18.4.2008 | 09:27
Já...
...þar sem ég er rauðhærður og var því vitlaus unglingur get ég tekið undir það með Agli að það getur verið alveg rétt að rauðhærðir unglingar séu kannski eilítið vitlausari en aðrir unglingar, en ég ætla ekkert að segja um aðra.
Ég ætla þó að vona að við rauðhausarnir séum ekki allir vitlausir, leiðinlegir, smekklausir, uppivöðslusamir og umfram allt stjórnmálalega fatlaðir þegar komið er á Egils aldur.
En það er ekkert sem afsakar það að vera smekklaus hálfviti með ÖMURLEGAN bókmenntasmekk eins og Egill Helgason.
Egill, "Bréf til Láru" eftir Þórberg frænda minn er miklu betri heldur en nokkurt að því sjálfumglaða slefi sem þú ælir yfir samlanda þína vikulega, og 1000 sinnum betra heldur en nokkuð sem þú hefur afrekað að rita á blað, nokkurntíman.
Ég held að svona gagnrýnendatittir sem hafa ekkert gefið út af viti sjálfir ættu að vara sig þegar farið er út í verk einlægasta rithöfundar Íslands. Sérstaklega þegar til þess er litið að Egill er Laxness aðdáandi, og Laxness var ofmetið skrípi sem kunni ekki að skrifa á Íslensku og að það er þjóðinni til skammar sem og öllum norrænum löndum að hann skuli hafa fengið Nóbelinn þar sem það þótti ekki nógu pólítískt kórrétt á sínum tíma að yfirlýstur Nazisti eins og Gunnar fengi svíagullið.
Annars er ég bara hress.
Óvarleg alhæfing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Athugasemdir
Hmm ekki veit ég nú með Bréf til Láru en ekki veit ég hvernig þú færð það út að Laxness hafi ekki kunnað að skrifa á íslensku.
Adam (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:55
Við verðum að virða Agli það til vorkunnar að greind hans hrekkur ekki til við mat á andlegu atgervi sjálfs sín eða annarra. Óþolandi Besserwisser.
Guðmundur G. Hreiðarssson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:04
Tja... þá myndi ég halda að þú hefðir aldrei lesið Laxness heldur, stafsetning hans er í besta falli leiðinleg og telst frekar til Mosfellsku en nokkurntíman Íslensku.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.4.2008 kl. 12:04
Gummi, ég vorkenni Agli ekki neitt, hann er nógu greindur til þess að gaspra sínu bulli sem er helst í ætt við einasta orðið á Íslensku sem byrjar á bókstafnum Q, menn sem eru nógu stórir til þess að rífa kjaft eru nógu stórir til þess að kjaftur sé rifinn við þá.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.4.2008 kl. 12:07
Laxness er ofmetinn. Egill er hinsvegar oft á tíðum ákaflega skemmtilegur.
Hinsvegar er þetta alveg rétt hjá honum - unglingar, rétt eins og annað fólk, eru voðalega vitlausir. Ég tek fram að með "annað fólk" er ég að meina mig líka. Vitlausasta fólkið hefur mér sýnst vera það fólk sem telur sig gáfað. Eða eitthvað.
Ingvar Valgeirsson, 18.4.2008 kl. 20:40
Ég get ómögulega tekið undir að Laxness hafi verið/sé ofmetinn. Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel við lestur bóka eins og hans. Þar er hvert gullkornið á fætur öðru. Setning eins og: "Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?" (Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni) er snilld. Svo ekki sé minnst á: "Kýrnar leika við hvurn sinn fingur."
Jens Guð, 20.4.2008 kl. 01:23
Þórbergur var, er og verður alltaf betri en Laxness. Laxness var góður...seiseijú mikil ósköp, en Þórbergur er bara svo mikið, mikið, mikið betri.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.4.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.