Færsluflokkur: Bloggar
24.8.2008 | 22:38
Við og þeir.
Akkúrat.
Ég sit hérna í íbúðinni minni og virði fyrir mér kisurnar mínar og sú hugsun læðist að mér, að heimurinn væri betri ef mannfólkið tæki kisurnar sér til fyrirmyndar.
Nú er ég ekki að tala um að kúka í sandkassa, heldur eðli þessara fögru dýra.
Ég þjóna tveimur kisum. Læðurnar Yoda og Tígra eru undurfögur dýr og einkar kelin, en algjörir eiginhagsmunaseggir, ekki ósvipað mér. Tækifærissinnaðar og sjálfselskar. Og er eitthvað að því?
Ég hygg að svo sé nefnilega ekki, því á kisunum sannast það einna helst fyrir mér að eiginhagsmunasemi sé mun fallegri heldur en fólk vill láta í veðri vaka.
Því er nefnilega þannig farið að þó að kisurnar séu eiginhagsmunaseggir, þá þrífa þær hvor aðra, þær fullkoma hvor aðra.
Þessum eiginleika er því miður ekki deilt af mennskum eiginhagsmunaseggjum. Kant setti fram þá kenningu á sínum tíma að það að vera góður við aðra skilaði sér í því að aðrir yrðu góðir við mann í mót, Ieshua frá Nazaret sagði ekki ósvipaða hluti þegar hann sagði að 'það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skulið þér og þeim gjöra'.
Mjá.
Ég er nú ekki kristinn, en ég held að Ieshua hafi verið vænsti strákur, þó fylgisveinar hans og meyjar hafi gerst sek um ýmis voðaverk í hans nafni, en því miður er slíkt gjald skipulagðrar hugsunar, að brjóta gegn þeim sem synda sem lax móti straumi.
Kisurnar mínar eru mjög ólíkar verur. Önnur er feitlagin og heimakær þriggja vetra yrjótt læða hin er eins vetrar brjálæðingur og villidýr. Samt eru þær bestu vinir þrátt fyrir að vera ólíkar. Eigum við, sem köllum okkur skyni bornar skepnur, ekki til þá visku að geta í bróðerni virt hversu ólík við erum innbyrðis?
En, nei. Nöktu aparnir eru bara ekki betur gefnir en svo almennt að þeir sameinast í rétttrúarhópa. Sumir trúa á geimdrauga, aðrir á stjórnmálastefnur, enn aðrir á yfirburði vissra kynþátta og enn aðrir trúa á aðrar bábiljur og óáþreifanlega útópíska drauma sem ávalt verða utan seilingar.
Í þessum hópum tíðkast víðast hvar að líta á hópinn sem einskonar microcosmos, hópsálahjörð þar sem hver innan þessa hóps heldur mestmegnis sambandi við fólk sem er af sama meiði, þ.e. klíkuskapur, við vs. þeir. Ég hygg að það sé rót vandans víða, sama hvort það er í Ísrael, Tíbet, BNA eða hérna á Íslandi, hvar þess konar vandamál eins og þau sem finnast útí heimi eru sem betur fer fátíð, en virðast fara stigmagnandi með hverju árinu, sem er miður.
Þá er ég að tala um víða innan þessa samfélags. Við versus þeir. Það skiptir engu máli í hvaða málaflokki það er, konur versus kallar, innfæddir versus innflytjendur, trúaðir versus trúlausir versus trúaðir af öðrum meiði. Í hvert sinn þegar ég hugsa úti það, verð ég ánægðari og ánægðari með það að vera einstaklingshyggjumaður. Það er nefnilega mun auðveldara að taka bara ábyrgð á sjálfum sér og ætlast ekki til þess að aðrir séu eins.
Skyldi vera kominn tími á hugarfarsbreytingu í samfélaginu? Er kominn tími á að við förum að sætta okkur á að við getum ekki breytt öðru fólki, að við getum aðeins breytt okkur sjálfum og tekið ábyrgð á okkur sjálfum?
Lífið er ekki hópíþrótt. Lífið bara er.
With, without.
And who'll deny its what the fightings all about?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.8.2008 | 11:23
Bætt á sig bleki...
...ég átti talsvert athygliverða helgi, og þó var Sunnudagurinn einna athygliverðastur, enda ekki oft sem maður hefur verið eins mikill harðhaus.
Ég vaknaði og fékk mér ljúffenga höfrungasteik í morgunmat - mæli sterklega með því - og fór svo og lét bæta á mig bleki og hefur nú galdrastafur bæst við, á hálsinn á mér.
Fenrisúlfur á hægri handlegg.
Miðgarðsormur á vinstri öxl.
3gja spíralarma triskelion á vintri öxl.
Fjandafæla á innanverðum vinstri handlegg (úr sömu galdrabók og Þórshamarinn sem ég fékk mér núna á Sunnudag).
Öfuguggi/ bandrún sem segir 'Loki' á hægri framhandlegg
Valknútur á hægri hendi.
Þórshamar á hálsinum.
Og þá er komið það sem er kommið...
...maður er bara wörk in progress eins og það heitir, annar triskelion á eftir að koma á hægri öxl (og spegla) stór galdrastafur kemur á bringuna á mér og það á eftir að fylla í Miðgarðsorminn og ditta að hinum eilítið...
...lengi getur maður á sig bleki bætt sko...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.7.2008 | 16:45
Public Image Ltd.
Já...
...um daginn lék ég í auglýsingu. Ekkert sérstakt við það svosum, ég er náttúrulega fallegur maður og því ekki óeðlilegt að ég nái mér í smá aukapeninga við það að vera fallegur.
Það skemmtilega við þetta er að ég var að leika í auglýsingu fyrir stórfyrirtækið Voðafónn. Pönk-auglýsingu.
Mér bregður fyrir í kannski 3 sekúndur í það heila, samtals, í myndbandi hljómsveitarinnar Rass við lagið, og svo auglýsingunni sjálfri og svo eitthvað í bakgrunni meiking of myndbands.
Ég veit að það hljómar kjánalega, en mér fannst allt í lagi að leika sjálfan mig í auglýsingu. Ég var, eftir allt, í eigin fötum, ekkert gert við hárið á mér, ekkert sminkaður, bara ég sjálfur, en ég geng oft í leðurjakkanum mínum, og ég nota föt þangað til að þau eru hætt að vera föt og eru bara henglar og er með stutt hár sem jafnan er úfið... það finnst fólki voða pönk.
Líka það að ég er, eins og pabbi minn orðaði það 'með járnarusl hangandi framan í' höfði mínu. Göt í eyrum, vör og nefi. Þetta finnst fólki líka voða pönk.
Ég hlusta líka voðalega mikið á pönk, bæði nýtt og svo alveg proto-pönk, þ.e. tónlist sem var pönk áður en hugtakið var til, sbr New York Dolls, MC5, Stooges etc.
Ekkert merkilegt við það, en fólki finnst það voða pönk.
Rétt eins og allir fölsuðu hanakambarnir og litlu leðurjakkarnir sem fólkið í þessari auglýsingu er skreytt.
En það er ekki pönk.
Ég er ekki að segja mig meiri pönkara en aðra, en pönk er ekki einkennisbúningur.
Það er grundvallar misskilningur.
Pönk er nefnilega einstaklingsstefna par exelans. Pönkið snýst um að finna sjálfan sig hvernig sem maður vill, gera það sem manni sýnist og vera ekki í eilífðar feluleik hins tómlega hjarðsamfélags.
John nokkur Lydon, einnig þekktur sem Rotten, sem var söngvari Sex Pistols, sýndi eftir upplausn þeirrar annars ágætu sveitar, snilldar takta, með seinni hljómsveit sinni Public Image Ltd. sem gaf meðal annars út þetta ágæta lag, sem fjallar eimmitt um sorglega yfirborðshyggju plötubransans og hvernig pönkið varð almennri ímynd að bráð.
The Public Image:
Hello. Hello. Hello. Hello. Hello. Hello.
Ha, Ha, Ha, Ha, Ha.
You never listen to word that I said
You only seen me
For the clothes that I wear
Or did the intrest go so much deeper
It must have been
The colour of my hair.
Public Image.
What you wanted was never made clear
Behind the image was ignorance and fear
You hide behind his public machine
Still follow the same old scheme.
Public Image.
Two sides to every story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
I will not be treated as property.
Public Image.
Two sides to evrey story
Somebody had to stop me
I'm not the same as when I began
It's not a game of Monopoly.
Public Image.
Public Image you got what you wanted
The Public Image belongs to me
It's my entrance
My own creation
My grand finale
My goodbye
Public Image.
Public Image.
Goodbye.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
4.6.2008 | 14:52
Grynnka
Fyrir ekki alls svo löngu var ég að ræða við manneskju um tónlistar-trivíu þegar ég minnist á blæti þeirra David Bowie og Jimmy Page fyrir jarðneskum eigum ofurkuklarans Aleister Crowley.
Þegar ég minnist á Crowley er ég strax spurður hvort ég hafi kynnt mér tarotspilastokk 'Dýrsins Mikla' (eins og hann kallaði sig).
