Fyndið...

... það vita það ugglaust fáir, en sá einasti af þeim sem stoppaðir voru í Desember 2003 og var notaður sem átylla fyrir því að snúa þeim til baka hafði gerst sekur um að smylga heyi fyrir hestinn sinn, frá Svíþjóð til Noregs. Sagt var í blöðum 'hafði gerst sekur um smygl'. Það var ekki tekið fram að hann var að hossast með hestakerru í eftirdragi og syngjandi á skrækri Skandinavísku 'Har du set min lilla söta pony?'.
Ég sat á öldurhúsi ásamt félaga mínum sem þá var blaðamaður hjá Morgunblaðinu og þótti þetta allnokkurt skúbb þegar við ræddum við þá sem ekki voru sendir heim. Þeir voru, að þeir sögðu, að koma í frí.

Nú höfum við vísað burt 8.1. liðum sem eru ekki að koma hingað til langdvalar í langan tíma, hvernig væri nú að fara að skoða frekar þá sem koma hingað til þess að setjast hér að?

En það er samt ekki sama hvort það er Jón, séra Jón eða Jan hérlendis. Ég er viss um að ef Keith Richards þæði nú boðið um að koma og kíkja á pöbbarölt með uppeldissyni sínum (þegar pabbi var á sjónum ólu Rolling Stones plöturnar hans mig upp í samstarfi við móður mína.) þá yrði honum hleypt umsvifalaust í gegnum tollinn, no-questions-asked. Hann hefur þó gerst sekur um smygl og fíkniefnamisferli og ofbeldisglæpi sem og arfavont side-project.

Mér þykir þetta nefnilega skjóta talsvert skökku við. Ýmsir glæpamenn hafa sest hér að í gegnum tíðina. Ýmis óæskileg samtök, sbr KKK  hafa sest hér að. Hversvegna ekki H.A.? Ég er ekki að mæla með því að við gerum þá að eftirlætis tengdasonum Íslands, en í landi þar sem innflytjendalöggjöfin er ekki uppá marga fiska er talsvert öfugt að hafa þetta sterka túristalöggjöf.

Skondið samt þegar á þetta er litið.

Í vor vísuðu húskerlingar og karlar (lesist Bændasamtök og Bríetur) hórliði á braut sökum þess að það hafði gerst sekt um að bera sig fyrir framan saklausar myndavélar (sem fengu allar áfallahjálp), en skömmu síðar velkomnar sami múgur framleiðendur drápstóla. 

Nú er ég hvorki að mæla með klámi eða á móti skotvopnum, en er ekki talsvert saklausara að riðlast með verjur en að riðla út vopnum?

Veit ekki með ykkur, en ég er kannski bara þetta ruglaður. 

Sjáið til, það er kannski ekki alveg satt að ég sé trúlaus. Ég trúi á frelsið. Frelsið til ákvarðanatöku, frelsi til athafna og frelsi til þess að lifa sínu eigin lífi.

Ef mig langaði að glápa á klám (MILF's like it big með Devon Michaels nánar tiltekið), skjóta á dósir með byssu (Colt .45) eða drekka bjór (Budweiser Budvar) með dönskum Vítisengli (Jesper Carsten Jan Trampe Larsen-Flödeskum) og við reyktum jónu (White Widow) sem  hann kom með frá DK (Sjálandi)  þá finnst mér að ég ætti að mega það, á meðan ég ER EKKI AÐ SKAÐA NEINN ANNAN (Þá sérstaklega þig).

Það eina sem ég sé að myndi mögulega skaða einhvern væri ef ég gerði þetta allt í einu, og ég reyndi að reykja og drekka samstundis og ég kippti í kauðann á mér og skiti óvart Jesper Carsten Jan Trampe Larsen-Flödeskum í hausinn með Colt .45, eða mögulega að ég skaðaði aðra með því að ég gengi á rétt þeirra til þess að gera hið sama, sem væri hægt að útskýra með eignarréttarkenningum Lockes. (Lockean Provisio).

Nú finnst örugglega einhverjum ég vera kverúlant, en þannig er máli farið að ég trúi ekki á þá leið að boð og bönn komi til með að lagfæra hlutina. Við verðum að stýra þeim af skynsemi og trausti til borgaranna frekar en með föðurlegri 'Pabbi veit hvað þér er fyrir bestu' aðferð sem hefur verið rannsökuð í þaula.

Vítisenglarnir eru víst engin lömb að leika sér við. Ég hef þó þekkt til nokkurra einstaklinga sem tengjast þeim samtökum beint og óbeint og ég get ekki séð að þessir menn séu þau hræðilegu skrýmsl sem æsifréttablaðamennska DV og Lögregluríkistilhneygingar Íslenskra stjórnvalda láta þá líta út fyrir að vera. Yfirleitt hafa þetta verið góðir strákar sem hafa leiðst útí vitleysu og geta ekki snúið aftur. Flestir þeirra elska samt mæður sínar alveg jafn mikið og ég og þú og Stebbi Eiríks. Þetta eru jú bara menn.

