27.1.2009 | 21:42
Stöðvaði rán í 10-11.
22.1.2009 | 03:19
Vegna stigmagnandi ofbeldis:
Ákvað ég að opna fyrir moggablogg mitt þrátt fyrir misskilning þeirra gagnvart ritun nafns míns í þeim eina tilgangi að koma þessari færslu minni til skila.
Athygliverðir tímar. (Hlekkur leiðir á 'Orninn.org')
Ég mun halda áfram að birta hlekki á greinar hér. En ég mun ekkert rita hér sem telst til beins bloggs framar.
Kv.
Einar V. Bj. Maack
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2009 | 13:02
Meðvituð ákvörðun
Í ljósi þess að hvorki MBL né Blog.is liðar hafa svarað mér hef ég tekið þá ákvörðun að hætta moggabloggi.
Ég mun setja upp blogg á komandi vikum á orninn.org og einbeita mér að þeim vef.
Ég mun mjög sennilega hafa slík að bjóða fyrir valda einstaklinga, hafir þú áhuga á að yfirgefa blog.is getur þú haft samband við mig og við sjáum til.
Fari moggabloggið í fúlan pytt og ritskoðunarsinnar með þeim.
kv.
Einar V. Bj. Maack
1.1.2009 | 16:39
Breyting á Moggablogginu. Opið bréf til stjórnar mbl.is
Já. Moggabloggið er aldeilis að verða skemmtilegur vettvangur fyrir almenn skoðanaskipti.
Ég má víst ekki blogga lengur um fréttir þar sem ég og Þjóðskrá erum ekki sammála um hvernig nafn mitt skuli ritað. Mér barst því þetta skeyti frá blog.is:
Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Einar Valur Maack Bjarnason. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.
Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.
Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund.
Ég er vissulega skráður svona í Þjóðskrá. Ég er eini Maackarinn á Íslandi sem heitir Einar og er á lífi, án þess að heita Viggó líka. Ég er jafnframt sá eini sem heitir Einar Valur og er Bjarnason á mínum aldri. Hinir tveir sem bera þessi þrjú nöfn eru fæddir 1932 og 2008 og því ætti ekki að vera erfitt að álykta að ég væri eini af þeim sem bera þessi þrjú nöfn, þ.e. Einar Valur Bjarnason og er 27 ára.
Það er því frekar auðvelt að sjá hver ég er. Ég skrifa ættarnafnið á eftir föðurnafninu því ég er fyrst og fremst sonur foreldra minna þó vissulega sé ég stoltur af ætterni mínu líka.
Joðið í byrjun nafnsins er vegna þess að ég hef notað sviðsnafnið Jimy í þónokkur ár, sökum þess að mér þykir ekkert sérlega skemmtilegt að vera kallaður Einal eins og austræn vinkona mín kallaði mig á viðkvæmri stundu og varð til þess að ég ákvað að nota Jimy í staðin fyrir þá sem eiga erfitt með að gera greinarmun á R-i og L-i.
Ég nota ekki önnur viðurnefni hér á moggablogginu, enda væri það þvílík langloka að það hálfa væru allt of margir stafir.
Sökum þess að ættarnafn mitt er komið úr móðurætt föðurafa míns má ég ekki, vegna fornlegra lagasetninga sem Þjóðskrá verður að fylgja, skrifa ættarnafn mitt aftast. Ef langafi minn í beinan karllegg hefði borið Maack nafnið en ekki 'bara' heitið 'Þorsteinn Pálsson' hefði ég rétt á því að skrifa nafnið á annan máta. Þarna er því MBL.is að taka þátt í miðaldaleik Þjóðskrár sem byggir á furðulegum feðraveldisforkvæðum og þeim skringilegu hugmyndum að fullorðið fólk megi ekki ákveða sjálft hvað það heitir eða hvernig það skrifar nafn sitt.
Nú veit ég ekki með ykkur lesendur góðir, en ég hygg að flestir sem komnir eru til vits og ára hafi þroska til þess að ákveða sjálfir hvernig þeir stafsetja nafn sitt.
Nú er ég ekki að tala um nafnleyndina hérna, enda finnst mér ekkert athugavert við það að fólk sem vill tjá sig hér, á vef hvar maður verður að innskrá sig með kennitölu, komi fram undir dulnefni, enda þótt að aðrir lesendur sjái ekki hver höfundur er vilji hann ekki koma fram undir nafni, getur ritstjórn mbl.is og blog.is séð auðveldlega hver ritar.
Það dylst engum hver ég er.
Fái ég ekki undanþágu frá þessari harðstjórnarlegu bjúrókrasíu sem hefur hlaupið í stjórnina hér er ég algjörlega hættur að rita hér á þennan vef. Það stangast á við siðferðiskennd mína að láta AÐRA segja mér hvað ég heiti. Ég veit fullvel hvað ég heiti. Þeir sem þekkja mig vita hver ég er og að ég rita hér undir fullu nafni, (þó ekki öllum viðurnefnum). Ég hef komið fram, leikið tónlist og eitthvað af leiklist undir þessu nafni. Ég er því EKKI að notadulnefni og frábið mér svona vinnubrögð, frekju og yfirgang að hálfu mbl.is
Verði þessu ekki hnekkt sjáið þið mig næst á orninn.org.
Einnig hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að senda mér póst á maack@orninn.org vilji þeir frá greinar birtar. Ég áskil mér þann rétt að velja og hafna úr innsendu efni, enda er Örninn ekki bloggvefur heldur veftímarit.
Kv.
Jimy Einar Valur Bjarnason Maack.
(E.Þ.S. Loki, Kisi, Flaueliskötturinn, Einar Rauði og #2610815989 fyrir þá sem vilja frekar hafa okkur sem númeruð eintök af útskiptanlegum þegnum. Ég er ekki þegn, ég er borgari.)