29.7.2008 | 12:56
Gott og vel Árni, en...
...og nú veit ég að þú ert ekki talsmaður allra foreldra, en þar sem titillinn þinn hljómar þannig spyr ég:
Er þetta vandamál með drykkju unglinga ekki vandamál sem er tilkomið vegna:
A) lélegs uppeldis að hálfu ykkar
B) lélegs uppeldis að hálfu ykkar
og
C) lélegra fyrirmynda að hálfu ykkar.
Ég ætla nú ekki að níða mikð þetta starf, en ég sé ómögulega hversvegna fyrir tæki eigi að bera þessa klénu samfélagslegu ábyrgð sem er klínt uppá fólk með því að banna að auglýsa löglega vöru.
Það að banna að auglýsa vöruna gerir hana að Voldemort innkaupana - það verða allir að hafa með þann sem ekki má nefna. Það er nefnilega viss öfugsálfræði í þessu banni, sem er langeffectívust brotin - þá eru áfengisinnflytjendur algjörir rebel og áhrifagjarnir unglingarnir sem foreldrar á Íslandi höfðu ekki tíma til þess að ala upp.
Nú, þá er það spurnginin hver ber ábyrgð á þess afbakaða gildismati Íslendinga? Hver ber ábyrgð á því að allir eiga að vilja vinna 8-12+ tíma á dag til þess að borga flatskjásjónvarp í barnaherbegið, svo að það þurfi sem minnst að tala við króann.
Hver ætli beri ábyrgð?
Samfélagið sem slíkt fyrir að vera svona ginnkeypt fyrir auglýsingum?
Þeir sem komu kvótakerfinu á laggirnar með bágum efnahagsafleiðingum fyrir fólkið í landinu?
Þeir sem stóðu að þjóðarsáttinni hérna í denn?
Þeir sem gerðu bjórinn spennandi með því að banna hann og komu með því í veg fyrir siðmenntaða drykkjumenningu hérlendis?
Það eru nefnilega ekki auglýsingar sem gera íslenska drykkjumenningu eins lélega og hún er.
Það er samspil lélegs uppeldis og agaleysis (sem stafar oftar en ekki af úrræðaleysi foreldra, skólar eiga EKKI að ala börnin upp fyrir þig, þó að efnahagsástandið neyði þig í of mikla vinnu), bjórbanns og of mikilla valda templara í gegnum tíðina og svelgihneygð Íslendinga sem verða að gleypa allt sem þeir geta.
Myndin er sett hér inn svo þið vitið
hvað skal gefa mér í afmlisgjöf 26. Okt.
PS: Árni. Starfsmenn áfengisumboða og áfengisframleiðslna þurfa líka að lifa. Ég ætla að mæla með því að þú markaðsetjir hvaða vöru sem er án þess að mega nota eðlilega markaðssetningu.
Vilja sniðganga auglýstar áfengistegundir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu virkilega að fara út á þann hála ís að gefa í skyn að krakkar sem drekki undir tvítugu hafi hlotið lélegt uppeldi eða eigi foreldra sem séu lélegar fyrirmyndir????
Gerirðu þér grein fyrir að langmestur meirihluti fólks undir tvítugu drekkur að staðaldri eða hefur drukkið. Heldurðu að langmestur meirihluti uppalenda falli undir þessa kenningu þína?
Ég styð Árna heilshugar í þessu. Auglýst áfengi verður ekki keypt af mér allavega.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 16:06
Ég hugsa nú að það að segja að foreldrar séu lélegir uppalendur sé kannski full sterkt er orða tekið, en þó ekki ef maður skoðar málið til hlítar.
