23.7.2008 | 13:52
Ég vil tileinka þetta myndband...
...ríkum Íslendingum, en þó sérstaklega þeim sem hafa hagnast vegna ósanngjarnra viðskiptatækifæra, samanber einokun og þetta bölvaða kvótakerfi, hagsmunatengsl við ýmsa valdhafa síðustu 30 ára og almennrar glæpamennsku.
Sérstaklega vil ég þó tileinka þetta lag ástkærustu glæpamönnum Íslandssögunnar, þeim sem komu kvótakerfinu á fótinn og bera með því óbeint ábyrgð á örbyggð, örkumli og óhamingju fleiri hundruða ef ekki þúsunda íslenskra fjölskyldna, hruni sjávarbyggða sem eitt sinn voru gullslegnar. Þeim mönnum sem komu verðlagi á fiski innanlands svo hátt uppúr öllum þjófabálki að aðeins þeir sem eiga kvóta hafa efni á því að snæða mikið af fiski, tja, nema ef maður stelur fiskinum, en mér finnst ég vera að segja sama hlutinn tvisvar.
Ég vil tileinka þetta lag þeim mönnum sem bera mesta ábyrgð á því að misskipting á Íslandi hefur aldrei verið meiri, ég vil tileinka þeim sem setið á Austurvelli og rænt hvern einasta Íslending daglega í lengri og skemmri tíma fyrir tilstilli þessa kerfis og þá sérstaklega vil ég tileinka þetta Halldóri Ásgrímssyni sem ber mestu persónulegu ábyrgð á stæsta mannréttindabroti og ráni Íslandssögunnar, en aðrir kvótaerfingjar og kvótaeigendur í stjórnmálum, þá sérstaklega vissir meðlimir stóra Quislingaflokksins sem eiga u.þ.b. 2-3.000.000.000 Ikr ránsfeng frá þjóðinni og spila sig þó góða mega taka þetta til sín líka.
Verði þjóðinni þeir að góðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það svífur listrænt kokkaþema yfir þínum vötnum í dag. En hvurslags er þetta, geturðu ekki unnt Halldóri Greyinu Ásgríms að verða moldríkur? Kvótakerfið hans sýnir glöggt hversu snjall glæpon hann er. Það er í mannanna eðli að skara eld að sinni köku og þeir snjöllustu gera það á kostnað almennings. En það er ekkert við því að gera að guð hafi velþóknun á sumum og ekki öðrum, þ.e. örfáum og ekki hinum. Svo er gott að hafa ríka menn í söfnuði sínum - þeir eru ekki með neitt bull um að hjálpa eigi þeim sem minna mega sín. Við skulum bara skammast okkar - hnútasvipur verða bráðum til sölu í Co-op-Self-Flagellation Group, hinni ríkisreknu aflátsbréfasölu ohf í einkaeign með móttóið "Ekkert væl - drepist með stæl".
Þóra, 23.7.2008 kl. 16:27
Hehe.
Já. En ef Lalli Johns er látinn sitja inni, hvað á þá að gera við svona stórþjófa? Verðlauna þá?
Mig dauðlangar að elda eitthvað djúsí, enda var ég að þrífa eldhúsið mitt í gær...
~^~
...og selspikað þjófsþjó hljómar ekki illa, marinerað í sinnepswhiskeylegi, steikt á pönnu með smörsteiktum sveppum og vel sautéuðum hvítlauk og skarlotlauk, borið fram með grænu salati og grófu léttristuðu brauði sem búið er að brenna dollaramerki í.
Í forrétt er almenn fiskiskuldasúpa (sem gerð er úr veiðistolnum) : skötuselsbitar, rækjur og humar soðið í kókosolíu ásamt ýmsu grænmeti, þar á meðal lauki, rauðum og hefðbundnum, blaðlaukur og selerí, hvítlauk, dassi af sítrónuberki og engifer, salt og pipar og secret ingredient...
Í eftirrétt er svo loks frosinn efnahagur sem er hefðbundinn heimalagður ís með whiskeykaramellusósu frosinni í hann, borin fram með súkkulaðisósu garnishaður með nokkrum mintulaufum.
~^~
En í staðin sit ég hér og drekk grautfúlt sítrónute og borða ristað draslbrauð úr 10-11.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.7.2008 kl. 17:21
þetta kvótakerfi er bara svo fáránlegt
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 23.7.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.