Bjúgnasleikir óskar þess...

...að konur hætti líka að nauðga.

 

Það eru ekki eingöngu karlar sem nauðga og ég á vin sem lenti í því fyrir nokkrum árum að stúlka setti ólyfjan í glas hjá honum og hann vaknaði við hliðina á henni...

Nema hvað að  hann er jólasveinn og var að fíla þetta, sem er vægast sagt furðulegt.

 

Jólakort femínistafélagsins fellst tvímælalaust undir tjáningar og málfrelsið, en er ekki frekar ljótt og raunar kynbundið andlegt ofbeldi, að ætla öllum karlmönnum það að vera nauðgarar? 

 

Þetta er vægast sagt ógeðfelld aðför að karlmönnum í landinu.

Ég er jafnréttissinni, ekki feministi og þessar konur hafa gjörsamlega eyðilagt hugtakið feminismi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Fólk gengur of langt í þessari "jafnréttis"baráttu, ég hef oft rekið augun í það þegar fulltrúar femínistafélaga sitja á tali í útvarpi eða sjónvarpi að kvarta yfir hlutum sem eru algjörlega út í hött.

Mér fannst t.d alveg frábært dæmi hérna um páskanna þegar femínistafélag Hafnafjarðar stóð í ljósum logum útaf 2 ungum sem voru á eggi nr eitthvað, annar var beygður og hinn var uppréttur og sáu þau út úr því að þetta væri klámfengið, að unginn væri að...já held að allir viti hvað ég er að fara með þetta, eins þegar þetta sama félag kærði smáralind fyrir sumarbæklinginn sinn 2007.. :/ þar sem ung stelpa var að beygja sig eftir bangsa og var í hnésíðu pilsi og í sokkabuxum undir... ég segi bara að fólk sem nær að tengja alla 'b'vítans hluti við klám er bara sjúkt og á heima á einhverri stofnun, takk fyrir (þetta á ekki við alla fiminísta eða hvað þá bara femínista yfir höfuð, fólk getur alveg verið ruglað þó femínist sé eigi)

Ottó Marvin Gunnarsson, 23.12.2007 kl. 19:11

2 Smámynd: Jens Guð

  O.  Marwin,  þetta er ónákvæm frásögn hjá þér með Smáralindarbæklinginn.  Um var að ræða fermingarbækling.  Vinsæll bloggari,  kona sem ég man ekki hvað heitir,  bloggaði um bæklinginn.  Þessi kona er yfir fjölmiðlafræðideild Háskólans og oft kölluð til í umræðuþætti í útvarpi og sjónvarpi.

  Konan taldi fermingarstelpuna á forsíðu bæklingsins vera í stellingu sem væri sótt í klámblöð.  Þessi bloggsíða vakti mikla athygli.  Bloggheimur fjallaði um hana af meiri ákafa en um Lúkasarmálið.  Umræðan var einnig tekin fyrir í spjallþáttum ljósvakamiðla og dagblaða.

  Þegar umræðan stóð sem hæst fjarlægði konan færsluna af bloggsíðu sinni.  Gott ef hún lokaði ekki síðunni í kjölfarið.  Að minnsta kosti hætti hún að blogga.

  Ég minnist þess ekki að neitt feministafélag hafi blandað sér í umræðuna um þennan Smáralindarbækling.  Ég man einfaldlega ekki eftir að nein manneskja hafi lesið klám út úr myndinni önnur en umrædd kona.

  Ansi er þetta gott nýyrði,  bjúgnasleikir.  Hehehe! 

Jens Guð, 1.1.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Halla Rut

Ég tel að þetta jólakort hafi verið fljótfærni hjá femínistum. Þær ættu að biðja karlmenn afsökunar.....

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband