Við sigruðum þessa orrustu, báðum megin.

Ég er ekki maður ofbeldis, þó ég óttist það ekki og muni aldrei leyfa mér að kúga sjálfan mig með heigulshætti. Í dag sigraði Ísland litla orrustu, mótmælendum er ekki í nöp við lögregluna þó vissulega séu sterkar skoðanir hjá stórum hluta þeirra sem þarna voru að það sé mjög dapurt hvernig lögreglan sjálf hefur látið kúga sig til þess að vera varðhundar myrkrahöfðingjans á Arnarhóli og þeirrar spillingar sem hann stendur fyrir.

Í dag sönnuðu lögreglumenn sig fyrir mér, þeir vilja ekki heldur bardaga við bræður sína og systur en við sem berum skiltin, meira að segja við sem hyljum andlit okkar með svörtum grímum viljum ekki ofbeldi - við viljum það síst af öllum, enda er ofbeldi augljóst form kúgunar sem svarta blokkin stendur ávalt á móti. Við megum ekki láta þau öfl sem að baki þessu fjármálaástandi standa sundra þjóðinni í stríðandi fylkingar. Sturlungaöld hin síðari má ekki verða, skálmöld þar sem friðelskandi fólk gengur vopnað til þess að verja sig, en því miður eru góðar líkur á að í það stefni ef við leyfum IMF að draga okkur í svaðið.

 Til hamingju Ísland með 90 ára fullveldisafmæli, í dag sönnuðum við að við getum stýrt okkur sjálf og verið fullvalda.

Til hamingju mótmælendur, til hamingju með góða sjálfsstjórn og það að láta ekki ofbeldi hræða ykkur.

Og síðast en ekki síst, til hamingju lögreglumenn og konur sem þarna stóðu og þakka ykkur fyrir.

 

(The Road to hell, pt.I & II, e. Chris Rea)

 

 


With a face that I knew like my own
reflected in my window.
Well
she walked up to my quarterlight and she bent down real slow

A fearful pressure paralysed me in my shadows.

She said: Son
what are you doing here?
My fear for you has turned me in my grave.
I said: Mama
I come to the valley of the rich
myself to sell.
She said: Son
this is the road to hell.

On your journey 'cross the wilderness from the desert to the well
You have strayed upon the motorway to hell.

We'll
I'm standing by a river but the water doesn't flow

It boils with every poison you can think of.
Then I'm underneath the streetlights
but the light of joy I know
Scared beyond belief way down in the shadows.

And the perverted fear of violence chokes a smile on every face

And common sense is ringing out the bells.
This ain't no technological breakdown
oh no

this is the road to hell.

And all the roads jam up with credit
and there's nothing you can do

It's all just bits of paper flying away from you.
Look out world
take a good look what comes down here

You must learn these lesson fast and learn it well.
This ain't no upwardly mobile freeway

Oh no
this is the road
this is the road
this is the road to hell


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: oktober

oktober, 2.12.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Því miður er lítill hópur fólks eins þenkjandi og þú og kýs ofbeldi og skrílslæti í mótmælum sínum. Það að lögreglan sýni djörfung, dáð og hugrekki er ekkert nýtt,  lögreglan hefur alltaf sýnt sig að vera til fyrir myndar og gera sitt besta hverju sinni við erfiðar aðstæðar. Það sama er ekki hægt að segja um örfáa unga óþroskaða einstaklinga sem ráðast inn í Lögreglsustöð landsins og svo Seðlabankann .... . ja hérna .. hvílíkur barnaskapur:)   En þetta rjátlast af ykkur með árunum, sem betur fer:)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Bara Steini

Ellin deyfir okkur aldrei. Ekki eftir helreið þeirrar kynslóðar sem er að falla frá.

Bara Steini, 2.12.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ó, Katrín mín, þér skjátlast þar.

Ég tel mig vera fullorðinn mann og ég hygg, ellegar vona, að ég sé þó nokkuð þroskaður miðað við aldur sökum þess að ég hef reynt ýmislegt á mínum dögum þótt ekki séu þeir óteljandi enn.
Því ætla ég að vona að baráttuþrek mitt fyrir réttlæti, frelsi og friði deyfist ekki með árunum, að ég missi ekki skyn mitt á því hvað er rangt, að ég sjái ekki lengur kúgun og óréttlæti sökum slýs áranna sem safnast á augu mín heldur ætla ég að vona að ég komi ekki til með að sjá kúgun og önnur form ofbeldis því þau þrífist ekki lengur.

Ég var á báðum stöðum. Hverfisgötu og Arnarhóli. Lögreglan stóð sig jafn vel í dag og hún stóð sig illa á Hverfisgötunni. Batnandi mönnum er best að lifa og fyrirgefning er öllum holl.

Lögreglumenn og konur eru hinsvegar fólk eins og ég og þú, þau eru breysk, eins og ég og þú og í mörgu fé þrífst misjafn sauður, því ætla ég að biðja þig að gera þau ekki að guðum í rómantískum einkennisbúningaljóma

Ég ber fátt nema virðingu fyrir löreglunni, ég fyrirlýt hinsvegar ástæður þess að slík stofnun þurfi að vera til.
Lögreglan á að halda uppi lögum og reglu eins og nafnið bendir til en hinsvegar er lögreglan reglulega niðurlægt af yfirboðurum sínum, lýðræðislega kjörnum fulltrúum okkar sem, fulltrúar þeir sem valdið hefur stigið til höfuðs.

Því ætti lögreglan, sem á allan heiður skilinn fyrir að vinna í óeigingjörnu starfi að sjá sóma sinn í að standa vörð um jafnræðisreglu þá sem á að ríkja á landi voru og láta ekki þá háu herra sem eru í engu sambandi við vilja fólksins skipa þeim eins og hundum gegn sínu eigin fólki.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.12.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband