3.12.2008 | 10:52
Heyrðu góurinn...
...það er örugglega hlýrra í Helvíti en í Danmörku, þeir kunna sko að kynda þar, en ég held þú gleymir því sem Íslendingar hafa vitað í hundruðir ára, að Djöfulinn er Dani, svo það er örugglega fleskesteg, smörrebröd og öl á boðstólnum þannig að það er í fínasta lagi fyrir mér, enda þótt Djöfsi sé danskur þá er ég það pínu í aðra ættina líka og því kann ég ágætlega við húmor Dana, sbr þetta djók.
Hinsvegar væri mun verra að vera bara með aðgang í himnariki, en eins og allir vita er allt sem er skemmtilegt annaðhvort óhollt, syndsamlegt, fitandi eða danskt og því ekki von að slíkt sé að finna upp í kuldanum í háloftunum, þar sem ekkert er við að vera nema hörpuspil.
Nei takk.
Ég skal vera með danska Djöfsa að glamra blús á rafmagnsgítar og drekka öl og flesk þegar ég fer.
Þannig að ég þakka þér fyrir heimboðið.
Annars er alltaf spurning hvort að maður eigi að treysta á menn sem kalla tólin á sér Sörensen og fara fjálglega með ris á sínum Sörensen, svo fjálglega að það er meiraðsegja partur af nafninu.
Ég er viss um að enginn nennti að lesa þetta ef ég kallaði þetta blogg 'Einari rís Stiffy Wonder!*'.
*blindur, spilar á píanó og er eini parturinn af mér sem fílar synthapopp...
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
heyrðu afritaði ath. þína hjá mér yfir í umræðuna sem ég var búin að loka, rétt skal vera rétt. ok. Allt fer í lok lok og læs 10 mín í 7 í kvöld hehe.
bk
Linda.
ps. Já lagið er bara töff. hefðir átt að hlusta á lagið sem ég setti inn vegna Breta, átti líka við. held að það sé flokkað undir tónlist ef þig langar að sjá það.
Linda, 3.12.2008 kl. 11:45
neib það var ekki undir tónlist, þetta er hluti af þrumu reiði til G. Brown hehe. Youtube lagið er neðst. smella hér
Linda, 3.12.2008 kl. 11:55
Takk fyrir það. :-)
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.12.2008 kl. 12:01
"Íslendingar hafa vitað í hundruðir ára, að Djöfulinn er Dani"
þetta er snilld
halkatla, 3.12.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.