Íslendingar.
Viljið þið virkilega þetta reglugerðar og lögregluríki sem Ísland stefnir hraðbyr í?
Við erum ekki að leiðrétta okkar vandamál með því að vísa burt túristum. Ég er viss um að ég hafi örugglega afgreitt  nokkra morðingja,  einhverja nauðgara og barnaníðinga, fjölmarga eiturlyfjaneytendur og all svakalega marga veggjapissara þegar ég afgreiddi á  miðadeskinu á BSÍ fyrir ekki svo löngu. 
Það er engin leið til þess að skoða hvern einn og einasta túrista sem hingað kemur, þrátt fyrir að eingöngu ofurmenni starfi hjá Greiningardeild Gestats Polizei.
Ef við ætlum að leysa einhver vandamál, þá þurfum við að byrja heima hjá okkur.

Við þurfum að byrja á því að uppræta vandann á réttum stað.

Þú stöðvar ekki ofbeldisglæpi með því að berja á veggjakroturum og húsasundsþvaglekendum.

Þú stöðvar ekki vímuefnavandann með því að troða honum neðanjarðar og í hendurnar á glæpamönnum.

Þú gerir Reykjavík ekki að hreinni og fallegri borg með því að senda íbúa hennar útá götu til þess að reykja.

Þú leysir ekki mansal og ofbeldi gagnvart konum og börnum með því að banna nektardans, klám og vændi.

Þú gerir hið þveröfuga, þú eykur á vandanum.

 

P.S. Ég vil benda greiningardeild á að lesa sér til um Trójustríðið (Í kviðunum eftir Homer) og einnig Stríðslistina eftir Sun Tzu.

Ég er nefnilega nokkuð viss um að á meðan þið kljáðust við stóra, leðurklædda vélhjólamenn hafi góðleg gömul amma gengið í gegn með meira af fíkniefnum heldur en þið hafið á ævi ykkar séð.

Þetta heitir tálbeituaðferð. Einskonar Trójuhestur.  

Gengur bara betur næst hjá ykkur strákar. 


mbl.is Vítisenglum snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú byrjar einmitt á því að uppræta stóru glæpina með því að ráðast að smáglæpunum. Það virkaði vel í New York þegar þeir tóku upp "Zero Tolerance" stefnuna. Þeir náðu með þeirri aðgerð að breyta einni mestu glæpaborg heims í eina öruggustu borg heims. Það réðust þeir að útipissi og vasaþjófnuðum í neðanjarðarlestakerfi
borgarinnar.

Þetta Hell´s Angels mál er einfallt; Við viljum ekki þennan glæpalýð inn í landið.

Rabbi (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmm.

Já. En nú hafa Hells Angels liðar búað og starfað hérna í fjölda ára, hvernig á að breyta því sem orðið er? Ég gæti nefnt þér nokkra, en ég hef ekki lyst á því né löngun til þar sem þessir menn eiga rétt, eins og við hin, á friðhelgi einkalífsins.

Hvað varðar Zero Tolerance í NY, þá er þetta einfaldlega ekki rétt.

Glæpirnir færðust neðanjarðar. 

Þósvo að ég sé hvorki hlynntur veggjakroti eða því að míga á almannafæri er erfitt að berja niður veggjakrotið með þessum hætti og það er varla hægt að sakast við fólk í hlandspreng niðrí bæ, þar sem ekki er boðið upp á nein almenningssalerni á því svæði þar sem þeirra væri helst þörf. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.11.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

*lengra neðanjarðar.*

Glæpir eru ávalt neðanjarðar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.11.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð skrif hjá þér J.Einar.  gæti vart verið þér meira sammála.

Óskar Þorkelsson, 2.11.2007 kl. 21:18

5 identicon

Þú ættir að flytja til tunglsins og taka þetta svokallaða "frelsi" þitt með þér. Pabbi þinn hefur greinilega ekki kennt þér neitt nemað rífa kjaft.......annars merkilegt hvað raddir eins og þín hljóðna þegar menn eru komnir með fjölskyldu og börn og þurfa að fara að ala upp án þess að neitt sé "bannað".........

algaman (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Takk Óskar.

Annað sem ég vildi benda Rabba á;

Lögreglulið Reykjavíkur og nærsveita er af skornum skammti og þetta er ofnotkun á mannaflanum. Vildi ég heldur að þeir kæmu í veg fyrir morð en það að ég pissaði á runna. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.11.2007 kl. 21:30

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Algaman. Mér þætti það unaður að flytja til tunglsins, því þar hefði ég góða útsýn og engan félagsskap fávita sem í skjóli nafnleyndar rífa kjaft hérna inni.

Sjáðu til, mín rödd mun ekki hljóðna þó ég komi mér upp fjölskyldu. Hvort ég komi til með að eignast börn veltur aðallega á tvennum þáttum. A) Hvort ég elski afkomendur mína nógu mikið til þess að hlífa þeim við tilvist í heimi þar sem dónar, gungur og fávitar eins og þú vaða uppi með kjafti og rökleysum í skjóli nafnleyndar og B) Hvort ég elski heiminn nógu mikið til þess að leyfa honum að njóta fleiri einstaklinga með mín gen.

Faðir minn hefur kennt mér ýmislegt sem og móðir mín einnig. Mér þætti vænt um að þú héldir þeim utan þessarar umræðu þar sem þau eru ekki hérna til þess að svara fyrir sig.

En já, faðir minn kenndi mér að rífa kjaft og ég geri það nógu vel til þess að fá stálpaða sjóara til þess að hlaupa snöktandi heim, grátandi eftir mæðrum sínum og ef þú þorir í orðskák við mig skaltu koma fram undir nafni, ef þú þorir því ekki skaltu sleppa því og verður næstu athugasemd frá dulnefni þínu eytt. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.11.2007 kl. 21:38

8 identicon

Sjá nú allir misvitrir sem og aðrir, ekki er ég að skilja hvers vegna þessir menn sem eru kenndir við Hells Angel's ( ekki sannað)  fengu yfir höfuð að fara um borð í flugvélina í Norge fyrst þeir voru ekki velkomnir sem FERÐAMENN til okkar glæpalausa og FRJÁLSA Íslands,  þar hefðum við spara tugi þúsunda ,  ekki hefðum við þurft á aðstoð Sérsveita Ríkislögreglustjóra,  og hefðum bara þurft að nota venjulegan fjölda tollvarða, þannig hefðum við komist léttar frá þessu og jú örugglega hafa nokkrir sloppið ií gegn með sitt sóp og drasl þar sem ÖLL athygli var á þeim mönnum sem frá Noregi komu. 

Ég er sem sagt ekki að skilja hvernig hægt er að loka landinu fyrir nokkrum mönnum sem eru ekki einu sinni á sakaskrá í sínu landi, en svo er hægt að taka fólk sem hefur jafnvel laaaaanga sakaskrá og er að smygla til landsins dópi, dæma það ( sem er nokkuð rétt að gera) og eyða millijónum í að vista þetta fólk í Íslenskum fangelsum og vísa þessu fólki svo úr landi.þegar afplánun er lokið

botom line

<>sem sagt, þegar ferðamaður kemur til landsins þá þarf hann að leggja fram bæði Sakavottorð og vegabréf og ef ekki þá þarf að vera lögmaður sem er sáttur við að fá ekki að tala við neina skjólstæðinga,  þannig að ekki neinn fá að vita sinn rétt og allir sáttir og Ísland orðið  glæpalaust  

Rúnar (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:42

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Úff.

Rúnar, má ég þá frekar biðja um glæpi en frelsisskerðinguna sem af þessu hlytist. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.11.2007 kl. 21:44

10 identicon

sammála Einar

<> en ég er samt ekki að skilja þessar aðgerðir gegnvart  H-A 

"saklausum mönnunum"  

en samt góður penni ertu  

Rúnar (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:50

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þakka þér.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.11.2007 kl. 21:54

12 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Verð að segja að þetta blogg er eitthvað sem mun gera kvöldið fyrir mér, mikið rosalega samt finnst mér þessar skoðanir líkar sem ég hafði þegar myndað mér, kannski ekki alveg eins...kannski meira fín pússaðri en rosalega svipaðar, þannig ég nenni ekkert að rífa kjaft hérna :)

Góður pistill og gott að það sé komin færsla frá þér 

Ottó Marvin Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 00:23

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú hefur nú alltaf munninn fyrir neðan nefið - enda værirðu asnalegur ef hann væri annarsstaðar. Þó ég sé í grunnatriðum sammála þér með frelsispakkann allann þá verð ég að kvabba aðeins - annars væri ég ekki ég.

"Þú stöðvar ekki ofbeldisglæpi með því að berja á veggjakroturum og húsasundsþvaglekendum. "

Giuliani borgarstjóri New York ákvað að taka upp þessa "zero tolerance"-stefnu um árið. Þegar löggan fór að sekta fólk fyriri að míga í runna gerðist eitt ótrúlegt - morðum fækkaði. Og það stórlega. Þgar fólk áttaði sig á því að það var lögregla á svæðinu sem fylgdist með því fór það að haga sér betur. Stórskrýtið, en svona var það nú samt.

Hvað varðar Hell´s Angels er ég alveg á því að við megum banna þeim að koma. Stjórnum streymi útlendinga, öllu til góðs - var það ekki mottó F-listans? Ég vil miklu frekar fá nokkra pólska múrara en skandínavíska ofbeldismenn.

Ingvar Valgeirsson, 3.11.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband