnrétti meðal manna (jafnvel þó þeir trúi á ímyndaðan kall uppá skýi), eða sé það skynsamlegasta sem ég hef heyrt frá S-Amerískum stjórnmálum fram til þessa.
Verður væntanlega athyglisvert að fylgjast með þessu.
Biskup kjörinn forseti Paragvæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má vel vera að embættistaka þessa mannst stangist við stjórnarskrá Paraguay, en það er þeirra lókal innanríkismál.
Hitt er annað að fordæma manninn af því hann var prestur, en stundar ekki sókn lengur. Það er skemst frá því að segja að frændur okkar Norðmenn kusu klerk einn um árið sem sat í embætti ráðherra forsætis fyrir Kristelig Folkeparti.
Kjell Magne Bondevik var jú ennþá vígður, en ekki starfandi, prestur norsku þjóðkirkjunnar.
Þannig vil ég meina, að undanskildu meintu stjórnarskrárbroti, þá er þetta ekki alvarlegt mál. Ég er viss um að pólitískir andstæðingar Sr Lugo munu nýta sér það, sé það raunverulegt stjórnarskrárbrot.
Það sem mér finnst sannarlega áhugavert, hins vegar er að þessi maður segist vera bæði kommúnisti og kaþólikki, en það er eitthvað sem hingað til hefur verið álitið eins og olía og vatn.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:22
Ég fordæmi hann ekki fyrir það, eins og Ketill sagði í 'Hrafninn flýgur' "Þú ert kristin(n), það er þitt vandamál'.
Svo lengi sem strangtrúaðir eru ekki að nauðga sínum siðferðisgildum yfir saklaust fólk, þá er mér slétt sama. En þegar fólk er fordæmt á forsendum aldagamalla trúarrita þá er eitthvað stórathugavert við það.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.4.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.