Klassískt dæmi...

...um galla þess kerfis sem nú er búað við og það að stríðið gegn fíkniefnum er ekki að virka.

 

Hversvegna ekki?

 

Jú. Sökum þess að;

 a) Fíkniefnaneytendum fjölgar og það er ekki vegna þess að við erum að verða verra fólk heldur vegna þess að  neðanjarðarstarfsemin sem af banninu stafar setur þetta í hendurnar á óvönduðum einstaklingum sem selja börnum.

b) Verðið heldur áfram að pumpast upp á meðan lögreglan heldur aðgerðum sínum áfram (framboð/eftirspurn) og það kemur niður á neytendum sem sökkva sér dýpra í skuldir, afbrot og jafnvel smygl til að bjarga eigin skinni.

c) Fjármagnið sem er í þessu neðanjarðarhagkerfi er allt á höndum stórglæpamanna í stað þess að vera í höndum annað hvort löglegra einkaaðila eða ríkisvaldsins (sem væri vænlegra til að byrja með) og því koma engar skatttekjur af þessu, skatttekjur sem nýta mætti til forvarna, meðferðarúrræða og afplánunarsjóða fyrir fíkniefnaneytendur sem fremja afbrot. (Mér þykir það ótækt að saklausir skattgreiðendur þurfi í sífellu að greiða fyrir sjálfskaparvíti fólks). Einnig væri minna um ofbeldisverk í þessum málaflokki þar sem skuldarar gætu átt von á rukkurum á lá intrum frekar en einhverjum Önnum sem berja fólk með kylfum...

 

Ég verð hinsvegar að lýsa því yfir að ég vona að KBG finni sér betri farvatn en Kólað, því það kemur bara til með að brenna upp tilfinningar og hæfileika hans.

 

Hitt er svo annað mál að þrátt fyrir að fjölmiðlafrelsið skuli ekki skert hér á Íslandi þá þykir mér þetta vera enn eitt dæmið um sálarlausar fjöldaskemmtunaraftökur sorprita. KBG er búinn að gera sig að almannaeign með þátttöku sinni í Idol, en það breytir því ekki að hann, fjölskylda hans og vinir eiga líka rétt á einkalífi alveg eins og við hin.

Hefur mál og prentfrelsið leyfi til þess að svipta menn ærunni áður en þeir eru dæmdir? Hefur þessi dómstóll götunnar rétt á því að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins og grýta menn sem eru augljóslega ekki að ógna samfélaginu með ofbeldi - eins og um stórhættulega flóttamenn væri að ræða? Er þetta réttlætanlegt?

 


mbl.is Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þú ferð mikinn, félagi. en gaman að þú ert vaknaður eftir þyrnirósarsvefn.

arnar valgeirsson, 6.6.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér fannst ágætt hvað Kinky Friedman, músíkant, rithöfundur, lífskúnstner og frambjóðandi til fylkisstjóra í Texas, sagði þegar hann var spurður um "the war on drugs". Hann sagði bara "The war on drugs? It´s over. We lost."

Samt finnst mér alls ekki að það eigi að lögleiða ólyfjan hérlendis. Er nokk viss um að samfélagsdreggjar nágrannaríkjanna myndu streyma hingað, beint á sósíalinn og í glæpi til að eiga fyrir neyslunni, rétt eins og hefur gerst víða. Það myndi kosta samfélagið óheyrilegt fé og allveruleg óþægindi. Þar sem ónauðsynleg fjárútlát og óþægindi eru mér ekki að skapi er ég andsnúinn lögleiðingu.

Ingvar Valgeirsson, 8.6.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já, en eins og þú veister ég mjög hlynntur strangri landamæravörslu og innflytjendastjórn - til þess eimmitt að þetta gengi upp.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.6.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband