Hæ...

...Ég heiti Einar og ég er trúleysingi. Ég trúi ekki á æðra afl né nokkurt ofurskilvitlegt.

Ég lifi lífi mínu að nokkru leiti með Hávamál að sjónarmiði, en það er aðeins vegna þess að þar tel ég að um hyggna heimspeki sé að ræða.

Ég trúi ekki á hinn Kristna guð, né nokkurn annan guð. Ég var á kristilegum sumarbúðum þegar ég var barn og ég kann vel við mikið af kristnu fólki, en ég er ekki sammála þeim og í grundvallaratriðum skarast þýlyndi kristinnar trúar og önnur undirgefni eingyðistrúarbragða á við mína lífssýn.

Ég er ekki slæmur maður. Ég lifi eftir þeim gildum sem ég tel best. Ég kúga ekki aðra og ber virðingu fyrir sjálfum mér og þau gildi tel ég nægja sem ferðanesti í daglegt líf.

Ég er góður við annað fólk, ekki af því að lagabókstafurinn getur komið mér á bakvið lás og slá eða af því að guð almáttugur í stjórnarráðinu á himnum getur komið mér á bakvið eld og brennistein. Nei.

Þá væri ég líka ekki góður maður. Það er enginn góður af þeim sökum að hann/hún er þröngvaður til góðmennsku. Það kemur innra frá okkur. Það að hóta fólki eilífðar brennisteinsbaðs til þess að nauðga því til hlýðni er ofbeldi í mínum huga og þeir sem fylgja þessum kennisetningum af þeim orsökum eru ekki góðir, ekki heldur slæmir, heldur einfaldlega þrælar.

Berjumst á móti mansali og þrælahaldi, afnemum trúarlegt ofbeldi.

Þetta er vissulega ekkert annað en ofbeldi. Nauðgun á skoðnunum inn í annara líf. 

Ég er góður við annað fólk vegna þess að þá líður fólki vel í kringum mig og er gott við mig á móti, grundvallar rökhyggja.
Ég er ekki vondur við fólk af sömu ástæðum, því þá væri svo einfalt fyrir annað fólk að bera rök fyrir því að ég verðskuldi slæma meðferð af þeirra hálfu.

 

Hérna læt ég fylgja myndbönd af rökum Christophers Hitchens fyrir trúleysi gegn platsiðferði því sem þröngvað er uppá fólk ;

Partur 1

Partur 2

Partur 3

Partur 4 


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Já, þú ert ágætis kumpáni. ;)

Áfram með þetta fólk, látum heyrast hver við erum.

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jú, ég skil samt ekki hvað þú átt við með rangri meðferð í æsku? Ég átti yndislega æsku að mestu leiti.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.11.2007 kl. 19:44

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Erfist snilligáfa?

Greind erfist, lág undirliggjandi hömlun erfist, en snilldin sjálf er í því að ráða við hvort tveggja og stýra áreitinu sem hugurinn verður fyrir.

Flest okkar líta æskuna hýru auga, en þá er líka alltaf spurningin hversu vel við skoðum hana og hversu mikið við látum hana hafa áhrif á fullorðinsár okkar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.11.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já... en ég er ekki meðvirkur ef þú ert að gefa það í skyn...?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.12.2007 kl. 00:03

5 Smámynd: arnar valgeirsson

fín færsla hjá þér einar. þ.e.a.s. ef þú lýgur ekki stórt....

annars var skemmtileg færsla hjá jóhanni björns um svipaðar pælingar, enda í umræðunni akkúrat núna sko.

www.johannbj.blog.is

arnar valgeirsson, 1.12.2007 kl. 01:11

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Takk Arnar.

Já, veistu Hallgerður, ég leyfi mér að stórefast um að afleiðing eða fylgifiskur meðvirkni sé trúleysi, mun frekar myndi ég telja að trúarbrögð séu stórir samsöfnuðir fólks sem er meðvirkt í því að trúa á e-ð sem engar sannanir fyrir.

Ef vinur þinn á ímyndaðan vin og þú trúir á þennan meðvitaða vin, eða neitar því að vinur þinn sé með ranghugmyndir um það ertu meðvirk... þannig að ég held að þarna hafi e-r meðvirkir fræðingar  reynt að boða sínar eigin trúarskoðanir í gegnum fræðimennsku sína. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.12.2007 kl. 12:46

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hvaða orð á Ensku myndir þú nota yfir meðvirkni?

Ég er ekki viss um að við séum að tala um sama hlutinn?

Svo ég sletti eins og blauða hóran sem ég á það til að vera gangnvart Íslensku: 

Ertu að tala um empathy, sympathy eða co-dependency...? Af hverju er ég að missa?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.12.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband