Nú skal dansað umhverfis umhverfisjólatré...

Ég er að spá í að skella mér á þessa títtumræddu náttúrutónleika Bjarkar og Sigur Rósar núna eftir smá stund.

Ég vildi samt gjarnan fá að vita hversu mikið þessir tónleikar menga - því jú mikið af tölvum, rafbúnaði, mixerborðum og hljóðfærum hverskonar innihalda ál.

Það þarf að keyra þetta með raforku sem kemur úr virkjunum.

Það flugu 600 manns frá BNA hingað til þess að taka þátt í húllumhæinu, ég hef ekki hugmynd um hversu margir komu frá Evrópu.

Það vill líka gleymast að mennirnir eru partur af náttúrunni. Við erum dýr og okkar umhverfi er náttúrulegt, þó það sé búið að eiga við það. Myndi einhver segja að geitungur, maur eða býfluga í búi væri ekki á náttúrulegum slóðum? Mennirnir eru jú líka dýr og byggja talsvert stórar mauraþúfur. Hver verða áhrifin af þessum tugþúsundum einstaklinga sem ætla að fara í Laugardalinn á eftir. Hvað mun þetta fólk skilja eftir sig mikið af rusli, í okkar nánustu náttúru?

Ég held að fólk átti sig ekkert á því hvað það er að segja stundum. Sömu hippakjánarnir og væla yfir virkjunum og slíku mæla yfirleitt á móti heimsvæðingunni, en nota samt tölvur og síma sem eru partur af heimsvæðingunni. (Framleiðsla á einni fartölvu skilar af sér 75 kg af úrgangi, farsíma 15 kg. Borðtölva 125kg... mikið af drasli!)  Ég nýt þess reyndar mjög að benda á að minn umhverfisvæni fararskjóti (hlaupahjól) er gerður úr áli... en það má liggja á milli hluta.

Ég veit það fyrir víst að hver einn og einasti einstaklingur sem stendur að þessum tónleikum hefur drukkið gosdrykki eða öl úr áldósum og kemur til með að gera  það aftur. Sömu einstaklingar fljúga í álflugvélum sem skilja eftir sig haug af koltvísýringi...

...þetta heitir nefnilega hræsni og sjálfshól. Klappað á eigin bak í nafni náttúrunnar.

 

 

Ég vil frekar álver á Reyðarfirði þar sem frændur mínir geta starfað í vel launuðu starfi (sem er ólíklegt að ríkisstjórnin fökki upp eins og þeir gerðu með sjávarútveginn) sem knúið er af tiltölulega hreinni orku frá Kárahnjúkum, í stað þess að slíkt álver rísi í Suður Ameríku, Kína eða á Indlandi þar sem það yrði knúið með kolum eða olíu og ennþá meiri koltvísýringi sleppt í andrúmsloftið.

Það heitir að hugsa glóbalt og framkvæma lókalt. Það kostar meiri orku að endurvinna en framleiða nýtt. Sorry, þannig er það bara. Annars væri endurvinnsla reglan og enginn að framleiða ál!

En það er ekki skilningurinn á málinu í þessum bransa. Þetta hefur nefnilega jafn mikið með alvöru umhverfisvernd að gera og nærbuxurnar mínar koma kúgun kvenna í Miðausturlöndum við. Þetta er boðun á sósíalisma í nafni umhverfisverndar. Þetta er boðun á and- kapítalisma.

Allt í lagi. Fólk má hafa slíkar skoðanir og það er mér ekkert vandamál, en fökk...

...berið nú alvöru rök fyrir máli ykkar í stað þess að skreyta ykkur blómum og álfastimplum og flúra mál ykkar einhverjum dómsdagsspám ef ekki er skorin upp herör gegn kapítalisma og iðnaði.

 

Heimurinn verður ekki hreinni þó þú sjáir aldrei rusl - þú þarft að gera eitthvað í málunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Þetta minnir mig á þegar danir eru að monta sig yfir vindmillunum sínum og að vindurinn sé frír.....en taka ekki með í reikniginn að til að búa til vindmillu þarf að nota svo og svo mikla olíu og ótrúlega orku því millur eru gerðar úr plastefni. Svo er bara gert ráð fyrir að þær endist í 30 til 40 ár og þá þarf að búa til nýjar. Þannig að vindurinn er ekki frír...

Gulli litli, 28.6.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

hlaupahjól eru skemmtileg, ég styð endurvinnslu á pappír því að það er ekki  endalaust af trjám. En góða skemmtun á tónleikunum hefði viljað vera á þeim  ekki er hægt að dæma alla umhverfisinna þeir eru misjafnir með misjafnar áheyrslur.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 28.6.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Emma, pappírsframleiðsla í heiminum er sjálfbær iðnaður. Í raun eru fleiri tré gróðursett en eru höggvin í þeim iðnaði.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.6.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: Helga Dóra

Ji, frábært að lesa þennan pistil.. Akkúrat eins og mér er að finnast þetta allt....

Helga Dóra, 29.6.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband