Ranghugmyndir

Willjálmur Smiðs er nú ekkert einsdæmi í þessum málum.

En hann er hinsvegar gott dæmi um mann með ranghugmyndir.

Sjáið til. Hann tilheyrir (víst ekki, síðari tíma ábending) hinum svokölluða Scientology söfnuði, sem hefur á Íslandi verið nefndur hinu agalega rangnefni 'Vísindakirkjan'. En það er svosum allt í lagi því  Scientology er líka rangnefni. Scienta þýðir nefnilega vitneskja/kunnátta/þekking á Latínu og logy er dregið af gíska oðinu logos (λογος) sem þýðir rökhyggja/innri vitneskja. Svo ef við lítum á ástkæra ilhýra má sjá að þetta er hvorki vísindalegt né kirkja í þeirri merkingu sem germönskumælandi þjóðir setja í það kirkja/kirche/kerk/kirke = kristilegt guðshús/söfnuður.  En það er nú reyndar alltaf öruggt að um öfugmæli er að ræða þegar er talað um kirkju og vísindi í sömu andrá sem góðan samnefnara.

Willi telur sig aldrei hafa rangt fyrir sér, ef marka má orð Jödu, konu hans. Það er nú svosem allt í lagi, maðurinn er jú eftir allt trúaður og eins og allir vita er það villutrú þegar maður breytir trúarbrögðum.

Skemmtilegt við þessa ágætu trú sem hafnar sálfræðingum algjörlega. Þeir trúa því eimmitt að mennirnir séu samlífisverur drauga geimvera sem illi geimstríðsherrann Xenu myrti í eldfjöllum Hawaii og þær sálir/draugar hafi sest í sálarlausa apa sem frá því urðu menn. Mennirnir innihalda svo ýmist lítið eða gífurlegt magn þessara sálna  eða 'Thetans' eins og Lafayette Ron Hubbard kallaði þá. 

Willa er hérna borin slöpp sagan af kjetlingunni hans. En til þess að láta þennan afburðaslappa og afburðahallærislega mann (hann er ekki tónlistarmaður, það er engin list í óhljóðum hans og það er varla hægt að kalla hann leikara ef maður hefur séð hann í bíómynd) líta aðeins betur út, þá er ég með lista af öðru fólki sem telur sig aldrei hafa rangt fyrir sér:

 

Benediktus XVI (Joseph Ratzinger)

Dalaii Lama (Tenzing Gyatso)

Ayatollah al Uzma (Naser Makarem Shirazi and Hossein Noori Hamedan)

Móðir Theresa (Agnes Gonxha Bojaxhiu)

Adolph Hitler

Benito Mussolini

Enver Hoxha 

Joseph Stalin (Djúgasvílí)

Pol Pot

Idi Amin

Robert Mugabe

Maó Tse Túng

og...

 

 

...J. Einar V. Bjarnason Maack, þó mér gæti skjátlast með þann síðastnefnda.

 

En það er þó gott að Willi Smiðs er ekki eina fíflið í heiminum.

Tók einhver annar eftir því að einu fíflin sem þorðu að koma undir réttu nafni voru kommúnistar og fasistar? 

Passið ykkur á dogmatískri trú elskurnar mínar, þið gætuð hætt að þróast. 


mbl.is Will Smith telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Willi er ekki í vísindakirkjunni, Tommi krús er hins vegar lengi búinn að reyna að fá þau í söfnuðinn eins og hann er nú að gera með bekkinn. Þess vegna er þetta frétt því þetta átti að vera sönnun fyrir að þau væru orðin vísindakirkjumeðlimir. Þú hefur rangt fyrir þér kallinn.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 18:34

2 identicon

Joseph

Gunni sími (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:57

3 identicon

Joseph kallinn Ratzinger er ekki númer 19, hann er númer XVI, þannig að þú hefur jú aftur rangt fyrir þér elsku kallinn minn.

Gunni sími (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Gildir einu hvort að Willi sé í kirkjunni eða ekki, ég var meira að skrifa um kirkjuna en þann arfaslaka leikara. Mig langar reyndar að sjá nýjustu myndina hans.

Ég samþykki með glöðu geði að ég hafi þarna haft rangt fyrir mér.

Gunni, það er rétt... en ég get þó alveg viðurkennt að ég hafi rangt fyrir mér! 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.7.2008 kl. 22:44

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvort ert þú kommúnisti eða fasisti?

Will Smith er alls ekki svo slæmur, hann hefur átt feykifína spretti. Bendi t.d. á Six Degrees of Sepertation. Vísundakirkjan (Buffalo Church) er hinsvegar stofnun sem mér líst illa á. Held að Gunnar í Krossinum hafi full efni á að setja út á þá stofnun.

Annars hef ég aldrei heyrt um að Móðir Teresa hafi talið sig óskeikula. Svosem í lagi að menn telji sig vita allt betur en aðrir, svo lengi sem þeir leyfa öðrum að hafa rangt fyrir sér í friði. Verra þegar menn reyna að "leiðrétta" aðra, jafnvel með ofbeldi eða hótunum.

Ingvar Valgeirsson, 3.7.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmmm....

...Móðir FÖKKING Theresa, Agnes Gonxha Boingboingboing verðskuldar að vera á þessum lista sem trúarnöttari sem olli þjáningu þúsunda deyjandi manneskja svo þær gætu 'verið nær Jésú'... því hún trúði því að þjáning drægi þig nær trésmiðnum...

...það að hún hafi ekki efast eitt andardtak og reynt að nota þær tugmilljónir sem hún fékk í charity í það að lina sársauka fólks heldur þess í stað notað þessa peninga til þess að byggja klaustur gerir það að verkum að hún verðskuldar að vera á þessum lista. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.7.2008 kl. 12:42

7 Smámynd: kiza

Móðir Theresa var sko alls ekki sá dýrlingur sem henni er borin sagan af, nema fólk skilgreini dýrling sem "manneskju sem reynir eftir bestu getu að lengja þjáningar annara í tilgangi þess að komast nær Guði"

Nettur sadó-masókismi í gangi þar, verð ég að segja.

Endilega kynnið ykkur stefnu hennar og lífsstarf áður en þið  gleypið við þessu dýrlingatali.

kiza, 4.7.2008 kl. 14:17

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já, til þess að svara hvort ég er kommúnisti eða fasisti, þá er ég hvorugt. Ég er trúarleiðtogi...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.7.2008 kl. 15:52

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það þarf ekki að leita lengi til að finna góðverk Móður Theresu - hún stofnaði sjúkrahús á Indlandi til þess aðallega að aðstoða svokallaða stéttleysingja. Aðstoð við þá var á þeim tíma, og er sumstaðar enn, illa séð vegna þess að skv. Brahma hafa gert eitthvað í fyrra lífi/lífum sem örsakar ástand þeirra í þessu. Mýmörg dæmi eru um að hjálparstarfsmenn á Indlandi hafi orðið fyrir árásum, jafnvel drepnir, vegna starfa sinna á þessum vetvangi.

Ingvar Valgeirsson, 6.7.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband