Fordómar.

Ég er eiginlegra á því að það sé ekkert verra en sú barnalega hyggja að flokka fólk saman í kollektív og dæma fólk útfrá slíku í stað einstaklingsins eftir eigin verðleikum.christianshasaflavor

Þegar fólk er flokkað eftir kynþætti eða trúarskoðunum er flestum sem betur fer nóg boðið, það gera sér flestir grein fyrir því í dag að slíkir fordómar eru skemmandi fyrir umhverfið.

Þá er það spurningin, af hverju fá sumir leyfir til þess að skipta sér frá samfélaginu 'við á móti þeim'? Skiptir það máli hvað 'þeir' eru margir? Eiga Gyðingar einkaleyfi á þessu andskotans grjótfargi sem á að vera útveggur musterisins, sem ku jú vera einn helgasti reitur allra Íbrahímsku trúarbragðanna?

Eru fordómar og ofsóknir afsakanlegri í dag en þau voru fyrir 2000 árum síðan? Hvernig dettur nokkrum að kalla sig kærleiksríkan og trúaðan og styðja samt við bakið á þessum vígamönnum, hvorum vegna við línuna sem er? 

Ég er viss um að eitthvað yrði athugað við það ef hérlendis segðu einhverjir að Lögberg væri bara fyrir Íslendinga, og um leið og vælið heyrðist um kynþáttafordóma yrði sagt HEIÐNA Íslendinga, þá væri ekki verið að skipta fólki í réttir eftir litarhafti heldur trúarskoðunum, þetta er jú eitt helgasta vígi heiðindómsins í landinu og ekki voru það Kristnir sem stofnuðu Alþingi...?

Ég skil ekki þetta hvernig Jón má ekki vera með fordóma gegn ákveðnum trúarhópum eða þjóðum, en bæði séra Jón, mullah Jón og Jón rabbíni og þessir Jónvalsins bullukollar mega það.

Nú ætla ég ekki að boða trúarbrögð pólítískrar réttsýnar. Fjandinn. Það væri fjarri mér, enda PC fyrir mér álíka réttlætanlegt og önnur öfgatrúarbrögð sem stefna að því ljóst og leynt að drepa einstaklingsfrelsið.
 

flottir á þvíHvað Obama er að gera þarna suðurfrá, er spurning sem ég hef ekki svar við. Af hverju í fjandanum er maðurinn ekki að einbeita sér að kosningabaráttu sinni, í því landi sem hann er að bjóða sig fram í.

Ekki það að mér lítist ekki ágætlega á hann per se, finnst hann reyndar ekki jafn flottur og málefnalegur og dr Ron Paul sem ég styddi ef ég hefði tækifærið til, reyndar er dr Paul að segja eitthvað af viti og það vita allir hversu hættulegt það getur reynst stjórnmálamönnum.

En eru þetta ekki viðurstyggilegir fordómar frá Ma'ariv? Þeir láta það í veðri vaka að persónulegt samband Baracks Obama við ímyndaðan vin hans sé óraunverulegra en þeirra sökum þess að hann er ekki af sama kynþætti og þeir. Ég hefði eimmitt haldið að þetta væru ranghugmyndir hjá þeim öllum, en það breytir því ekki að fólk hefur jú leyfi til þess að hafa slíkar bábiljuskoðanir. Þar er nefnilega hundurinn grafinn.Enver Hoxha

Ég hljóma æði oft eins og ég beri mikla fordóma þó að ég sé oftar en ekki að fordæma fordóma. Hljómar máski asnalega, en þegar við erum að tala um skoðanir, lífsmynstur, trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, hvort þú borðir eingöngu grænmeti og viljir tantra höfrunga eða gleypa við öllu sem einhver Karl í kjól segir þér þá er það eitthvað sem þú ræður alveg við. Þú breytir ekki um þjóðernislegan uppruna eða kynþátt, en djö... á maður ekki að ráða sínum eigin huga, sínum eigin skoðunum? 

Ég er hvorki hrifinn af andlýðræðislegri stefnu Envers Hoxha að banna trúarbrögð né öðrum gerræðishyggjuöflum sem vilja ráða hug borgaranna, en maður fer nú að hallast að því þegar fordómar eins og þeir sem leynast hér hjá Ma'ariv eru afsakaðir með trúarskoðunum, eða eiga rót sína í trúarskoðnum, að það sé spurning um að endurskoða afstöðu sína. 

Hugsuðurinn og möltufálkinn Edward de Bono kynnti fyrir heimsbyggðinni svokallaða Hliðræna Hugsun sem notast skal til skipulagðrar sköpunar. 

Árið 2000 stakk de Bono upp á því við nefnd breska utanríkisráðuneytisins að Ísraelum og Palestínumönnum gengi svona illa að semja frið vegna Zincskorts sem stafar af óhefuðu brauði,  þ.e. einskonar flatbrauði, en meðal aukaverkana zincskorts er árásarhneigð. Þess vegna stakk de Bono uppá því að til þess að Arabar og Gyðingar lykju nú loks deilum sínum þyrfti að senda þeim Marmite sem er einskonar mysingur Breta.

1171897328Arab%20and%20JewÉg ætla nú ekki að segja að það sé næringarskortur af þeim tagi sem heldur uppi deilum heimsins. En ég er nokkuð viss um að andlegur næringarskortur gerir fólki auðvelt að hata nágranna sinn. Hver veit, einhvern daginn munum við sjá frið í miðausturlöndum, hver veit, máski munum við sjá vináttu og virðingu milli fólks óháð trúarskoðunum og þjóðerni.

Ég ætla að vona að við gerum það einhvern daginn. En við gerum það aldrei á meðan við látum það viðgangast að við séum hjarðdýr. Ef við gleymdum því í smá stund að við tilheyrum fjölskyldum, trúarhópum, þjóðernum, stjórnmálaflokkum og svo framvegis og förum að muna eftir því að við erum einstaklingar, gengur okkur kannski betur.

Ef við munum eftir því að við getum aðeins borið ábyrgð á okkur sjálfum og eigin gjörðum þá fer okkur kannski að vegna betur. Blóðsamviska og blóðhefnd verða annars allra okkar bani.

 

 

Á ég að gæta bróður míns? Það má vera, en ég tek ekki ábyrgð á gjörðum hans því hann er jú fullorðinn maður. 


mbl.is Trúnaður við Grátmúrinn aðeins fyrir gyðinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband