Þessi frétt er röng og villandi.

Þegar fíklar koma inn á SÁÁ eru lang fæstir að koma vegna kannabisneyslu, heldur annarar neyslu.

Þeir sem koma þangað neyta margir einnig kannabisefna.


Þessi grein er orðuð á þann veg að skilja mætti að 74-80% þessa fólks (eftir kyni) sem voru neytendur örvandi efna hafi farið í meðferð vegna kannabis en ekki hörðu efnanna.

Það fær heldur enginn Lifrarbólgu C af kannabisneyslu, þó það megi lesa úr greininni.

Annað hvort er blaðamaður Morgunblaðsins, þess vígi hlutleysis sem það hefur verið i gegnum tíðina (yeah right...) að sýna frá sér arfaslaka blaðamennsku þar sem hlutleysi og staðreynda er ekki gætt eða að þessi blaðamaður talar hreinlega ekki Íslensku því þessi frétt er bull.

 

Prófum að breyta uppsetningu fréttagreinar þessarar og látum hana fjalla um önnur efni, en á samsvarandi máta:

 

Á síðasta ári komu 6200 * manns á bráðamóttöku í Fossvogi eftir mjólkurneyslu. Fram kemur á vef Landsspítalans** að 99.9%* þeirra sem leituðu sér læknisaðstoðar höfðu einnig neytt eitraðs matar á borð við hráan kjúkling og svínakjöt eða e-coli smitaðrar matvöru. Rúm 30%* höfðu einnig drukkið borðedik úr óhreinum, gömlum niðursuðudósum og 16% voru komin með alvarlegt skelfiskofnæmi. 

*(tala dregin úr óæðri enda mínum)

**hafið í huga að þetta er skáldskapur, rétt eins og grein Mbl

 

Þó að þetta sé augljóslega bull er það sett upp á nákvæmlega sama máta og frétt mbl. þ.e. það er gefið í skyn að þeir sem fóru á Vog hafi farið vegna kannabisneyslu á meðan 80% kvenna og 74% karla áttu í vandræðum með hörð eiturlyf. Rétt eins og það væri fáránlegt að ætla að mjólkurneyslan hafi verið orsök veikinda þeirra sem leituðu á Fossvog í feitletruðu endursögninni minni hér að ofan.

 

Ég mæli með því að þessari grein verði breytt.

 

 

Annars er það af mér að frétta að ég verð alfarinn héðan á næstu dögum, er að opna nýtt blogg á Orninn.org.

Það er alveg séns að ég geti tekið einhver ykkar með...

 

...sendið skilaboð!


mbl.is Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Góður...

Haraldur Davíðsson, 31.3.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: ThoR-E

Heimskulegur hræðsluáróður.

Tóti Tyrfings er greinilega með útrétta styrktarhöndina núna ... 

ThoR-E, 31.3.2009 kl. 20:15

3 identicon

Kapp er best með forsjá. Greindarvísitala okkar almennra borgara virðist í grein MBL nokkuð vanmetin. Svona bull getur varla nema unnið gegn markmiðum sínum sem í þessu tilviki er að fæla fólk frá kannabisneyslu...og færa Þórarni Tyrfingssyni fjárveitingar.

Kalli Rögnvalds (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvernig fer þessi frétt að því að færa SÁÁ fjárveitingar?

Páll Geir Bjarnason, 31.3.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég myndi halda að því meira sem skrattinn er málaður á vegginn sé auðveldara að fá styrki frá popúlískum stjórnmálamönnum í valdastöðum rétt fyrir kosningar?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.3.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: ThoR-E

Því meira sem gert er úr vandanum ... fær vogur meiri styrki. Samt skrítið að svona undarleg tilkynning komi frá Vogi um cannabis, þegar nóg virðist vera að fíklum sem leggjast inn vegna harðra vímuefna. Sem eru aðalvandamálið.

En Páll Geir Bjarnason er sérfræðingur um málefnið, eins og ég sá á annari síðu, og svona bullukollar eins og ég ættu ekkert að vera að setja fram athugasemdir.

Þótt ég reyndar byrjaði að nota cannabisefni 15 ára en hætti því 26 ára. En jæja.. endilega fræddu mig meira um þetta Páll Geir Bjarnason, algjör snilld sem kemur upp úr þér.

ThoR-E, 31.3.2009 kl. 23:46

7 identicon

Því er ekki haldið fram að hass valdi lifrarbólgu C eða að allir komi inn til meðferðar vegna kannabisfíknar. Því er haldið fram að þessi fjöldi kannabisfíkla hafi komið til meðferðar við þeirri fíkn sem og hugsanlega annarri. Það kemur varla til greina að ætla að hætta í amfetamíni eftir meðferð á Vogi en halda áfram að reykja gras. Það má allt eins skilja það af þessari bloggfærslu að þú teljir að fjöldi fólks ætli að hætta í hörðum efnum en hafi engan áhuga á að hætta kannabisneyslu. Fíklar vita að það gengur ekki upp og þeir vita líka að það eru skýrari tengsl milli notkunar þessara efna en þú virðist vera að láta.

Staðreyndin sem fréttin fjallar um er sú að langflestir þeirra sem ánetjast kannabis ánetjast líka önnur harðari efni (oftast í þessari röð) og býsna margir fara að sprauta sig og svo deila sprautunálum og fá þannig lifrarbólgu C. Þetta eru blákaldar staðreyndir. Það eru með öðrum orðum skýrari tengsl milli kannabis og annarra fíkniefna en þau sem þú reynir að setja fram um mjólk og matareitrun. Fréttin er alls ekkert svo hræðilega slæm. Þessi bloggfærsla er hins vegar bull af sama meiði og kemur frá þeim sem halda að kannabis sé ekki skaðlegt.

Baldur Heiðar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:05

8 identicon

Kannabis er by the way rosalega mikið vandamál, í fyrsta lagi mun algengara en önnur fíkniefni, og stórauka áhættu á geðkvillum. 10 falda til dæmis líkur á geðklofa ef regluleg neysla hefst fyrir 15 ára aldur og 4 faldar þessar líkur eftir þann aldur. Það er full ástæða til að hafa hátt um hættuna sem stafar af kannabisneyslu.

Baldur Heiðar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:09

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

SÁÁ fær ekki styrki frá pólitíkusum eða ríkinu. SÁÁ gerir einfaldlega þjónustusamning við ríkið á heilbrigðissviði, líkt og fjölmargir aðrir. Styrkir til SÁÁ eru brot af kostnaðinum

Ef SÁÁ hugsaði bara um fjárstreymi ættu samtökin rökrétt að vera fylgjandi "lögleyfingu". Vaxandi skatttekjur (af löglegu kannabis) þýða stærri þjónustusamning við Ríkið. Aukið framlag í forvarnarsjóð o.s.frv.

AceR: Já, þegar menn bera vímuefni saman við kaffi og sykur kalla ég þá bullukolla. Þegar menn snúa þannig útúr kalla ég þá bullukolla.

Ps. Ég reykti líka kannabis. Reyndar bara í 9 ár svo það er ekkert á móti 11 árunum þínum.

Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 01:45

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég endurtek:

Ef SÁÁ hugsaði bara um fjárstreymi ættu samtökin rökrétt að vera fylgjandi "lögleyfingu". Vaxandi skatttekjur (af löglegu kannabis) þýða stærri þjónustusamning við Ríkið. Aukið framlag í forvarnarsjóð o.s.frv

Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 02:44

11 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Og þjónustusamningurinn hljóðar uppá 516.976.000 (2006), ekki milljarð. Reksturinn sama ár kostaði í heild 806.548.723.

Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 02:53

12 identicon

Baldur Heiðar, hvað þýðir: "langflestir þeirra sem ánetjast kannabis ánetjast líka önnur harðari efni"? Þegar þú notar orðið "ánetjast", ertu þá að vísa til þess hluta kannabisneytenda sem verða fíklar? Eða átt þú við alla kannabisneytendur? Það er skilningur margra nú á dögum að áfengi, sérstaklega brennd vín,  séu eitt af umræddum "harðari efnunum". Samkvæmt kenningum SÁÁ þá er áætlað að um 10 - 12% þeirra sem hefja neyslu á því efni ánetjist því og verði fíklar eða alkóhólistar. Hér erum við semsagt að tala um efni með viðurkennt háa ávanamyndun í samanburði við önnur ávanalyf. Ef við ýtum til hliðar áliti margra hámenntaðra sérfræðinga og af örlæti okkar gefum okkur að kannabis hafi sömu ávanamyndun og áfengi þá eru hátt í 90% neytenda eftir sem ekki eru fíklar. Bandaríkjamenn hafa hæstu tíðni neyslu ólöglegra lyfja á vesturlöndum. Þar í landi neyta  80% þeirra sem neyta ólöglegra lyfja einungis eins ólöglegs lyfs og það er kannabis/marijuana. Þetta segir High Court Judge James P. Gray í Kalíforníu, traustvekjandi maður með langa reynslu og  mikla innsýn í þessi mál og vel ég að taka hann trúanlegan. Raunveruleg vísindaleg könnun á þessu hefur aldrei verið gerð hérlendis en að slík könnun myndi skila niðurstöðum svo  algerlega á skjön við amerísku tölurnar hef ég enga trú á."Blákaldar staðreyndir" þínar líkjast frekar bláköldum bábiljum í mínum augum.

Kalli Rögnvalds (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 04:40

13 Smámynd: ThoR-E

Páll: Ég held að þú hafir ekki séð athugasemd mína þar sem ég svaraði þér á þeirri síðu.

Mér fannst þessi frétt fáránleg.. þannig a ég kom með svipað fáránlega samlíkingu á móti... kannski léleg samlíking, enda átti hún aldrei að vera annað.

Sumir í athugasemdum um þetta mál hafa notað ... samlíkingu við mjólk eða eitthvað ... í hæðni. 

En kaldhæðni skilar sér oft illa í rituðu máli.

Ekki taka öllu bókstaflega. Ég held að ekki nokkur maður seti hörð vímuefni í sama flokk og kók. Þótt það sé vissulega ávanabindandi.

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 10:26

14 Smámynd: ThoR-E

Og ef þú kallar mig bullukoll fyrir að gagnrýna Vog og Tóta Tyrfings .. sem á það svo sannarlega skilið.

Þá verður það bara að hafa það ... ;)

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 10:29

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nei, ég kalla þig ekki bullukoll fyrir þá gagnrýni. Bara samlíkingarnar.

Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 18:30

16 Smámynd: ThoR-E

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 19:51

17 identicon

Skaðsemi efna hefur ekkert að gera með það hversu öflug fráhvörfin eru, það er vísindalega sannað. Svo við skulum ekki láta það blekka okkur og halda að kannabisneysla sé í lagi bara vegna þess að fráhvörfin séu svo væg. En það er mikill misskilingur í gangi varðandi kannabis.

Vel má vera að greinin sé illa skrifuð og villandi, en að vera akitera fyrir lögleiðingu kannabis hlýtur að vera gert vegna þekkingarleysis. (Það þýðir ekki að segja að ég viti ekki hvað ég er að tala um, það stæðist ekki skoðun) Það sem ég held að séu rökin hérna er enn og aftur einlæg trú þín á frjálshyggju, allt á að vera leyfilegt. Er það ekki?

Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:17

18 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Trú mín á það að ríkið á ekki að skipta sér að því hvað ég geri við líkama minn.

Aftur á móti, fyrir þig, andfrjálshyggjusinnann Valsól get ég útskýrt að RÍKIÐ myndi fara betur með sölu á þessum efnum en gæjar á götunni og þá væri hægt að fá tekjur, gjaldeyristekjur sérstaklega, í ríksissjóð, til þess að styrkja forvarnir, heilbrigðiskerfi, löggæslu og fleira...

...þannig að þetta getur líka hljómað kommúnískt.

Skaðsemi kannabisefna er samt sem áður minni en ýmsra löglegra efna og mér finnst það líka rangt að gera neytendur þessara efna, sem skipta þúsunum ef ekki tugum þúsunda hérlendis séu gerðir að glæpamönnum sem núverandi lagaleg staða kannabis gerir.

Ég er ekki að mæla með neyslu eða að agitera fyrir efninu. Ég er að agitera gegn glæpamannaframleyðslu og því að þessi efni og þessar tekjur séu í höndunum á alvarlegum mafíósum.

Ég er að mótmæla því að mögulegum tekjum (til að greiða Icesave, t.d.) sé hent og skattpeningum sóað.

Ég er líka að mótmæla því að komið sé fram við fullorðna sem fífl sem geta ekki tekið ákvarðanir um hvaða efni þeir neita.

Og ég er að mótmæla þeirri forvarnaaðferð sem notuð er þar sem logið er að börnum, eins og gert er í þessari frétt.

.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.4.2009 kl. 23:29

19 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvar er logið í þessari frétt J. Einar?

