7.11.2007 | 22:46
Hvítir og stoltir. Síðasta bindi.
Þessir annars örugglega ágætu 19 ára guttar sem halda úti þessari síður gefa upp emailið skapari88@yahoo.com .
Þar bjóða þeir fjölmiðlum að hafa samband uppá viðtöl, en þeir vilji fá nákvæmar upplýsingar um hver fjölmiðlamaðurinn er og algjöru nafnleysi áskilið.
Mér þykir þetta talsvert dapurlegt þar sem að í landi eins og okkar eigum við að leyfa alla tjáningu og alla skoðun, sama hversu ógeðfelld hún er. Það er í framkvæmd gegn öðru fólki sem glæpurinn felst en ekki í ratalegu og illa skrifuðu gelgjurasistarausi frá 19 ára lesblindu greyi sem væntanlega er að drepast úr minnimáttarkennd gagnvart umheiminum.
Þessi lög halda eimmitt niðri frumskógarlögmáli, ekki ólíku því sem þessir einstaklingar boða, en hinsvegar frumskógarlögmáli skoðana og hugmynda sem berjast sín á milli.
Mér þætti stórfenglegt ef þessir drengir þorðu að mæta einhverjum í rökræðu á opinberum vetfangi.
Ef þeir geta haldið haldbærum rökum fyrir samkeppnishæfni þeirra yfirlýstu skoðanna í stóru samhengi hlutanna mega þeir halda áróðrinum áfram en ef þeir geta enganvegin staðið rökfastir á eigin skoðunum er þeim gert að setja upp disclaimer sem á stendur "Þessi síða inniheldur innihaldslaust gelgjurop vanmáttugra rolna sem hafa hvorki viljastyrk, mótaðar skoðanir, frumlegar hugmyndir, rétta stafsetningarkunnáttu né eru æðri á nokkurn annan máta."* á 4 tungumálum á síðuna og hverja undirsíðu hennar.
Þeir mega þó eiga það að ég er sammála mottói þeirra. "Ef þú getur hugsað það, áttu að geta sagt það", það breytir því samt ekki að þeir voru enganvegin þeir sem hugsuðu þetta upp. Það eru örugglega stefgjöld af vanmáttarfylltu blindu hatri og fordómum sem renna í einhverja vasa...
Það versta er krakkar mínir, að þið hvorki hugsuðuð þetta fyrst, né til enda og getið varla komið þessu frá ykkur miðað við uppsetningu síðunnar þannig að þetta mottó á ekki við ykkur né þann steingelda og vanmáttuga lífstíl og stjórnmálaumhverfi sem þið boðið. Ef þú gast hugsað það þurftiru að snarhalda kjafti í Þýzkalandi Nazismans því annars bauðst þér Birkenau, Terezien, Auschwitz, Belsen, Buchenwald...
Frosnir minnisvarðar um geldar hugsjónir og blint hatur.
*Kemur til með að skrolla yfir skjáinn. Flestir sem sækja svona síður að staðaldri eru hvort eð er bara heillaðir af björtum litum og athygliverðri áferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt.
Mér finnst ÓÞOLANDI að rasistum sé beinlínis bannað að tala. Ég las úrtak úr "Hvítt Ísland" eða einhverju svoleiðis í Fréttablaðinu í strætó á sínum tíma, og röltandi heim hafði ég hlakkað til allan daginn að fara í að svara honum og gjörsamlega afhöfða málstaðinn, en nei. Þá var búið að loka á pakkið og niðurstaðan er sú að þær (afskaplega einföldu) athugasemdir sem ég hafði við málflutning þeirra birtust þeim aldrei, og þeir halda áfram að æla kjaftæði ofan í hvorn annan. Að banna þeim að segja þessa vitleysu gerir ekkert nema að staðfesta fyrir þeim að þeir hafi eitthvað fyrir sér, sem er vitaskuld þvættingur.
Þessi stanslausa ritskoðun á Íslandi er því beinlínis rasistunum í vil. Hún staðfestir að Ísland telur þessar skoðanir hafa nógu mikið fyrir sér til að sannfæra hinn almenna Íslending. Það eina sem ég get sagt við því er; kjaftæði.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:00
Mér finnst hræðilegt að þeir séu að fá einhver viðbrögð við þessu, á tímabili var þjóðernisflokkurinn með síðu sem var um rasisma, hún var full af góðum greinum...vönduðum og út pældum og ég vill sjá þann flokk í baráttuni um þingsæti, en þetta er bara hreinn óbjóður.
Þessi síða er hrá, illa útpæld og einu góðu orðin eru tekinn annastaðar af
Ég er þjóðernis sinnaður en rasisminn þarf að ganga of langt, ég þori að veðja uppá alla mína peninga að forsvari þessa síðu sé með dökkt hár og sé þar af leiðandi ekki arí-i, "drepum hann!" <-- bara taka fram að ég er ekki að meina þetta heldur er ég að gefa í skyn að þessir menn viti ekkert hvað þeir eru að gera. Niður með þessa síðu...
Rasismi á íslandi er rosalega yfirborðskenndur.
Ottó Marvin Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 01:24
Rasismi er alltaf yfirborðskenndur.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.11.2007 kl. 08:28
Aldrei skilið rasisma - því að hata fólk vegna húðlits, trúarbragða eða uppruna þegar hægt er að hata flesta á persónulegum basis?
En auðvitað er margt á þessari síðu sem hægt er að taka undir að einhverju leiti - en allir hafa sagt eitthvað af viti, Hitler, Maó, Martin Luther King, Egill Ólafs, Stalín, Kalli Bjarni, Dorrit og Hannes Hólmsteinn... svo er aftur spurning um hverslags kjaftæði leynist innan um sannindin.
Vil taka fram að Egill, Dorrit, Kalli Bjarni og Hannes eru þarna bara sem dæmi og líkjast að mínu viti ekki hinum persónunum.
Ingvar Valgeirsson, 8.11.2007 kl. 10:45
Nema kannski þá King... eða eitthvað.
Ingvar Valgeirsson, 8.11.2007 kl. 10:45
Ég er sammála þeim sem segja að best sé að láta þetta bara framhjá sér fara. Svona peyjar þrífast einmitt á athyglinni. Og það æsir þá til frekari dáða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:42
Já, en Ásthildur mín, hérna er um alvarlegt atriði að ræða, þegar menn beinlínis hvetja til hatursglæpa án þess að hafa nægan mann í sér til þess að framkvæma slíka mannleysu sjálfir.
Mér finnst að þeir hafi fullan rétt á þessum skoðunum sínum, þær eru bara illa framsettar, heimskulegar, hatursfullar, idjótískar og í besta falli ófrumlegar.
Ég er tilbúinn í rökræður gegn hverjum þeim sem stendur að þessari síðu og jafnvel þeim öllum samtímis, sérstaklega þar sem ég er sigurviss með eindæmum.
Þá fengu ómótaðir einstaklingar að sjá hversu miklir framverðir okkar kynstofns þessar afdalagungur eru og það drægi verulega úr líkum á því að þeir geti fylgt um sig liði.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.11.2007 kl. 21:24
Eins og þú veizt, J. Einar, þá þekkir Doctor E tvo af þessum einstaklingum sem halda úti skapari.is. Hér er mynd af þeim:
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/357767/
Vendetta, 11.11.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.