9.6.2008 | 18:29
Svona spurningalisti einhverskonar.
1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?
Já. Mér finnst það...
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?
Mér væri það heiður að vera vinur minn.
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?
Nei. Aldrei.
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?
Ég er alltaf að láta plata mig í einhverskonar vitleysu.
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
Hollenskur morgunverður, appelsínusafi, steikt skinka, spælt egg og Heineken.
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?
Ekki ef ég er í mokkasínum.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ?
Ég skal síst segja það sjálfur.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
Karamellu og bananasjeik.
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?
Ég hreinlega veit það ekki.
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ?
Ég nota mjög lítið varalit.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?
Ég er í dökkbláum Levis, 26"X35" og bláum Adidas tennisskóm, stærð 42.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?
Niðinn af tölvunni og högg mín á lyklaborðið.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR?
Ég þekki hana ekki persónulega, aðeins af vefnum, en mér sýnist allt á öllu að þetta sé príðisstúlka, enda Austfirðingur.
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?
26. ÞINN HÁRALITUR ?
Sandrauður... erh... eða svoleiðis. Ljóst afbrigði af rauðum.
27. AUGNLITUR ÞINN ?
28. NOTARÐU LINSUR ?
29. UPPÁHALDSMATUR ?
Til þess að vera fullkomlega heiðarlegur verð ég eiginlega að segja Murphy's Irish Stout -enda máltíð í glasi. En þegar ég fæ mat hjá mömmu er ég ægilega sáttur, enda er mamma besti kokkur í heimi. Ég er nefnilega það blessaður að fæðast hjá foreldrum sem eru bæði lærð í matargerð, þ.e. pabbi er menntaður matsveinn og mamma menntuð húsmóðir svo það rekur á furðu að ég sé ekki akfeitur - enda þyngdist ég um 20 kg síðast þegar ég bjó á hótel mömmu.
Já.
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?
Ég hreinlega veit það ekki.
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?
Sjá 34.
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?
Ég er ekki með músarmottu. Músin mín er í búri.
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?
42. HVAR FÆDDISTU ?
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ?
Ég get bara ekki svarað því, enda lítið um spennu þegar ég er búnað svara þessu sjálfur.
4.6.2008 | 14:52
Grynnka
Fyrir ekki alls svo löngu var ég að ræða við manneskju um tónlistar-trivíu þegar ég minnist á blæti þeirra David Bowie og Jimmy Page fyrir jarðneskum eigum ofurkuklarans Aleister Crowley.
Þegar ég minnist á Crowley er ég strax spurður hvort ég hafi kynnt mér tarotspilastokk 'Dýrsins Mikla' (eins og hann kallaði sig).
Ég svara því að ég sé algjör rökhyggjumaður og ég hafi ekki áhuga áhindurvitnum og hjábárum þeim sem tengjast dulspeki (þó ég hafi vissulega áhuga á sálfræðilegri og heimspekilegri hlið þessara mála). Ég segist bera virðingu fyrir rétti annarra til þess að hafa sínar trúarskoðanir (því nýaldarkukl er jú óneitanlega tengt trúarskoðunum), en því miður finnist mér þetta vera loddaraskapur, sjálfsblekking og ranghugmyndir.
Þá fæ ég því slengt framan í mig að ég sé grunnhygginn, ég spurður að stjörnumerki og þegar ég játa það á mig að vera fæddur í Sporðdrekamerkinu er kinkað kolli og sagt yfirlætislegum tóni 'Já... týpískur sporðdreki. Þykist vita allt best og er alltaf í vörn...'
Mér varð nú hugsað um skilgreiningu hugtaksins grunnhyggni og hvort að skilningur manneskjunnar á þessu hugtaki hafi verið eitthvað takmarkaður, enda fannst mér nú óþarflega laust við andargift og dýpt að í einum vettvangi saka mig um grynnku vegna trúarskoðana minna og þess þá heldur slengja framan í mig þeim fordómum að persónuleiki minn væri á einhvern fyrirfram ákveðinn máta samkvæmt því hvar á himni stjörnurnar voru þann myrka Októbermorgun sem ég var skorinn úr móðurkviði.
Mér er oft hugsað til þeirra einstaklinga sem byggja líf sitt og heimsmynd á hindurvitnum og hjábárum sem engan vegin er hægt að sanna með áþreifanlegum rökum. Þeim sem stökkva í blindni án haldbærra sannana á einhverjar fyrirfram gefnar niðurstöður um eðli lífsins hér á þessari storð og láta jafnvel reglur sem skrifaðar voru fyrir þúsundum ára af tjaldbúum á bronsaldarstigi stýra lífi sínu algjörlega.
Það er ekki það að mér sé það þvert um geð að fólk trúi á Tarot, stjörnuspeki, innyflalestur, Messías, I Ching, rúnakast, spámiðla eða aðra eins óvísindalega rökleysu.
Mér er álíka sama um það og þegar félagslega seinfær stúlka sem ég kannaðist við fyrir nokkrum árum þóttist kunna að tala Álfamál Tolkiens og tautaði í sífellu einhverja frasa sem hún hafði lært úr þeim annars ágæta bálki.
Mér er raunar algjörlega sama á hvað fólk trúir - svo lengi sem það fer ekki útí fordómaboðun og fordæmingar á öðrum sem ekki haga sínu lífi á sama máta.
Þetta er stóra hættan við hindurvitni. Það að fólk sem kemst til valda fari að haga lífi sínu eftir ýmiskonar hjábárum.
Júlíus Gaius Caesar vildi á sínum tíma ekki starfa með Drúíðastéttum Galla, einfaldlega vegna þess að hann var ekki tilbúinn að veita fólki sem reiddi allt sitt á hindurvitni vald umfram það sem heilbrigt var - og þó var hann manna frjálslyndastur í trúmálum.
Ég er sama sinnis.
Ég er ekki hlynntur því að hér verði í nafni umburðarlyndis lúffað fyrir trúarskoðunum sem faktískt séð teljast strangt til tekið einkenni geðveiki.
Ef mannfórnir væru normið í einhverjum af þeim menningarheimum sem fjölmenningarsamfélagið hefur blandað við okkar litla samfélag á norðurhjara, væri máské auðveldara fyrir fólk að skilja hvað ég á við. En staðreyndin er sú að heiðursmorð og valdníðsla í nafni trúar eru mannfórnir okkar daga.
Þetta á jafnt við um Múslima, Kristna, Gyðinga og Hindúa. Hér á okkar fagra landi búum eigum við frelsi. Við þurfum að umbera og bera ábyrgð. Þetta á jafnt við um alla. Sama hvaða skoðanir við höfum.
Ef strangtrúaðir Múslimar koma hér og í nafni þessa trúarbragða friðar og undirgefni (yeah right) myrða konur fyrir að bera ekki á höfði sér slæður eða leggja lag sitt við menn sem eru ekki Guði/Allah (lesist 'Fjölskylduföðurnum') þóknanlegir, eigum við þá að umbera að þessi trúarbrögð fái að þrífast hérna? Þetta eru jú vissulega mannfórnir.
Ef hagstjórnun ríkis vors væri í höndum einstaklings sem notaði kaffibollaspákerlingu í Grafarvogi til þess að taka mikilvægar ákvarðanir um peningana okkar, vona ég svo sannarlega að við Íslendingar myndum rísa upp gegn slíkri óværu.
Rétt fyrir miðja síðustu öld voru meðlimir Thule Dulspekihreyfingarinnar í hæstu sætum Þriðja Ríkis Nazistanna og við vitum öll hvernig það fór.
Í dag er það svo hinsvegar að beggja vegna Atlantsála er heilu ríkjunum - heilu herjunum og heilu kjarnorkuveldunum stýrt af mönnum sem tala við ósýnilega vini sína - mönnum sem fyrr á öldum hefðu leitað til véfrétta - eða kaffibollakerlinga nútildags. Það er jú aðeins sá stigsmunur á prestum kirkjunnar og kaffibollabullukollum að klerkarnir hafa gengið í háskóla til þess að læra að spá í sr. Bolla og þeir hola okkur niður, splæsa okkur saman og hella vatni á okkur þegar við erum rétt nýfædd.
Sá er munurinn.
Þósvo að vissulega sé lengri hefð fyrir þeim kaffibollum sem klerkarnir rausa uppúr sér á almannafæri, þá eru þetta engu að síður hindurvitni eyðimerkurbúa á bronsöld (Gamla Testamentið) og heilaþvottur einræðisinnaðra hástétta Evrópu í gegnum aldirnar (Nýja Testamentið).
Ég tel að tími sé kominn á það að Íslendingar - einhver læsasta og best menntaða þjóð allra tíma kasti af sér þeim hlekkjum sem ríkistengd trúarbrögð eru. Ég held að tími sé kominn á að við Íslendingar förum þess á leit við ráðamenn að þeir beri virðingu fyrir fólkinu í landinu - sama hverrar trúar það er. Björn Bjarnason og Karl Sigurbjörnsson eiga báðir að sýna okkur þá virðingu að segja af sér þar sem þeir hafa orðið uppvísir af þeim trúarfasisma að láta útúr sér að eitt af meginatriðum þess að teljast Íslendingur sé að vera Þjóðkirkjukristinn.
Þá eru hvorki ég, sem er hér borinn og barnfæddur, sem og nóbelsskáldið og landnámsmenn okkar Íslendingar. En hver veit, máské að þessir háu herrar geti útskýrt fyrir mér og öðrum trúfrjálsum Íslendingum hvað við séum, víst við erum ekki Þjóðkirkjukristnir. Ég vona að þeir geti líka útskýrt fyrir mér hvað þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð en kristni og eru fæddir og uppaldir hérna og þeir sem hér setjast að með aðrar trúarskoðanir eru - og hvort þeir geti þá nokkurntíman orðið Íslendingar.
Þessi orð fela nefnilega í sér meira útlendingahatur en nokkrir aðrir Íslenskir valdhafar, veraldlegir eða geistlegir hafa látið útúr sér.
Árni Johnsen gekk svo um með sínum klassíska fruntalega, ruddalega og níðingslega máta og gerði enn betur á þeirri stofnun sem hér er hornsteinn lýðræðisins og var stofnuð af heiðnum mönnum anno 930 - og lét útúr sér eftirfarandi frómu orð í umræðunni um þá frekjulegu kröfu Þjóðkirkjunnar að heilaþvo börnin okkar:
Þá er látið undan dekurrófum, trúleysingjum og stjórnleysingjum víða um heim, fólki sem hugsar mest um sjálft sig en síður um að sinna náunganum af kærleik og góðvild.
Ég hefði talið að menn ættu ekki að kasta kantsteinum úr glerhúsi. Ég tel að ég sýni heminum meiri kærleika og góðvild en þessi lygamörður og þjófur sem hefur ítrekað gerst sekur um að ræna peningum Íslensku þjóðarinnar til þess að setja í einkahagsmunaverkefni.
Nei góðir lesendur. Það er komið nóg.
Við getum ekki verið aftar á þróunarlegri meri en áðurnefndur Caesar og í sífellu fellt hugi okkar við þá sem byggja heimsmynd sína á hindurvitnum.
Við getum ekki lengur verið svo uppfull af ranghugmyndum og kreddum að við teljum náunga okkar sem vilja okkur ekkert illt -aðeins lifa eftir rökréttum ástæðum- grunnhyggna eða hættulega vegna þess að þeir aðhyllast ekki geðveiki og ranghugmyndir - við erum ekki grunnhyggin fyrir að trúa á það sem við sjáum, á áþreifanlegar staðreyndir.
Við erum einfaldlega veraldleg en ekki vont fólk.
Við getum ekki lengur staðið í því að láta stofnanir órökstuddra trúarskoðuna tengjast ríkisvaldinu okkar.
Aðskiljum ríki og kirkju.
Hættum að saka fólk um grunnhyggni fyrir það að vera okkur ósammála.
Post Scriptvm - ef Jón Valur Jensson er að lesa þetta, þá eru meiri einkenni geðveiki í því að tala við einhvern sem er ekki þarna heldur en að elska einstakling af sama kyni. Spurðu hvaða geðlækni eða sálfræðing sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.6.2008 | 19:52
Fimmtudaginn!
(Textinn sem hér fylgir á eftir er staðlað auglýsingaform frá mér.)
...Er ég að spila á tveimur stöðum.
Annarsvegar er ég að spila á menningarhátíð Grand Rokk einhverntíman á milli 21:00 og 23:00 þar sem ég mun spila einn með kassagítar einhver 3-4 lög af plötunni 'Phoenix Last Burn' sem ég (Keeping the Darkness at Bay) er með í smíðum.
Síðar um kvöldið (frá u.þ.b. 23:00) mun sukksöngvasveinadúettinn 'Sound & Fury' skipaður mér og Haraldi nokkrum Bowie á the English Pub og munum við spila tökulög í bland við einhver frumsamin lög.
Ég vona að þið sjáið ykkur fært að mæta sem flesk og egg.
The coming Thursday (5th of June) I will be gigging at two places.
At the first gig I will take the stage sometime between 21:00 and 23:00 and I wont give it back (haha). I will be playing some selected numbers of 'Keeping the Darkness at Bay's coming album 'Phoenix Last Burn' alone accompanied by my own acoustic.
Later on that same evening (23:00+) yours truly and one master H. Bowie will take the stage at the English Pub and play covers in mix with a few original numbers.
I hope all will either be there or some sort of polygonal forms.