Páll Geir Bjarnason, 2.4.2009 kl. 03:40

20 identicon

Já ég er sammála því að það felst ákveðin hræsni í þessu öllu saman, áfengi fer ábyggilega ver með bæði líkaman og samfélagið heldur en kannabis. Já og það er líka réett að það á ekki að segja ósatt í forvörnum. Það sem ég óttast hins vegaar er að með auknu aðgengi þá aukist neyslan, alveg eins og með áfengið. Aðgengi að áfengi hefur stórlagast á síðustu árum með breyttu fyrirkomulagi verslana ÁTVR enda hefur neyslan aukist úr 5l í 7l á mann. Bjórinn hefur jú eitthvað að segja til að skýra þetta, en ekki nægilega til að 2l á mann bættust við af hreinum vínanda. Aukið aðgengi hefur aykið neyslu ekki bara hér, heldur líka á hinum Norðurlöndunum. Þetta er staðreynd sem við verðum að horfa á. Svo varðandi skaðsemi kannabis þá reykti ég af staðaldri í 10 ár, svo ég þekki afleiðingarnar á sj´lafum mér og félaga minna. Það er reyndar bara einn félagi minn eftir, hinir eru dánir. Þessi eini sem ég á eftir er núna þessa stundina inn á Vogi. Enginn dó af neyslu kannabisefna, en þegar maður fær laið á kannabis þá tekur við slíkur tómleiki að önnur lyf eru það nærtækasta sem maður hefur til að geta lifað. Skólaganga fór forgörðum og ég núna kominn á miðjan aldur að basla í háskólanámi. Með langvarandi neyslu breytist uppsetning heilans og ákveðin hringrás í heila sem tengist safnkjarna fer af stað. Þegar hún er komin af stað, þá ertu orðin húkkaður. Hvað efnið heitir skiptir engu máli. Þetta segja mér fjölda rannsókna sem ég er að skoða í tengslum við BA ritgerðina mína. Ég nenni ekki að fara út í fræðilega hlutan á skaðseminni, en hann er svo sannarlega til staðar. Gaman að kíkja við hjá þér og sjá að þú ert enn við sama heygarðshornið varðandi frjálshyggjuna þrátt fyrir allt sem gengið hefur á. Kveðja, Valsól <:-)

Valsól (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 06:01

21 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já Valsól, það er ekki það sama frjálshyggja og frjálshyggja...

...ég hef aldrei verið hlynntur ofurlaunum og ofborgunum fyrir illa unnin störf.

Nu eru 12 ár síðan ég reykti fyrst, hef reykt mismikið í gegnum tíðina en aldrei fengi leiða á efninu, því þá er það bara að sleppa því að reykja í einhvern tíma. Þú ert að vísa í óábyrga neyslu og veruleikaflótta og væntanlega mikla dagneyslu...

...sem ég er ekki að mæla með, en hversvegna eiga ábyrgir neytendur að gjalda óábyrgðar annara?

Páll Geir, þessi frétt er eitt stórt misinfo. og það heitir lygi á mannamáli.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.4.2009 kl. 10:25

22 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég sé ekkert "misinform" þarna. Þetta eru einfaldlega "hardcore" tölur frá meðferðarstofnun. Athugaðu að þarna er einungis átt við þá 620 sem fengu klíníska kannabisgreiningu. Ekki tómstundaneytendur út í bæ.

Varðandi af hvaða ástæðu viðkomandi fíklar komu til meðferðar skiptir það ekki máli. Menn geta komið á spítala vegna tognunar á ökkla eða magaverks og labbað út með krabbameinsgreiningu. Sjúklingar fá klínískar greiningar og staðreyndin er sú að hátt í 80% þeirra sem fá klíníska greiningu um kannabisfíkn fá líka klíníska greiningu um fíkn í örvandi. Þetta er einföld staðreynd, ekki upplognar tölur. Svona er þetta meðal þeirra sjúklinga sem koma á Vog og persónulega finnst mér það undarlegt að efast um heilindi heilbrigðisstarfsmanna sem þar starfa. Þórarinn er forstöðulæknir og greinir ekki persónulega alla þá sjúklinga sem inn leggjast. Þarna vinnur fólk í teymi samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og nota til þess viðurkennd greiningartæki. Þetta er ekkert svona "mér finnst" vinnulag.

Orðalag fréttamanns er hins vegar annar handleggur og kemur SÁÁ afskaplega lítið við. Ég ver það ekki að hann hefði getað orðað þetta skýrar en þrátt fyrir það sé ég ekki að hægt sé að misskilja fréttina nema maður hafi ekki hundsvit á vinnubrögðum í heilbrigðisgeiranum.

Páll Geir Bjarnason, 2.4.2009 kl. 17:42

23 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Það eru ekki til mjúk né hörð efni. Það er algjör óþarfi og grunnhyggnir fordómar að telja þau vímuefni sem viðkomandi notar eða heldur upp á vera betri en þau efni sem hinir nota. Kókaín t.d. getur verið hart fyrir einn en mjúkt og ljúft fyrir annan. Það þýðir ekki að mismuna efnum því þá tökum við þátt í sömu vitleysu  og ráðandi öfl og ríkisvald.

Hitt er svo annað mál að svokölluð ,,gateway" kenning um að kannabisneysla leiði oftast til heróinneyslu er löngu afsönnuð. Þessi kenning er síðasta lygavígi bannsinna og þeirra sem vilja minnka jafnvel leysa vímuvanda með lögrugluaðgerðum. Þeir hafa aldrei beitt rökum heldur eingöngu tilfinningaumræðu og upphrópunum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 4.4.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband