28.7.2008 | 15:30
Skemmtileg einkaræktun...
...á Reykhólum.
Hvort að nafnið hafi ráðið aðsetri þessa manns eða ekki skal ég ekki segja, en þetta er augljóslega einkaræktun, þ.e. í einkaneysluskyni fyrir örfáa aðila, nema að þetta séu þeim mun öflugri plöntur, því fæstar plöntur myndu bera það mikið magn að 4 þeirra nægðu fyrir viðskiptahliðinni, því þetta stæði aldrei undir áhættunni, enda er refsað fyrir sölu á þessum plöntum...
...skyldi þessi einstaklingur fá refsingu fyrir að halda við eigin neyslu?
Hversu margir ætli bruggi göróttan gambra í sama tilgangi?
Ég held að við ættum bara að lögleiða þetta og hætta að sóa skattpeningum í lögregluútilegur og tíma lesanda í æsifréttir af svona smáatriðum.
Það eru alvarlegri hlutir en eitt reykt húshald á Reykhólum.
Spíttverksmiðjur útum allt land sem framleiða stórhættulegt Methylamfetamín sem er stórskaðlegt efni mæli sterklega með því að leitað sé að 'Faces of Meth' á google, eða upplýsingum um það efni, sem hefur valdið miklum usla bæði vestan hafs og austan tjalds...
Efni sem ólíkt Kannabisefnum dregur fólk til dauða og hefur þúsundir tilfella á skrám útum allan heim.
Ólíkt þessum jurtum sem einn gæji útí sveit er að fara að reykja sjálfur og þar með líkast til ekki að selja börnunum ykkar dauða útum allt land.
Kannabisplöntur fundust við húsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á náttúrulega að verðlauna svona menn fyrir útsjónarsemi sína - heimaræktun dregur úr eftirspurn á innfluttri ólyfjan og þar með er þessi ágæti maður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við fall krónunnar.
Veljum íslenskt!
Ingvar Valgeirsson, 30.7.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.