Jájá...

...veistu, ég held að þetta sé eitthvað mesta bull sem ég hef nokkurntíman heyrt.

 

Hvað í fj**danum erum við að senda strákana okkar þarna suður á ópíumakrana til þess að vernda olíuleiðslur Rússa og BNA? 

 

Hvað eru margir Íslendingar þarna?  10? 20? Efast um það.

Hvernig í fjandanum veit Jaap de Hoop Sheffer að við erum að standa okkur þarna suðurfrá? Ha?

Er hann ekki að sinna starfi sínu og fylgjast með heildarmyndinni? Nei. Hann er upptekinn við að horfa á norræna stráka í tindátaleik.

Bull.

 

Og svo hljómar Japp Hopp Sheffer eins og einhverskonar hundaþjálfunarskjóli.

 

(Ég biðst velvirðingar ef ég hef móðgað einhverja Hollendinga, Flæmingja eða Búa með þessari síðustu setningu). 


mbl.is Framlag Íslands mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri J. Einar Valur Bjarnason Maack.

Það eru líka stelpur þarna úti!

Kveðja,

Maria 

María Irena Martin (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Við erum æðisleg!...

...einhvertíman heyrt talað um Popúlisma...?

Zhirinovsky væri stoltur. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.2.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Og, já, vissulega var stelpa í Írak, ég hef aðeins heyrt talað um þá einu, voru þær fleiri?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.2.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jú...

Heyrru Xzandra...

Við skellum okkur suðreftir, þú í búrku og ég með keffyeh á kantinum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.2.2008 kl. 17:08

5 identicon

Algjörlega sammála. Og Einar mikið djöfull ertu með góðan tónlistarsmekk! Eno, Bowie, Pop, Joplin og fl. Thunders kannast ég reyndar ekki við. Kannski væri rétt hjá mér að kanna þá og athuga hvað mér finnst.

Valsól (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 08:16

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Takk kærlega, þetta var þó enganvegin tæmandi listi yfir eftirlætis tónlistarmenn mína, enda er erfitt fyrir nokkurn sem hefur mikinn áhuga á tónlist að gera tæmandi lista yfir algjör allra tíma eftirlæti.

Thunders þessi hét Johnny Thunders og var gítarleikari hljómsveitanna the New York Dolls og Johnny Thunders & the Heartbreakers. Sú fyrr nefnda var grúppa sem þótti framúrstefnuleg á sínum tíma, enda glampönk sem sótti jafnt í glamrokk Bretanna (Bowie, Bolan) og protopönk Stooges og MC5.

The Heartbreakers var svo stofnuð úr rústum NYD og Television og flutti skemmtilegt hrátt pönk. Ef mér skjátlast ekki eru allir meðlimir Heartbreakers látnir úr heróíntengdum sjúkdómum og/eða ofneyslu. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.2.2008 kl. 15:41

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumir þurfa nú að kaupa sér teppi og svona.  Shit happens

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband