Fornaldarlandið.

Þjóðarsáttmáli aftur til fornaldarlandsins:

-Við heitum því að nýta okkur aldrei nokkurn snefil af tækninýungum eða hátækni
-Við heitum því að leggja niður allar virkjanir og hætta umsvifalaust allri orkunotkun á Íslandi
-Við heitum því að stunda einvörðungu sjálfsþurftarbúskap og snerta ekki auðlindir landsins
-Við heitum því að gera Ísland aftur að fátækustu og vanþróuðustu þjóð Evrópu líkt og við vorum fyrir 100 árum!

Látum nú hendur standa fram úr ermum góðir Íslendingar og skrifum undir þjóðarsáttmála aftur til fornaldar landsins. Við megum ekki láta glepjast af gylliboðum hátæknialdarinnar og þeytast áfram upp lista sameinuðu þjóðana yfir lífskjör og gæði, látum staðar numið og snúum aftur á slóðir forfeðranna, aftur til fornalda!

-Sjálfsþurftarbúskapur eða dauði!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Klappklappklappklappklappklappklappklappklappklapp.

Sammála. Leggjum svo á hátekjuskatt til að losna við ríka pakkið og hækkum fyrirtækjaskatt svo öll litlu fyrirtækin fari á hausinn og þau stóru eflist í einokun sinni!

Ingvar Valgeirsson, 27.3.2007 kl. 12:56

2 identicon

Sæll litli pollafrændi.

Mér líst nú bara ágægtlega á þessa hugmynd þína. Við verðum íbúar landsins sem þekkt er fyrir "authenticity". Þjóðflokkar munu koma hingað í fylkingum til þess að skoða fólkið sem les bóndabækur, talar bóndamál, hugsar bóndahugsun, syngur bóndavísur, hlustar á bónda tónlist, borðar bóndamat, býr til bóndabörn sem ganga í bóndafötum.

Svo verð ég mjaltastelpan hans Vermeers og býð öllum upp á osta.... Seinna verð ég fín frú með perlueyrnalokk.

Vertu sæll... megi Buddha Shakyamuni passa þig... Om mani pame hum.   Kær kveðja Sigga Nanna   www.blog.central.is/balady

Sigga Nanna (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það er beint samhengi milli þeirra landa sem eru með minnstan hagvöxt í heiminum og þeirra sem eru að nýta náttúruauðlindirnar sínar mest. Þau lönd heimsins sem eru með mestan hagvöxt eru þau sem eru að byggja upp þekkingarþjóðfélag, eins og t.d. Írland og Finnland sem eru með mun meiri og stöðugri hagvöxt en Ísland -- og um leið mun minni verðbólgu.

Það væri mun gáfulegra að fjárfesta peningunum okkar í háskólunum og rannsóknum í stað stalínískra virkjanna og álvera. Við erum ekki þriðjaheimsríki, og því er mjög undarlegt að við séum í samkeppni við suður Ameríku og afríku um atvinnuvegi. Við ættum frekar að horfa til t.d. Finnlands og Írlands sem gengu í ESB, fjárfestu í menntun og rannsóknum og uppskáru alvöru hagvöxt (en ekki illkynja hagvöxt af miklum neyslutengdum viðskiptahalla eins og við höfum hér)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 7.4.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband