Svona spurningalisti einhverskonar.

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? 

Nei. Ég er nefndur útí loftið. Ég nefndi þó sjálfan mig eftir Jimi Hendrix og Jimmy Page - enda ekki öllum hentugt að bera fram 'Einar' og því vil ég frekar að fólk kalli mig Jimy en að skíta nafnið mitt út með því að kalla mig 'Einal'...


2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?

Ég hreinlega man það ekki.


3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?

Já. Mér finnst það...     


5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?

Ég á læðurnar Yoda og Tígru, 3gja og 1s árs.


6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? 

Mér væri það heiður að vera vinur minn. 


7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? 

Nei. Aldrei.


8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? 

Ég er alltaf að láta plata mig í einhverskonar vitleysu. 

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?

Hollenskur morgunverður, appelsínusafi, steikt skinka, spælt egg og Heineken.

  

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?

Ekki ef ég er í mokkasínum. 


11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ?

Ég skal síst segja það sjálfur. 

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? 

Karamellu og bananasjeik. 

 
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?

Ég hreinlega veit það ekki. 


14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ?

Ég nota mjög lítið varalit. 

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? 

Ef ég segði það hérna, þyrfti ég að drepa ykkur öll. Ég kann alveg ágætlega við sjálfan mig. Skulum hafa það þannig.


16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? 

Ég sakna þess að hafa ekki náð að kveðja afa minn, Pétur Maack og ég sakna þess að hafa aldrei sagt honum að hann væri hetjan mín.


17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?

Mér er eiginlega slétt sama.


18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?

Ég er í dökkbláum Levis, 26"X35" og bláum Adidas tennisskóm, stærð 42. 


19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?

Rjómatertusneið.


20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?

Niðinn af tölvunni og högg mín á lyklaborðið. 


21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?

Ég myndi telja að ég yrði grænn eða blóðrauður. Fer örugglega eftir því í hvaða skapi ég er. Get verið bæði mjög yfirvegaður og blóðheitur.


22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? 

Konuilmur. Vú-Ha! Svo er lyktin af smjörsautéuðum lauk og hvítlauk býsna sæt.


23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? 

Mömmu.


24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR? 

Ég þekki hana ekki persónulega, aðeins af vefnum, en mér sýnist allt á öllu að þetta sé príðisstúlka, enda Austfirðingur. 


25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? 

500 metra kynlíf fallegra.


26. ÞINN HÁRALITUR ? 

Sandrauður... erh... eða svoleiðis. Ljóst afbrigði af rauðum. 


27. AUGNLITUR ÞINN ?

Ég var sakaður um að vera með refsaugu um daginn. Þau eru nefnilega hvorki brún né græn, dökkgræn í ytra byrgði og óransbrún í innri hring sem myndar einskonar sólblóm.


28. NOTARÐU LINSUR ? 

Nei. Ég sé fullkomlega.


29. UPPÁHALDSMATUR ?

Til þess að vera fullkomlega heiðarlegur verð ég eiginlega að segja Murphy's Irish Stout -enda máltíð í glasi. En þegar ég fæ mat hjá mömmu er ég ægilega sáttur, enda er mamma besti kokkur í heimi. Ég er nefnilega það blessaður að fæðast hjá foreldrum sem eru bæði lærð í matargerð, þ.e. pabbi er menntaður matsveinn og mamma menntuð húsmóðir svo það rekur á furðu að ég sé ekki akfeitur - enda þyngdist ég um 20 kg síðast þegar ég bjó á hótel mömmu.

 

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?

Já.


31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? 

Direktören av det hele.


32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? 

Ég þarna... erh... plana ekki barneignir á fyrsta deiti í það minnsta, en þetta hlýtur allt að velta á stemningunni og manneskjunni sem maður er að deita.


33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?

Falleg kona. Devil


34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? 

Ég hreinlega veit það ekki. 

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? 

Sjá 34. 

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? 

Ég er að lesa Sherlock Holmes safnið eftir Arthur Conan Doyle, var að lesa 'Feet of Clay' eftir Terry Pratchett og svo er ég nánast alltaf annað slagið með nefið í annað hvort Mill eða Nietszche.


37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? 

Ég er ekki með músarmottu. Músin mín er í búri. 


38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?

Ég horfði ekki á sjómbið í gær.


39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?

Mamma þín eða pabbi? Þetta er asnaleg spurning. Ég fíla að vissu leiti bæði bönd og líka hvorugt. Ég ætla því að segja MC5.


40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?

Tékkland.


41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?

Fegurð, greind, hæfileikar og svo er ég lítillátur.


42. HVAR FÆDDISTU ?

Ég var aldrei borinn, heldur skorinn. Það gerðist á Landsanum, en ég er fæddur Grindvíkingur.


43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ?

Ég get bara ekki svarað því, enda lítið um spennu þegar ég er búnað svara þessu sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

djöfulsins voða kálfur er þetta maður. toppar allt í fréttablaðinu og sollis. en þar sem ég veit að þú værir spenntari fyrir kommentum frá tjellingum en mér ætla ég ekki að gera þér að svara þessu eitthvað sérstaklega.

enda ertu lítillátur....

arnar valgeirsson, 10.6.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

kelling....

Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 03:49

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég ákvað, þar sem mér leiddist svakalega að fá eingöngu jákvæð viðbrögð við síðasta pistli, að lækka standardinn á skrifum mínum tímabundið, í þeim tilgangi að koma aftur inn sterkari þegar ég nenni að segja eitthvað af viti.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.6.2008 kl. 19:10

4 Smámynd: halkatla

austfirðingar eru náttúrulega svo frábærir

halkatla, 11.6.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband