666

...er ekki tala djöfulsins í opinberunarbókinni, heldur tala dýrsins sem ofast er nefndur and-kristur.

Margir hafa leitt rök að því að þessi tala eigi að tákna páfagarð: 

VICARVS FILII DEII  =  Staðgengill Sonar Guðs. Tökum út þá bókstafi sem ekki tákna tölur.

V  +I +C +V +I + L +I +I +D +I  +I = LCDXVI 

eða

5 +1 +100 +5 +1 +50 +1 +1 +500 +1 +1 = 666

HIC SAPIENTA EST, QVI HABET INTELLECTVM COMPVTET NUMERVM BESTIAE, NVMERUM ENIM HOMINIS SET, ET NVMERUM EJVS SEXCENTI SEXAGINTA SEX... (ef mig misminnir ekki...)

Nú myndu flestir aðdáendur Nietzsche álikta að and-kristur væri hver sá er afneitaði kristi og því þykir mér þetta mál bera númer með rentu, ekki er svo að skilja að ég sé hlynntur geistlegu ríkisvaldi eða sameinaðri kirkju og ríki, nei. Nú er kominn tími fyrir ríkið til að sýna lit og hætta þessu ímyndunarföndri og leyfa trúfélögum að lifa við frjálsa samkeppni.

Ef Þjóðkirkjan á Íslandi er eins máttug og hún heldur fram, ætti hún að lifa það af að ríkið styðji hana ekki, heldur hin fjölmörgu sóknarbörn sem sameinast þar í kristi, ekki satt? Ef mér skjátlast ekki þurfti hvíti kristur ekki á ríkinu að halda til þess að sameina fólkið heldur var það ríkið sem stóð á móti honum og nelgdi hann á kross.

 

 

 

Annars er ég á því að leggja eigi niður öll skipulögð trúarbrögð... 


mbl.is Djöfulleg kirkjuumræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Upprétti Apinn

Númer "dýrsins" er í sumum heimildur 666 en 616 í öðrum.  Nýlega fannst hins vegar elsta rit Opinberunarbókar og þar er númerið 667 og gefur ritið einnig ástæðu fyrir kenningu um að 666 sé "stafsetningavilla" sem síðan hefur verið kóperuð.

Upprétti Apinn, 10.1.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Smáralind opnaði klukkan 10.10 þann 10. 10. árið 2001. Það er sumsé 10.10.10.10.01. Ef það er lesið sem bænarí kemur út...

Sumsé, Smáralind er heimili andskotans. Þurfti svosem enga útreikninga til að sjá það, er það?

Ingvar Valgeirsson, 10.1.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband