Tek við tölum...

Erh...? 

Jahá. 

Þó ég sé nú ekki hrifinn af því að menn brjóti eignarréttinn svona svakalega og hóti fólki með ofbeldi þá er náttúrulega spurning hvort að bankarnir hafi ekki verið að fremja á okkur rán í gegnum árin með ósamþykktum gjöldum og fáránlega háum vöxtum...

...en annars hef ég enga trú á því að þessi gutti komist upp með þetta.  Ég skora á alla sem þora að giska á hversu langt það verður áður en hann næst. Skýt sjálfur á að hann gefi sig sjálfur fram í nótt eða verði hirtur í Skuggahverfinu.
Að öllum líkindum kemur í ljós að hann á er að borga glæpamönnum dópskuldir með þessu og þarf því að fremja rán til þess að gullfiskurinn hans verði ekki skorinn á háls af handrukkara með DV fyrirsagnablæti.

 En ég hef verið að velta þessum axarránum fyrir mér.

 Öxi? Í alvöru? Er það allt sem þarf til þess að ræna banka hérlendis? Er ekki öryggisgæsla á staðnum? Vopnuð úða og kylfum etc? Eru virkilega hvergi nógu hugaðir bankastarfsmenn til þess að berja einhvern af þessum aumingjum með  einhverju stærra og lengra, eins og fatahengi, ruslatunnu, slökkvitæki eða peningapoka? 

Um leið og þú losar öxina úr höndum árásarmannsins ertu með óvopnað fífl á miðju gólfinu í staðin fyrir það að vera svona vandræðalega vanmáttugur gegn manni (væntanlega fársjúkum fíkli) sem heldur á einu vopni sem er ekki hægt að hlaða aftur og er rosalega erfitt að verja sig með, hvað þá að berjast á móti 3-4 einstaklingum.

Eru allir gjaldkerarnir stólfastir og öryggisverðirnir börn?

Reyndar skil ég það vel að fólk vilji ekki fórna sér fyrir fyrirtæki sem leggur vexti á fólk sem einstaklingar hafa verið fangelsaðir fyrir að taka af lánum til kunningja sinna, en í hvert einasta skipti sem ég hef unnið við afgreiðslustörf þar sem möguleiki er á því að rán verði framið hef ég hugsað til þess hvað skyldi gera, ég myndi væntanlega ekkert gera við byssu eða öðru skotvopni, en ef einhverjum hálfvitanum dytti til hugar að ráðast á vinnustaðinn minn með öxi... 

Ég ætla nú ekki að vera leiðindapési (jú víst) og segja fólki að það eigi að fórna sér óumbeðið fyrir vinnustað sinn, sérstaklega ef það er einhver banki... 

 

...en djöfulli myndi ég skammast mín ef ég væri rændur með vopni sem er eins kjánalegt og öxi.

Kommon! Þetta þarf að vera illilega kraftmikil öxi og sérstök til þess að þetta sé ekki bara aulalegt, ég meina... var drengstaulinn vopnaður Rimmugýg?

Getum við ekki allavega látið útibússtjóra fá atgeir eða spjót og séð hvort við getum ekki sparað útgjöld til rannsókna þessara mála.

 

Jæja. Var að láta nála mig i vikunni (tattoo.is). Var að bæta á mig þúsund ára gömlum galdrastaf á innrihandlegg vinstri handar. Var næs.

Mæli sterklega með blekblöndun blóðs. Gerir lífið skemmtilegra. 


mbl.is Vopnað bankarán í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe, þú fékkst mig til að hlæja.

En ég er svolldið sammála þér, tala nú ekki um hvað það væri mikið ævintýri 

að fara að slást við eithvern svona fávita og hvað maður væri tekin sem 

mikilli hetju fyrir þetta. En spurning hvort það ætti ekki að þjálfa banka-

starfsmenn í bardagalystum, henda í þeim eins og góðum skyldi og atgeir

og sjá hvort að ránum myndi ekki fækka...

 En þá yrði auðvitað hætt við því að annaðhvort færu þeir að ræna eithverjar

minni búllur eða snúa sér til skotvopna. 

Björn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Atgeir  Eins gott að bankastjórinn kunni að halda á honum.  En það er sennilega rétt hjá þér að drengurinn er þvingaður út í svona aðgerðir af öllu meiri skúrkum úr undirheimum, sem virðast ráða miklu og lítið gert til að ná til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 11:56

3 identicon

maður á nú ekki að vera að hlægja að þessu en ég get ekki annað en brosað út í annað yfir þessari lýsingu á manninum "Lögreglan segir, að ræninginn, sem sé talinn vera á aldrinum 20-25 ára, sé hvítur á hörund." Hvítur....það er eins og blaðamaðurinn sé svo mikið að passa sig að flokkadraga ekki manninn en bara geti ekki hamið sig.

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já... Hvítur, væntanlega gagnkynhneigður, ungur maður, gæti hneygst til eingyðistrúarbragða, en kannski ekki, var meðalmaður á hæð og skar sig ekkert úr fjöldanum nema fyrir það að hann bar á sér öxi...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.2.2008 kl. 14:19

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Varðandi bankastarfsmennina - þeim er víst skylt að veita enga mótspyrnu, enda er jú alltaf sú hætta fyrir hendi að einhver meiðist ef menn fara í Bruce Willis-leik. Skárra er að láta stela af sér en að eiga á hættu að einhver, jafnvel saklaus kúnni sem var bara að millifæra á aldraða frænku sína og borga afborgun af heimsforeldrisnafnbótinni, fái öxi í smettið.

Enda er féð allt komið til skila. Undirmálsglæpahyski er þetta.

Ingvar Valgeirsson, 4.2.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband