Það er alveg magnað...

...hversu heimskulegt mannlífið hefur verið eftir að flogið var á þessa blessuðu turna um árið.

Þetta þykir mér þó nokkuð  skondið, þar sem auðveldlega mætti heimfæra þennan spurningalista KB - sem er minn viðskiptabanki og ég er sáttur við - yfir á að þeir væru örgustu kynþáttahatarar. "Af hvaða þjóðerni ertu?" ... herregud!

Ég held þó að svo sé ekki, heldur hafi þeir hleypt einhverjum treggáfuðum ofsóknaræðissmjörkúki í stöðu við að skrifa bjánalegar spurningar.

Ef minn málskilningur er ekki verri í dag en í gær eru hryðjuverk þau verk sem valda hryðju - sem ef mér skjátlast ekki væri lauslega þýtt á þýzku sem Blitz.

Þá má að því leiðir lykta að Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson sem seldu íslensku þjóðina eins og viljuga portkonu á blóðugt altari slátrarans í Hvíta Húsinu séu hryðjuverkamenn, enda studdu þeir í óþökk þjóðarinnar innrás sem hefur valdið hryðjum í Írak og víða annarsstaðar. Ergo; hryðjuverkamann.

Skulum vona að vegur þeirra í stjórmálum megi framvegis vera sem minnstur.

Þessar spurningar eru þó væntanlega komnar að utan, með kröfu um að alþjóðleg hryðjuverkasamtök (samanber NATO? Þau samtök valda hryðjum...) hafi fjármagn sitt ekki í alþjóðlegum bankastofnunum.

Næst þegar ég sæki um breytingu á reikningi þá mun ég viðurkenna aðild mína að Reichstagbrunanum, spreningunum á Piazza de la Fontana og valdaráni Augusto Pinochet í Chilé 1973.

Það er, þó þessi verk hafi öll verið framin áður en ég fæddist.

Þau eiga það hinsvegar öll sameiginlegt að vera dæmi um svokölluð Strategia della Tenzione, sem hefur einatt verið vopn gerræðissinnaðra hægriafla í baráttunni gegn ýmsum öðrum öflum, sbr Bolsévíkum, Gyðingum, Sígaunum, Samkynhneigðum, lýðræðissinum og Anarchistum í Þýzkalandi,
 Sósíalistum og Anarchistum á Ítalíu og Demókratískra Marxista í Chile.

Það sem síðustu tvenn dæmin eiga þó sameiginlegt er að vera hluti af aðgerðaplani NATO og CIA á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, svonefnd Operation Gladio og Operation Condor...

Spurning um hverjir eru hryðjuverkamenn þegar litið er til allrar þeirra Bliz-stríða sem þessir aðilar hafa sponsað undanfarna áratugi. 


mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband