20.5.2008 | 17:43
Enn heldur áróðurinn áfram.
Vissulega má taka undir það sjónarmið að verðlag hérlendis sé ekki almenningi til hagsbóta, en hvað er við því að gera? Ganga Fjórða Ríkinu á hönd og þá verður allt betra þegar hún vra er komin heim?
Ég held ekki.
Verðbólga er ekki óþekkt innan EU. Í mörgum aðildarríkjum er verðbólga á svipuðu róli og hérlendis. Þar ber sérstaklega að nefna Eystrasaltslöndin
Í mörgum ríkjum innan EU hækkaði vöruverð við upptöku vrunnar. Meðal annars hækkaði verðlag víða tvöfalt í Hollandi við upptöku vru í stað Gyllinis.
Það sem ber að athuga fyrst og fremst hérlendis eru að mínu mati fimm atriði:
Of margir milliliðir í innflutningi.
Háir tollar.
Háir skattar.
Lélegt samkeppniseftirlit.
Léleg neytendasamtök.
Ekki láta þennan hræðsluáróður glepja ykkur.
Það verður ekkert betra við að sagt verði 'zimzalabimm og júró!'.
Íslendingar þurfa sjálfir að taka til í sínum eigin heimagarði og stjórnmálamenn að axla ábyrgð á þeirri óstjórn sem hér er.
Það gerir það enginn annar fyrir okkur. 86. gr (Almennra hegningarlaga). Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
![]() |
Verð á mat 64% hærra en í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)