Það þykir ekkert tiltökumál fyrir fullorðið fólk (foreldra) að drekka fyrir framan börnin sín, ég get ekki kallað það "góða fyrirmynd". Enda er þá verið að normalisera áfengi. Það að pabbi drekki alltaf bjór þegar hann er að grilla og Gunnar litli sem er 5 ára elst upp við það, sem og að pabbi og mamma drekka alltaf í útilegum og þegar pabbi fer að veiða and so on, getur ekki haft neitt sérstaklega jákvæðar afleiðingar í för með sér.
Þess vegna er alveg rétt að segja það að börn á íslandi fá mjög dapurt uppeldi þegar kemur að áfengisdrykkju, og svo skilur fólk ekkert í því að unglingar undir tvítugu drekki eins og svampar. Íslendingar kunna ekki að drekka, enda engin "drykkjumenning" á íslandi.
Það er hinsvegar líka þannig, og það er staðreynd einnig að auglýsingar í sjónvarpi, tímaritum og bara allsstaðar þar sem hægt er að troða auglýsingum um áfengi hafa líka áhrif. Enda eru áfengisauglýsingar stílaðar inná ungt fólk, enda er sá hópur verðmætastur. Þetta er alveg sama markaðs aðferð og var notuð hérna way back in the day með sígarettur.
Vill til að unglingar (ásamt náttúrulega ofdyrkkjufólki) er verðmætasti hópurinn
Til eru skýrslur um verðmæti þess hluta markaðarins sem tekur til sölu áfengis til ofneytenda og unglinga. Ein slík rannsókn Estimate of the commercial value of underage drinking and adult abusive and dependent drinking of the alcohol industry áætlar að verðmæti þessa hluta markaðarins fyrir áfengisiðnaðinn sé um 48,8% af heildarmarkaðnum. Sem sagt: Tekjur af unglingadrykkju og drykkju ofneytenda eru helmingur af heildartekjum innflytjenda og framleiðenda áfengis. Af þessari vitneskju tekur markaðssetning áfengis auðvitað mið.
Það er staðreynd að tæplega ¾ allra unglinga 17-18 ára í framhaldsskólum hafa neytt áfengis undanfarinn mánuð og að 63% allra unglinga á sama aldri í framhaldsskólum hafa orðið drukknir.
Er þá réttlætanlegt að segja að 63% foreldra séu óhæfir uppalendur þegar kemur að áfengi?... Já, að miklu leiti í það minnsta. Því auðvitað þegar allt kemur til alls er það foreldrana að ala upp börnin sín og vera þeim góðar fyrirmyndir. Með því til dæmis að vera ekki að drekka fyrir framan börnin við öll mögulegu og ómögulegu tækifæri. Ég er samt ekki að segja að það eigi eitthvað að fara í felur með það, en að normalisera bjór og annað áfengi er ekki leiðin heldur.
"auglýst áfengi verður ekki keypt af mér"... fyrirgefðu Magnús en drekkur þú?... Ef svo er, ætlar þú þá að vera edrú um verslunarmannahelgina? Hefur þú opnað blöð eða sjónvarp nýlega?Signý, 29.7.2008 kl. 17:17
"Starfsmenn áfengisumboða og áfengisframleiðslna þurfa líka að lifa. Ég ætla að mæla með því að þú markaðsetjir hvaða vöru sem er án þess að mega nota eðlilega markaðssetningu. "
Þetta er einmitt kjarninn í því að nauðsynlegt er að framfylgja þessu auglýsingabanni eða afnema það.
Hvernig eiga þeir áfengisframleiðendur og -innflytjendur sem fylgja lögunum að geta keppt við þá sem gera það ekki? Það gengur ekki að segja þeim að brjóta lögin bara sjálfir.
Karma (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 18:32
Það þarf ekki nema að fara niður í bæ eða á einhverja útihátíð og þá sér maður fullorðið fólk og oft rígfullorðið alvegjafn haugafullt og unglingarnir.
Það er miklu auðveldara að benda á utanaðkomandi áhrif heldur en að taka á vandamálum sem eru að megninu til heima tilbúin.
Fannar frá Rifi, 30.7.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.