22.2.2008 | 09:16
Nota Bene:
Hver tekur mark á miðaldra poppurum sem lofsama og mæra kommúnisma eina stundina og selja sig alfarið til tryggingafélaga þá næstu...?
Persónulega held ég að frekar væri hægt að gera því í skóna að lélegt skipulag þessara tónleika hafi kristallast í því að allir tilheyrðu ræðumennirnir sama kynþætti og þetta voru tónleikar gegn kynþáttafordómum. (United Whities of Bubbiton?)
Mér þykir það skjóta skökku við að Dane þessi ásaki með öðrum orðum heilan stjórnmálaflokk um kynþáttafordóma og innflytjendahatur þegar slíkar dylgjur koma frá kollektív hugsunarmáta, hjarðhugsun þar sem allir eru settir undir einn hatt, rétt eins og í kynþáttahatri.
Ég er meðlimur í FF og ég er EKKI kynþáttahatari. Mér er illa við fullt af svörtu fólki, mér er líka illa við fullt af hvítum, en mér er illa við þetta fólk á persónulegum basis, ekki vegna litarhafts eða þjóðernis eða flokkatengsla. Yfirleitt er mér illa við fólk sem er þannig þenkjandi að setja stóra hópa fólks undir einn hatt.
Það hefur enginn verið að tala um kynþátt í umræðu FF um inflytjendamál. Hinsvegar má fólk gjarnan líta á nágrannalöndin, Danmörku, Bretland og Holland og sjá kynþáttahatrið sem þar grasserar. Það er ekki vegna þess að innflytjendastreymi þar er stjórnað á skynsamlegan máta, nei. Fólki hefur nánast verið boðið að setjast þegar það hefur átt leið hjá.
Löndin sem ég taldi upp bera þó aðra siðferðislega skyldu en Ísland. Ísland er nefnilega gömul nýlenda, en áðurnefnd lönd nýlenduveldi sem stunduðu þrælasölu og kúgun á erlendum ríkjum og væri því ekki siðferðislega stætt á að hleypa nýlenduþegnum sínum ekki inn fyrir landssteinana. Við þurfum ekki að afsaka neitt slíkt í sögu Íslands, nema þá helst þrælahald það sem leiddi til þess að bæði ég og margir aðrir Íslendingar erum rauðskallar.
Ég verð að segja að þetta er afar ómálefnaleg og barnaleg yfirlýsing frá DM, sem hér sýnir að hann skilur ekki grundvallarorsakir kynþáttahaturs, né skilgreiningu þess. Mér er sama hvort þú sért bláeygur eða svarteygur, með slétt ljóst hár eða stóran svartan búsk þér á höfði, ég vil hinsvegar að þú berir virðingu fyrir landinu sem hýsir þig og þjóðinni sem það byggir, og fáir verðskuldaða virðingu í mót. Þetta land var byggt af djörfu fólki sem flúði kúgun Noregskonungs (og tóku með sér bláblóðga Íra) og stofnuðu hér eitt fyrsta lýðræðisríki veraldar, ríki þar sem frelsið á að ríkja.
Það vill gleymast að FF er eini flokkurinn sem berst fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, og þar með trúfrelsi í verki hérlendis, sem er eitthvað sem ætti að vera innflytjendum hjartans mál. Það vill gleymast að FF berst fyrir aukinni fræðslu innflytjenda um réttindi og skyldur. Það vill gleymast að FF hefur ekki aðeins hag innfæddra Íslendinga fyrir brjósti, heldur líka aðfluttra.
Það er allt og sumt.
E.S: Ef einhver ætlar að kalla mig kynþáttahatara, þá biðst ég undan slíkum aðdróttunum, það eru yfirleitt miklu betri ástæður til þess að vera illa við fólk heldur en að húðin á því passi illa við litapalletuna þína. Dane og Bubbi sanna það hér svo ekki er hægt að efast um að fólk er svo sannarlega fífl.
Óánægja með aðkomu frjálslyndra að tónleikum gegn rasisma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Athugasemdir
Sæll, þú verður að fyrirgefa að þessi athugasemd er færslunni óviðkomandi.
Ég var að spá... í gamladaga, þegar ég var trúaður, var ég í einhvern tíma í Frelsinu, og við vorum með eitthvað trúboðsdæmi í Héðinsgötu niðrí bæ oft á næturnar um helgar. Er það ekki rétt munað að ég hafi oft verið að tala eitthvað við þig þar? (t.d. um metal - minnir að þú hafir sýnt mér t.d. einhvern Sabbath tribút disk)
Sindri Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 09:34
Gæti vel passað...?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.2.2008 kl. 09:42
Ég er aðeins rauðhærður (rauði liturinn hefur því miður dofnað), c.a. 170-175 cm, og var kannski 10 kíló fyrir ofan kjörþyndg, og yfirleitt í græn/gráum frakka á þessum árum.
Sindri Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 09:45
Mig rámar í þig. Varstu ekki alltaf að hlusta á White-Metal bönd?
:-)
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.2.2008 kl. 09:59
jamms. (nema ég notaði aldrei "white metal" yfir það sjálfur. Á líklega stærsta safn landsins af kristnu "extreme" metali. 150 diska kannski. ´
Hef gaman af því besta úr þessu safni ennþá, þó að ég sé orðinn trúleysingi.
Sindri Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 10:12
:-D
Velkominn á mína línu.
Hvað kom til?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.2.2008 kl. 10:15
Það er svona 9 mánuðir síðan ég varð trúlaus. Það gerðist hægt og rólega, eftir því sem ég lærði meira um Biblíuna, uppruna hennar, hebresku, o.fl. (var og er mjög áhugasamur um Biblíuna, og las hana mjög mikið, og líka fræðigreinar, sögu, o.þ.h. enda oft ræðumaður á samkomum)
Ég lærði smám saman fleiri og fleiri atriði um hana, sem gerðu hana ótrúverðuga sem "innblásna af guði" í mínum augum, t.d. fannst mér mótsagnirnar í henni of afgerandi, margt var allt of fráleitt til að taka alvarlega.
Mikið af því sem er í Biblíunni er líka siðferðilega fráleitt (fjöldamorð sem fyrirskipuð eru af Guði, það er í lagi að lemja þræla... endalaus dæmi)
Biblían er einfaldlega "barn síns tíma"
Full af mistökum
Og miklu fleiri mætti tína til, but you get the picture.
Sindri Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 10:37
Veistu, ég held þú verðir áfram góður maður þó þú sért ekki lengur trúaður. ;-)
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.2.2008 kl. 11:06
Gæti ekki verið meira sammála þér Einar Valur.
þú ert málefnalegur og það líkar mér í þessari umræðu.
Halla Rut , 22.2.2008 kl. 13:10
Flott færsla ;)
En að alhæfa um heilan flokk (sem á sér btw. enga stoð) eru for-dómar í sjálfu sér. Ætli þeir átti sig á því?
Hildur L Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:19
Frábær pistill, ætla að kópera hann og geyma. Birti hann ef til vill einhversstaðar ef ég má. Ekki síður finnst mér áhugaverð samtöl milli þín og Sindra. Frábært alveg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 18:10
Ég segi það sama og Ásthildur vinkona mín, má ég nota greinina.
Halla Rut , 22.2.2008 kl. 21:35
Ykkur er velkomið að birta hann, svo lengi sem ég er látinn vita af því í hvaða miðli hann kemur til með að birtast.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.2.2008 kl. 10:05
Já ég var nú að hugsa um Málefnin.com, og jafnvel hér á blogginu J. Einar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 10:44
Þér er það guðvelkomið svo lengi sem höfundar er getið.
:-)
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.2.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.