13.6.2008 | 16:24
Réttlátir dómar...
...yfir slíkum skrímslum eru vandfundnir.
Hvað skal gera í þessum málum? Láta dólgslega fornaldarsiði vaða yfir einstaklings og kynfrelsið sem hinn vestræni nútímaheimur á að búa við?
Réttarmorð, barnanauðganir, umskurður (stúlkna og drengja) og sæmdarhefndir með sýruböðum eru kúgun gagnvart konum (og drengjum í tilfelli umskurðar þeirra) sem á ekki að leyfa á vesturlöndum, þessi fyrri dómur var því skammarlegur og réttmætt að hnekkja honum.
Þegar menn fara eftir fornaldarlögum, hvort sem það eru Móselög eða Sharyalög, lög ættbálka eða trúarhópa, mega þau lög ekki ganga yfir nútímalög og almenn mannréttindi.
Stúlkan sem hér um ræðir er barn, og þó að rök megi bera fyrir því að þeim yngstu í þessum hóp sem hér ræðir skuli bera aldur þeirra til refsilækkunar, þá afsakar ekkert þá sem komnir eru á aldur.
Hér er ekki hægt að segja að menn sem slíka gjörninga láta frá sér geti talist komnir til vits þó vissulega séu þeir komnir til ára í öllum eðlilegum skilningi.
Stúlka þessi, sem er 10 ára gömul, er samkvæmt öllum mannréttindasáttmálum og almennum lögum í vestrænum ríkjum, einkaeigandi á sínum líkama, en ekki forráðamaður, hennar viðkvæmustu staðir og tilfinningar eru hennar eigin og þessir menn gengu á það frelsi hennar að haga líkama sínum að vild, og ekkert 10 ára barn leitar eftir kynlífi við næstum heilt fótboltalið.
Þetta er því hópofbeldi - kúgun gegn kynfrelsi ólögráða einstaklings, stuldur á sakleysi, innbrot á einkasvæði þessa barns. Þessi glæpur jafnast á við sálarmorð og ætti því að teljast sem slíkt.
Þó margir hrópi á dauðarefsingu, þá get ég ekki verið, prinsippsins vegna, hlynntur slíkri refsingu. Ég er á móti því að ríkið fái leyfi til þess að taka líf, frekar en einstaklingar fái slíkt leyfi, þó vissulega væri ljóðrænt réttlæti í því að stúlka þessi fengi að hálshöggva þessa menn, en þá væri verið að gera hana að morðingja í ofanálag, og þá er spurning um hvort það væri ekki jafn alvarlegur glæpur.
Þegar dauðarefsing er leyfileg og ríkið dæmir menn til dauða, þá er alltaf hættan á því að saklausir menn séu dæmdir að ósekju. Þá væri verið að fremja morð í okkar nafni, þá værum við öll, sem eigum og tilheyrum þessu ríki, morðingjar.
Ég vil heldur að ljóðrænt réttlæti fái að ríkja og þessir menn fái aldrei að gleyma þessum glæp og hvað þeir gerðu, svo lengi sem þeir lifa.
Ég vil þessa menn hlekkjaða þungum keðjum í djúpum námagöngum grjótnám þar sem þeim væri þrælað út 16 tíma á dag - að frátöldum tveimur 15 mínútna matartímum þar sem þeir fengju leiðinlega og kléna þó holla fæðu, svo svíðingarnir megi í svörtu myrkri námunnar sjá andlit þessarar stúlku allstaðar á meðan þeir þræla og sjá aldrei dagsljós framar, þar til þeir falla öreindir í ómegin.
Stúlka þessi mun aldrei gleyma þeirri svívirðingu og því ofbeldi sem hún var beitt.
Látum þá ekki gleyma - og leyfum þeim ekki að fá auðveldu leiðina út - dauðann.
PS: Þetta gildir fyrir alla þá sem í nafni hefða eða guðs myrða, nauðga og misþyrma. Þetta gildir fyrir hvern þann sem misnotar börn. Þetta gildir fyrir hvern þann sem gengur á þennan máta á frelsi annars - frelsið til þess að lifa, vera heilbrigð og ráða eigin lífi og líkama. Ekki fyrirgera rétti þínum á dagsljósi.
![]() |
Vægur dómur yfir hópnauðgurum vakti mikla reiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.6.2008 | 16:06
Mikið ELSKA ég frændur mína, Íra.
Það hentar ekki nokkurri þjóð sem vill viðhalda frelsi sínu að vera undir heimsveldi fjórða ríkisins.
Þetta vilja allskonar bjálfar hérlendis sem hafa keypt þann einhliða Quislingaáróður sem fjölmiðlar hafa haldið hér úti.
Ég minni ennfremur á eftirfarandi klausu úr Almennum Hegningarlögum:
Almenn hegningarlög 1940 nr. 19 12. febrúar
X. kafli. Landráð.
V. 86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
![]() |
Írsk kosning áfall fyrir ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |