23.4.2008 | 16:33
Lögregluofbeldi á Íslandi.
Hér er myndband Hlyns Jóns bloggvinar míns Michelsen bílstjóra af þjónum Íslensku þjóðarinnar og verndurum að sýna sitt rétt eðli.
Og svo hérna myndband við lag sem ég set eiginlega sem sándtrakk dagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.4.2008 | 13:19
Ögrun v. Ofbeldi...
Ég verð að segja að ef þessi drengur kastaði grjótinu algjörlega af ástæðulausu þá er hann ASNI og hefur komið ennþá meira óorði á þessi mótmæli.
Ef hinsvegar að þessi drengur var að svara e-u sem áður hafði gerst og var ekki birt á myndbandinu... þá skal ég ekki segja.
En ég held að menn ættu að fara varlega í grjótkast. Eggin eru mun einfaldari lausn.
Hinsvegar má glögglega sjá að þessi lögreglumaður heldur á táragasbrúsa í hendinni, og hvað hann hafði gert með honum áður er svo annað mál...
Hérna er ágætis uppskrift að piparúða og aðferð sem nota má gegn þessum aðgerðum:
Takið innvols og fræ úr ca 10 stk ferskum Habanero pipar (aldinkjötið er bragðgott en mun minna nothæft í gerð piparúða, þó það megi vel nota það eða olíuna/safan úr því til þess að gera blönduna sterkari).
Fínsaxið fræin (þurrkist helst vel áður) og innvolsið í hálfum líter af vatni.
Setjið á úðabrúsa eða super-soaker vatnsbyssur og svarið fyrir ykkur.
Þess ber að geta að ekki er ráðlegt að meðhöndla ferskan chilipipar eins og Habanero með berum höndum. Skíðagleraugu sem hylja augu og vatnsbleyttur klútur fyrir vitum eru mjög ráðleg gegn lögreglu sem beitir táragasi ef ekki er til staðar gasgríma.
Afvopnið lögregluna af táragasi.
EKKI henda grjóti því lögreglumenn eru líka menn og eiga fjölskyldur sem þeir þurfa að vinna fyrir.
Þó að ég hefði sagt af mér sem lögreglumaður yrði mér sagt að ég ætti að beita samborgara mína ofbeldi fyrir hönd valdstjórnarinnar.
![]() |
Lögreglumaður á slysadeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.4.2008 | 11:21
Fjandinn hafi það!
Nú er kominn tími til að rísa upp.
Ég er ekki sérstakur stuðningsmaður mótmælanna, eins og ég hef oft lýst yfir. En nú sýnir ríkisvaldið sitt rétta fasíska eðli.
Nú er kominn tími til þess að rísa á móti fasistanum í Dómsmálaráðuneytinu og hans meðreiðarsveinum.
Say hey Johnny boy, the battle call.
United we stand, divided we fall.
Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!
![]() |
Lögregla beitir táragasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 11:03
...Jæja strákar mínir!
Sko, ég er ekki sammála aðferðum bílstjóranna, en þeir eru þó almennt með friðsæl mótmæli, en ekki óeirðir...
...sem réttlætir að sjálfsögðu það að óeirðalögreglan sé mætt á staðin, tilbúin að hleypa öllu í bál og brand ef þess þarf.
Ég held að við Íslendingar ættum að vara okkur á fasískum tilhneygingum stjórnvalda, þá sérstaklega Björns Bjarnasonar og hans undirmanna, Heinrichs Stefáns Eiríksonar og félaga...
Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að löggur er menn eins og hverjir aðrir, en þeim hefur oft verið innrættur einhverskonar fasismi sem felst í því að þeir eigi að vernda ríkisvaldið fyrir borgurunum, og það er ver.
Ágætur ungur maður lenti eimmitt í því að vera handtekinn af þessum annars ágætu verndurum og þjónum íslensku þjóðarinnar fyrir að spyrja þá að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur; 'strákar, finnst ykkur þið ekki líta út eins og fasistar íklæddir óeirðabúningum á friðartíma?'
Svarið sem hann fékk var bensli og sekt uppá 10.000 kr...
...sem ég mun alltaf neita að borga.
![]() |
Hóta kylfum og táragasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |