6.5.2008 | 17:52
Ho humm...
Svona til þess að drepa aðeins á lagabókstafnum um þetta, þá segir í almennum hegningarlögum:
206. gr. orðist svo:
Hver sem stundar vændi sér til framfærslu skal sæta fangelsi allt að 2 árum.
Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða ungmenni, yngra en 18 ára, til þess að hafa viðurværi sitt af lauslæti.
Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann hafi viðurværi sitt af lauslæti ef viðkomandi er yngri en 21 árs eða honum er ókunnugt um þennan tilgang fararinnar.
Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða gerir sér lauslæti annarra að tekjulind, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða varðhaldi ef málsbætur eru.
Mér er spurn. Hvar setur þetta Séð og Heyrt, DV, 'Fólk í fréttum' Mbl.is og aðra sem hafa ágætis viðurværi af því að flytja fréttir af lauslæti ungra Hollywoodstjarna?
6.5.2008 | 12:05
Hór...? Tja. Hverjum kemur það við?
Hvernig ætla þeir frændur mínir fyrir austan að kynna sér málin ofan í kjölin? Rannsaka starfsaðferðir eða?
Mér er fyrirmunað að skilja hversvegna það er ólöglegt að selja eitthvað sem er löglegt að gefa. Persónulega skil ég það hreinlega ekki.
Það er eitthvað mjög athugavert og niðrandi gagnvart þeim sem vilja stunda vændi að hafa þetta ólöglegt. Hver heldur því virkilega fram að það að hafa þennan markað neðanjarðar hjálpi einverjum?
Hvað varðar það að þetta sé niðurlægjandi og ofbeldi, þá má það vel vera, en í gegnum tíðina hef ég stundað ýmsar vinnur sem mér hafa fundist niðurlægjandi og líkjast þrældómi, sérstaklega hvað varðar léleg laun. Þar má nefna símsvörun, lagerstörf, miðasölu, húsamálun og unglingavinnuna í den... svo er ég líka listamaður og hef samið mína eigin tónlist í gegnum árin, frá því að ég var unglingur. Mér finnst það að vera beðinn um að spila Bubba og Skímólög miklu meira vændi en það sem ég ætla að koma að hérna næst...
...ég hef reyndar þegið pening fyrir kynlífsgreiða. Bæði ég og konan sem greiddi mér þessa upphæð fórum sátt okkar leiðir eftir þann stutta fund og hvorugt okkar hefur orðið fyrir óbætanlegum skaða vegna málsins.
Það næsta sem ég vil meina að ég hafi komist því að stunda götuvændi hlýtur þó að vera það þegar ég og Halli, vinur minn, stöndum með gítarana okkar niðrí bæ og unglingar biðja okkur að spila e-ð eftir helv... Morthens.
Ég er ekki hlynntur mansali eða þrælahaldi, en það þrífst eimmitt í þessum geira sökum þess að hann er neðanjarðar. Það segir sig sjálft. Sem betur fer er löglegt að spila tökulög á almannafæri, því annars værum við Halli bundnir í einhverjum kjallara í Breiðholtinu og neyddir til þess að spila Bubbalög fyrir drukkna sjóara á meðan einhver viðbjóðslegur umboðsmaður hirðir allan gróðann...
...má ég þá frekar starfa sjálfstætt?
Og áður en feminískir fasistar koma hingað inn og fara að bulla, munið að ég hef þegið pening fyrir kynlíf, þar sem ég er mjög góður í því og þarf ekki að borga með mér, eins og sumar ykkar þyrftu. Þið gangið gömlu feðraveldisöflunum á hönd með því að ráðast gegn kynfrelsi annara, og það er ekki beint feminískt, er það?
![]() |
Grunur um vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)