Ég svara því að ég sé algjör rökhyggjumaður og ég hafi ekki áhuga áhindurvitnum og hjábárum þeim sem tengjast dulspeki (þó ég hafi vissulega áhuga á sálfræðilegri og heimspekilegri hlið þessara mála). Ég segist bera virðingu fyrir rétti annarra til þess að hafa sínar trúarskoðanir (því nýaldarkukl er jú óneitanlega tengt trúarskoðunum), en því miður finnist mér þetta vera loddaraskapur, sjálfsblekking og ranghugmyndir.
Þá fæ ég því slengt framan í mig að ég sé grunnhygginn, ég spurður að stjörnumerki og þegar ég játa það á mig að vera fæddur í Sporðdrekamerkinu er kinkað kolli og sagt yfirlætislegum tóni 'Já... týpískur sporðdreki. Þykist vita allt best og er alltaf í vörn...'
Mér varð nú hugsað um skilgreiningu hugtaksins grunnhyggni og hvort að skilningur manneskjunnar á þessu hugtaki hafi verið eitthvað takmarkaður, enda fannst mér nú óþarflega laust við andargift og dýpt að í einum vettvangi saka mig um grynnku vegna trúarskoðana minna og þess þá heldur slengja framan í mig þeim fordómum að persónuleiki minn væri á einhvern fyrirfram ákveðinn máta samkvæmt því hvar á himni stjörnurnar voru þann myrka Októbermorgun sem ég var skorinn úr móðurkviði.
Mér er oft hugsað til þeirra einstaklinga sem byggja líf sitt og heimsmynd á hindurvitnum og hjábárum sem engan vegin er hægt að sanna með áþreifanlegum rökum. Þeim sem stökkva í blindni án haldbærra sannana á einhverjar fyrirfram gefnar niðurstöður um eðli lífsins hér á þessari storð og láta jafnvel reglur sem skrifaðar voru fyrir þúsundum ára af tjaldbúum á bronsaldarstigi stýra lífi sínu algjörlega.
Það er ekki það að mér sé það þvert um geð að fólk trúi á Tarot, stjörnuspeki, innyflalestur, Messías, I Ching, rúnakast, spámiðla eða aðra eins óvísindalega rökleysu.
Mér er álíka sama um það og þegar félagslega seinfær stúlka sem ég kannaðist við fyrir nokkrum árum þóttist kunna að tala Álfamál Tolkiens og tautaði í sífellu einhverja frasa sem hún hafði lært úr þeim annars ágæta bálki.
Mér er raunar algjörlega sama á hvað fólk trúir - svo lengi sem það fer ekki útí fordómaboðun og fordæmingar á öðrum sem ekki haga sínu lífi á sama máta.
Þetta er stóra hættan við hindurvitni. Það að fólk sem kemst til valda fari að haga lífi sínu eftir ýmiskonar hjábárum.
Júlíus Gaius Caesar vildi á sínum tíma ekki starfa með Drúíðastéttum Galla, einfaldlega vegna þess að hann var ekki tilbúinn að veita fólki sem reiddi allt sitt á hindurvitni vald umfram það sem heilbrigt var - og þó var hann manna frjálslyndastur í trúmálum.
Ég er sama sinnis.
Ég er ekki hlynntur því að hér verði í nafni umburðarlyndis lúffað fyrir trúarskoðunum sem faktískt séð teljast strangt til tekið einkenni geðveiki.
Ef mannfórnir væru normið í einhverjum af þeim menningarheimum sem fjölmenningarsamfélagið hefur blandað við okkar litla samfélag á norðurhjara, væri máské auðveldara fyrir fólk að skilja hvað ég á við. En staðreyndin er sú að heiðursmorð og valdníðsla í nafni trúar eru mannfórnir okkar daga.
Þetta á jafnt við um Múslima, Kristna, Gyðinga og Hindúa. Hér á okkar fagra landi búum eigum við frelsi. Við þurfum að umbera og bera ábyrgð. Þetta á jafnt við um alla. Sama hvaða skoðanir við höfum.
Ef strangtrúaðir Múslimar koma hér og í nafni þessa trúarbragða friðar og undirgefni (yeah right) myrða konur fyrir að bera ekki á höfði sér slæður eða leggja lag sitt við menn sem eru ekki Guði/Allah (lesist 'Fjölskylduföðurnum') þóknanlegir, eigum við þá að umbera að þessi trúarbrögð fái að þrífast hérna? Þetta eru jú vissulega mannfórnir.
Ef hagstjórnun ríkis vors væri í höndum einstaklings sem notaði kaffibollaspákerlingu í Grafarvogi til þess að taka mikilvægar ákvarðanir um peningana okkar, vona ég svo sannarlega að við Íslendingar myndum rísa upp gegn slíkri óværu.
Rétt fyrir miðja síðustu öld voru meðlimir Thule Dulspekihreyfingarinnar í hæstu sætum Þriðja Ríkis Nazistanna og við vitum öll hvernig það fór.
Í dag er það svo hinsvegar að beggja vegna Atlantsála er heilu ríkjunum - heilu herjunum og heilu kjarnorkuveldunum stýrt af mönnum sem tala við ósýnilega vini sína - mönnum sem fyrr á öldum hefðu leitað til véfrétta - eða kaffibollakerlinga nútildags. Það er jú aðeins sá stigsmunur á prestum kirkjunnar og kaffibollabullukollum að klerkarnir hafa gengið í háskóla til þess að læra að spá í sr. Bolla og þeir hola okkur niður, splæsa okkur saman og hella vatni á okkur þegar við erum rétt nýfædd.
Sá er munurinn.
Þósvo að vissulega sé lengri hefð fyrir þeim kaffibollum sem klerkarnir rausa uppúr sér á almannafæri, þá eru þetta engu að síður hindurvitni eyðimerkurbúa á bronsöld (Gamla Testamentið) og heilaþvottur einræðisinnaðra hástétta Evrópu í gegnum aldirnar (Nýja Testamentið).
Ég tel að tími sé kominn á það að Íslendingar - einhver læsasta og best menntaða þjóð allra tíma kasti af sér þeim hlekkjum sem ríkistengd trúarbrögð eru. Ég held að tími sé kominn á að við Íslendingar förum þess á leit við ráðamenn að þeir beri virðingu fyrir fólkinu í landinu - sama hverrar trúar það er. Björn Bjarnason og Karl Sigurbjörnsson eiga báðir að sýna okkur þá virðingu að segja af sér þar sem þeir hafa orðið uppvísir af þeim trúarfasisma að láta útúr sér að eitt af meginatriðum þess að teljast Íslendingur sé að vera Þjóðkirkjukristinn.
Þá eru hvorki ég, sem er hér borinn og barnfæddur, sem og nóbelsskáldið og landnámsmenn okkar Íslendingar. En hver veit, máské að þessir háu herrar geti útskýrt fyrir mér og öðrum trúfrjálsum Íslendingum hvað við séum, víst við erum ekki Þjóðkirkjukristnir. Ég vona að þeir geti líka útskýrt fyrir mér hvað þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð en kristni og eru fæddir og uppaldir hérna og þeir sem hér setjast að með aðrar trúarskoðanir eru - og hvort þeir geti þá nokkurntíman orðið Íslendingar.
Þessi orð fela nefnilega í sér meira útlendingahatur en nokkrir aðrir Íslenskir valdhafar, veraldlegir eða geistlegir hafa látið útúr sér.
Árni Johnsen gekk svo um með sínum klassíska fruntalega, ruddalega og níðingslega máta og gerði enn betur á þeirri stofnun sem hér er hornsteinn lýðræðisins og var stofnuð af heiðnum mönnum anno 930 - og lét útúr sér eftirfarandi frómu orð í umræðunni um þá frekjulegu kröfu Þjóðkirkjunnar að heilaþvo börnin okkar:
Þá er látið undan dekurrófum, trúleysingjum og stjórnleysingjum víða um heim, fólki sem hugsar mest um sjálft sig en síður um að sinna náunganum af kærleik og góðvild.
Ég hefði talið að menn ættu ekki að kasta kantsteinum úr glerhúsi. Ég tel að ég sýni heminum meiri kærleika og góðvild en þessi lygamörður og þjófur sem hefur ítrekað gerst sekur um að ræna peningum Íslensku þjóðarinnar til þess að setja í einkahagsmunaverkefni.
Nei góðir lesendur. Það er komið nóg.
Við getum ekki verið aftar á þróunarlegri meri en áðurnefndur Caesar og í sífellu fellt hugi okkar við þá sem byggja heimsmynd sína á hindurvitnum.
Við getum ekki lengur verið svo uppfull af ranghugmyndum og kreddum að við teljum náunga okkar sem vilja okkur ekkert illt -aðeins lifa eftir rökréttum ástæðum- grunnhyggna eða hættulega vegna þess að þeir aðhyllast ekki geðveiki og ranghugmyndir - við erum ekki grunnhyggin fyrir að trúa á það sem við sjáum, á áþreifanlegar staðreyndir.
Við erum einfaldlega veraldleg en ekki vont fólk.
Við getum ekki lengur staðið í því að láta stofnanir órökstuddra trúarskoðuna tengjast ríkisvaldinu okkar.
Aðskiljum ríki og kirkju.
Hættum að saka fólk um grunnhyggni fyrir það að vera okkur ósammála.
Post Scriptvm - ef Jón Valur Jensson er að lesa þetta, þá eru meiri einkenni geðveiki í því að tala við einhvern sem er ekki þarna heldur en að elska einstakling af sama kyni. Spurðu hvaða geðlækni eða sálfræðing sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.5.2008 | 10:29
Útlitsgreining...
Ég er ekki ósáttur við að sjá Mailer, de Funes og Barrymore þarna, enda eintómir snigglingar, þó þeir séu nú kannski ekki beint líkir mér útlitslega, en ég skil ekki alveg þetta með Baryshnikov þar sem við erum ekkert líkir og ég ekki góður dansari...
...er eiginlega sama um hina.
Vil samt taka það fram að ég hef alltaf verið meira cool en Jon BonJovi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2008 | 14:04
Mánudagsmorgun...
Úff hvað ég svaf yfir mig í morgun. Ég vaknaði nokkrum tímum of seint (þrátt fyrir að hafa farið á skikkanlegum tíma að sofa) og tók því annan vagn en venjulega til vinnu.
Það var nú ekkert rosalega slæmt, enda fór vagninn sömu leið og venjulega, en bara á öðrum tíma.
Nema hvað , að á Hlemmi sest inn ungt par og fær sér sæti beint fyrir framan mig. Ekkert sérstakt við það svosem, nema hvað að þetta par var alveg afskaplega ástfangið. Svo ástfangið að ég fékk klígju og mig langaði að kasta upp litlum bleikum hjartalaga sykurpúðum. Fólkinu sem sat beint fyrir framan parið var greinilega lítið skemmt heldur, enda hófu þau að herma eftir óhljóðum kossaflensins sem hafði átt sér stað í sætaröðinni á milli okkar þegar þau ástföngnu voru gengin úr vagninum.
Þrátt fyrir ímugust mína á vænmum tilburðum og lítið morgunþol fyrir þessum nánast klámfengnu atlotum (en stúlkan rak tunguna svo langt útúr sér að ég geri sterklega ráð fyrir því að hún yrði eðal lesbía) finnst mér það fallegt að þetta sé leyft hérna.
Ímyndið ykkur bara. Ef trúarfasismi fengi að vaða hér uppi yrði varla lengi að bíða eftir því að lög yrðu sett gegn hverskonar hegðun sem þessari á almannafæri.
Ég skal ekki segja.
And on the jukebox Johnny sang
About a thing called love
And it's how are you kid and what's your name
And how would you bloody know?
Þetta lag er búið að vera fast í höfðinu á mér frá því að ég og Halli félagi minn böskuðum um helgina. Það er alveg merkilega skemmtileg aukavinna, smá vasapeningur fyrir það eitt að hanga útí góða veðrinu, fylgjast með mannlífinu og gera hvað mér þykir hvað skemmtilegast, að glamra á gítar.
Myndbandið er talsvert súrt, enda gert af Alex Cox, sem bar ábyrgð á snilldarverkinu 'Straight To Hell' og hinni arfaslöku Sid & Nancy sem er full af rangfærslum og bulli, sbr því að láta Andrew Schofield leika John Lydon sem lítinn asnalegan aula sem hékk í jakkastroffi Vicious, á meðan staðreyndin var sú að Sid var meðlimur í 'The Bromley Contingent' sem var eiginlega grúppíuhópur The Sex Pistols, og var Sid aðeins fenginn til þess að taka við af upprunalegum bassaleikara sveitarinnar, Glen Matlock, sem hinum þótti heldur væminn, og að Rotten/Lydon, sem var upprunalegur meðlimur sveitarinnar, var og er sá eini hennar sem gæti stafað nafnið sitt án þess að vera með uppflettiorðabók...
Nema hvað, þetta myndband er talsvert miklu, miklu betra en sú hörmungarræma (sem þó er vel leikin af Oldman og Webb, en þau fengu ekkert að ráðfæra sig við fólk sem þekkti S&N persónulega.
Þetta myndband er gert við fyrstu smáskífu the Pogues sem kemst á topp 100 lista í Bretlandi, A Pair of Brown Eyes, af plötunni 'Rum, Sodomy & the Lash' frá því 1985, myndbandið er lauslega byggt á sögu Georges Orwell, 1984, en notast við (járn)frú Margaret Thatcher í stað Stóra Bróður og einhverja mjög furðulega obsessíon með augu, en ég tel að það sé vísun í nafn lagsins.
Jæja.
Gleðilegan mánudag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)